Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 24

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 24
Æ G I S V I Ð TA L I Ð 24 tíminn líður hratt, við eldumst og það kemur að því að við hættum. Það er ekki spurning um hvort, held- ur hvenær. Maður má passa sig á því að vera ekki of lengi í þesssu, það er mikilsvert að vera við þokka- lega heilsu þegar maður hættir,“ segir Sverrir. Sem fyrr segir sér Sverrir ekki fram á að útgerðin fari út í meiriháttar fjárfestingar á næstunni, með kaupum á stærra og afkastameira skipi eða auknum veiðiheimildum. „Eftir að við Bjarni réðumst í að kaupa Súluna árið 1988 tók við gríðarlega erfiður tími. Það má segja að við höfum verið rekstrarlega í spreng fyrstu árin og þetta fékk verulega á mann. Ég spyr mig þeirrar spurningar af hverju við ættum að fara út í slíka rekstrardýfu aftur? Ég er orðinn sextíu og fimm ára gamall og Bjarni er fimmtíu og fimm ára. Af hverju ættum við að fara út í óvissuna aftur með því að kaupa nýtt og stærra skip? Við myndum fá tiltölulega lítið fyrir Súluna vegna þess að verð- mætin liggja fyrst og fremst í aflaheimildunum. Það er ekki nóg að kaupa nýtt og afkastameira skip, við yrðum að auka verulega við okkur aflaheimildir til þess að fjárfestingin gæti staðið undir sér. Til þess að takast á við slíkt þyrfti maður að vera tuttugu til þrjátíu árum yngri. Nú er maður kominn á tiltölu- lega lygnan sjó og getur staðið í skilum við allt og alla. Ég sé enga ástæðu til þess að breyta því,“ segir Sverrir. Það hefur verið eftir því tekið hversu vel hefur ver- ið vandað alla tíð til viðhalds Súlunnar. Þrátt fyrir að vera þrjátíu og sjö ára gamalt skip er Súlan jafnan eins og ný. Sverrir segir það metnaðarmál útgerðar- innar að skipið sé alltaf vel útlítandi og í topplagi. „Sumir segja sem svo að ekkert fiskist á málninguna, en ég er ekki sammála því. Umgengnin um skipið er til fyrirmyndar og bilanatíðni í lágmarki. Vélstjór- arnir vita manna best hvað þarf að gera til þess að halda vélbúnaði í góðu lagi og þeim hefur aldrei ver- ið neitað um eitt eða neitt. Það helst vitaskuld í hendur að þegar allt er í topplagi, þá verður árangur- inn eftir því. Við þurfum ekki að kvarta, Súlan hefur alltaf fiskað mjög vel og skilað sínu.“ Brellinn fiskur Loðnan er mikið ólíkindatól. Á hverju einasta ári virðist vera uppi óvissa um hvort og þá hvenær hún gefi sig. Þar er ekki á vísan að róa og í því má kannski segja að felist viss spenna. En óvissan er vissulega andstæðingur sem ekki er auðveldur við- fangs fyrir útgerðarmenn og þaðan að síður áhafnir loðnuskipanna, sem byggja afkomu sína á því að loðnan gefi sig. „Verst er þessi óvissa fyrir mannskap- inn um borð og þess vegna má segja að það sé undra- vert að við höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa sama mannskapinn á Súlunni ár eftir ár. Einn í áhöfninni hefur verið hjá okkur í tuttugu og fimm ár og margir tíu til fimmtán ár. Síðastliðið vor höfðu menn nánast gefið sumar- loðnuveiðarnar upp á bátinn og jafnvel höfðu menn á orði að ekki þyrfti að búast við loðnuveiðum fyrr en í byrjun næsta árs. En síðan var farið að þreifa á þeim möguleika að Árni Friðriksson færi í einn loðnurann- sóknaleiðangur til viðbótar og tæki með sér fimm til sex loðnuveiðiskip með fullan mannskap og veiðar- færin um borð. Þetta bar árangur eins og allir vita og ég tel að þessi aðferð við loðnuleit muni verða við- höfð í framtíðinni. Sumarloðnuveiðarnar skipta á allan hátt verulegu máli fyrir alla sem að þessu koma - útgerðarmenn, sjómenn, vinnslurnar í landi og síðast en ekki síst þjóðarbúið. Á þesssum árstíma er loðnan feit og gef- ur meira lýsi en á veturna og það hefur ekki svo lítið að segja núna þegar skortur er á lýsi á heimsmarkaði. Þess vegna er loðnan mun dýrmætara hráefni á þess- um tíma en þegar kemur fram á veturinn. Það fá því allir meira í sinn hlut þegar sumarloðnuveiðarnar ganga vel.“ Sverrir bendir líka á að verksmiðjurnar fyrir norð- an, á Siglufirði, í Krossanesi og á Þórshöfn, njóti góðs af sumarveiðunum. „Á Siglufirði hefur þetta til dæmis gríðarleg margfeldisáhrif. Í kringum þessar veiðar skapast mikil þjónusta - olíusala, kostur, við- hald o.fl.“ Með haus og sporð Sverrir gefur lítið fyrir þá umræðu sem annað slagið Elsta Súlan EA var gerð út við Íslandsstrendur í um sex áratugi. Sigurður Bjarnason, afi Sverris Leóssonar, hóf að gera hana út árið 1912 og var hún samfellt gerð út til ársins 1963 þegar hún sökk undan Garðskaga í miklu aftakaveðri. Grímur Karlsson, módelsmiður í Njarðvík, smíðaði þetta glæsilega líkan af fyrstu Súlunni. Svo vill til að Grímur var einmitt skipstjóri á bátnum sem bjargaði þeim áhafnarmeðlim- um á Súlunni sem komust lífs af þegar skipið sökk undan Garðskaga þann 10. apríl 1963. Súlan EA-300 við bryggju á Akureyri. Súlan hefur sannarlega reynst mikið happafley, en hún kom fyrst til Akureyrar í árslok 1967. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 24

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.