Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 40

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 40
B Á TA S M Í Ð I 40 „Það er mikið um að vera og útlitið er nokkuð gott,“ segir Sverrir. „Við erum bókaðir fram á næsta ár. Eins og er erum við að vinna fyrir innanlandsmarkaðinn, en það sem er í pípunum eru Seigla smíðar stærsta plastbátinn á Íslandi til þessa: Engin takmörk á stærð plastbátanna Sverrir Bergsson hjá bátasmiðjunni Seiglu ehf. segist ekki telja að tak- mörk séu fyrir því hversu stór skip unnt sé að smíða úr trefjaplasti. Hann segir greinilegt að útgerðir hafi áttað sig á þessu og bátarnir sem Seigla smíði séu alltaf að stækka. Þannig sé nú í smíðum nýr Happa- sæll, sem verði stærsti fiskibátur úr plasti hér á landi - um 30 tonn. Nóg hefur verið að gera í bátasmíðinni hjá Seiglu að undanförnu, raunar síðustu tvö árin, að sögn Sverris Bergssonar, og ekki er annað sýnt en nóg verði að gera næstu mánuðina - fram á næsta árið. Þeir Sigurjón Ragnarsson (t.v.) og Sverrir Bergsson stofnuðu Seiglu fyrir þrettán árum. Þeir félagarnir hanna bátana sem fyrirtækið smíðar og hafa yfirumsjón með smíðinni. Að baki þeim á myndinni er nýjasta afurð Seiglu, Matthías SH-21, sem er yfirbyggður 15 tonna bátur. Myndir: Sverrir Jónsson. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:21 Page 40

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.