Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 30

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 30
30 S T R A N D M E N N I N G „Ísland á sterka en lítt þekkta og viður- kennda strandmenn- ingu. Strandmenning Íslands er afar mikil- væg fyrir íslenska sögu og sjálfsmynd. Strand- menning Íslands geymir ýmis sóknar- færi við þróun að gæðaferðaþjónustu.“ Þannig er m.a. komist að orði í niðurstöðukafla forverkefnis- skýrslunnar „Plokkfiskur“, sem fjallar um strandmenningu sem grunn fyrir ferðaþjónustu í fram- tíðinni. Að skýrslunni hafa unnið Bjálkinn ehf. (Sigurbjörg Árna- dóttir) og Rådgjevningsfirmaet „Laura“ (Stein Malkenes, um- hverfisráðgjafi) með tilstyrk Húsafriðunarnefndar, Samgöngu- ráðuneytisins og Siglingastofnun- ar. Skýrslan hefur það að markmiði að kortleggja hvernig unnt sé að koma á kerfisbundinni þróun í ferðaþjónustu byggðri á strand- menningu Íslands. „Forverkefnis- heitið Plokkfiskur er runnið frá þeim mæta íslenska þjóðarrétti og er í fyrsta lagi valið að ein- hverju leyti til að tákna endur- vinnslu á verðmætum, í öðru lagi til að hafa velþekkt heiti á verk- efninu og í þriðja lagi til að und- irstrika að hægt er að þróa ferða- þjónustu með því að „plokka“ úr þeirri strandmenningu sem enn er við líði á Íslandi,“ segir orðrétt í skýrslunni. Þróttmikil en lítt viðurkennd strandmenning Í skýrslunni er bent á að Ísland eigi sér „þróttmikla en óskýra og lítt viðurkennda strandmenn- ingu“, sem sé grunnur íslenskrar sögu og sjálfsvitundar. Bent er á að strandmenningin finnist í ís- lenskum bókmenntum, matar- menningu, tónlist, fornminjum, sögum og sögnum, í veiði- mennsku og vitum. Þá sé hún til í daglegu lífi við hafnir landsins, í bátunum, á veitingahúsum og á söfnum. Strandmenning hefur vissulega verið lögð til grundvallar í ferða- þjónustu hér á landi. Bent er á í skýrslunni að hvalaskoðun hafi haslað sér völl og sömuleiðis hafi athyglisverð „strandsöfn“ verið byggð upp, t.d. Síldarminjasafnið á Siglufirði og Saltfisksetrið í Grindavík. Íslenskt vitasafn? Eins og greint hefur verið frá hér á síðum Ægis hafa þegar verið friðaðir nokkrir hérlendir vitar. Bent er á það í „Plokkfiski“ að full ástæða sé til þess að nýta vita í ferðaþjónustu. Þá er á það bent í skýrslunni að ástæða væri til að koma á fót íslensku vitasafni. „Enn eiga Íslendingar ekkert vitasafn,“ segir í skýrslunni. „Ís- lenska vitafélagið hefur þó unnið að því að koma upp fyrsta vísi þess í lýðveldisvitanum á Garð- skaga í samvinnu við Byggðasafn- ið í Garði, hreppsnefndina í Garði og Siglingastofnun og var sú sýn- ing opnuð um Jónsmessuna. Við hlið lýðveldisvitans stendur gamli vitinn, nýfriðaður, og full ástæða er til að hvetja stjórnvöld til að koma þarna upp myndarlegu vitasafni í samvinnu við heima- menn sem eru að byggja yfir byggðasafn hreppsins.“ Margar athyglisverðar strandminjar Margt annað er nefnt í skýrslunni sem mæti huga að í sambandi við strandminjar. Meðal annars er bent á að á Óttarsstöðum, skammt frá álverinu í Straums- vík, séu minjar tengdar sjávarút- vegsbúskap, sem margar séu aldagamlar. Þarna er að finna leif- ar af bústöðum, útihúsum, naust- um, götum og girðingum, auk leifa af bátsmíðastöð með hluta af gömlum tréfbát. „Aðal burðarás- inn í staðarlífinu virðist hafa verið þorskveiðiannirnar á vetrarvertíð og er staðurinn lýsandi dæmi um strandmenningararfleifð og býður uppá ótæmandi möguleika innan ferðaþjónustu,“ segir í skýrslunni. Annar áhugaverður strand- menningarstaður á Reykjanesi, Selatangar, er nefndur í skýrsl- unni, þar sem var miðstöð fyrir árstíðabundnar veiðar. Þarna eru rústir, hellar og aðrar minjar, en áður var þarna verstöð af svipaðri stærðargráðu og gömlu verstöðv- arnar á Snæfellsnesi. Skýrsla um íslenska strandmenningu sem grunnur fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni: Hvalveiðibátarnir í hvalaskoðun? „Ef hvalabátarnir yrðu gerðir upp liggja ein- stök sóknarfæri í hvalaskoðunarferðum og í öllum þáttum hvalveiðisögunnar,“ segir m.a. í skýrslunni. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 30

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.