Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 20

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 20
20 G Ö M L U F RY S T I H Ú S I N „Ísbjörninn var reykvískt fyrir- tæki enda þó fiskverkunarhúsin væru á Seltjarnarnesi,“ segir Jón Ingvarsson, sem var fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins 1973 til 1985, þegar það sameinaðist Bæjarútgerð Reykjavíkur og til varð Grandi hf. Aldrei aftur í Ísbirninum Ísbjörninn var stofnaður árið 1944 og hóf þá starfsemi á Nes- inu, þar sem hét Melastöðin. Sú bygging var síðar stækkuð og við hana prjónað á alla kanta. Byggt var frystihús og frystiklefar og nyrst í þessari húsastæðu voru áð- urnefndar skemmur þar sem einkum var geymd skreið. Frystihúsið á Hrólfskálamel, sem nú er búið að jafna við jörðu en var um 3.500 fermetrar að flatarmáli, hefur staðið að miklu leyti autt síðustu árin. Utan hvað, að á lofthæð einnar byggingar þess hafði um hríð listmálarinn Tolli Morthens vinnustofu sína. Sá er bróðir söngvarans Bubba, sem forðum söng að hann ætlaði aldrei aftur að vinna í Ísbirnin- um. Og líklega sleppur Bubbi við þá bölvun héðan í frá, nú þegar fyrirtækið er ekki lengur til og búið að rífa frysihúsið. Gjörbreytt umhverfi Niðurrif Ísbjarnarhússins á Sel- tjarnarnesi beinir sjónum að því að á síðustu árum hefur býsna mörgum fiskvinnsluhúsum vítt og breitt um landið verið fengið annað hlutverk, ellegar þau standa nú auð eða hafa verið rifin. Ófá hafa reyndar brunnið. Gjörbreytt rekstrarumhverfi í sjávarútveginum frá því sem áður var - það er krafan um hagræð- ingu og hagnað - hefur átt af- gerarandi þátt í þessari þróun. Í ljósi arðsemiskröfunnar sáu menn að sjávarútvegurinn, hvort heldur er bátar eða vinnsluhús, gátu af- kastað mun meiru en nokkru sinni var þörf á eða aflaheimildir fyrir. Nauðsynlegt reyndist að breyta þessum veruleika og í þeim tilgangi var stofnaður Þró- unarsjóður sjávarútvegsins, skv. lögum sem gildi tóku snemma sumars 1994. Forveri hans var Hagræðingarsjóður sjávarútvegs- ins. Félagsleg aðgerð Lög um Þróunarsjóð voru sett á Alþingi þá um vorið, en þegar málið var rætt á þingi sagði Þor- steinn Pálsson, þáverandi sjávar- útvegsráðherra, að hlutverk sjóðs- ins væri að stuðla að hagræðingu, enda væru fiskvinnslufyrirtækin í landinu „... byggð upp fyrir mun meiri vinnslu en þar fer nú fram. Bæði hefur aflinn minnkað og eins hefur breytt ráðstöfun aflans leitt til þess að lægra hlutfall fer til vinnslu í landinu,“ eins og ráð- herrann komst að orði í þingræðu 22. febrúar 1994 og bætti við: „Þróunarsjóðinn er unnt að nota til þess að styrkja nauðsynlega, fjárhagslega endurskipulagningu sjávarútvegsfyrirtækja sem nú ganga í gegnum tímabundna erf- iðleika vegna aflasamdráttar, en nú blasa augljóslega við ný og vandasöm verkefni vegna tak- markaðra þorskveiðiheimilda. Það er raunverulegur vandi sem við stöndum frammi fyrir í mörgum byggðum. Að minni hyggju eig- um við því ekki að hika við að grípa til félagslegra aðgerða af þessu tagi. Þeirra er nú þörf.“ Situr uppi með Straumneshúsið Á árunum sem í hönd fóru veitti Þróunarsjóður sjávarútvegsins miklum fjármunum til úrelding- ar fiskiskipa og vinnsluhúsa vítt og breitt um land. Að sögn Hin- riks Greipssonar, framkvæmda- stjóra sjóðsins, voru lög og reglur sem sjóðurinn starfaði eftir þann- ig að væri skip eða bátur úreltur var í raun hægt að gera hann út áfram. Með öðrum orðum; kvöð um að fleygið mætti ekki framar gera út var ekki þinglýsarhæf. Sama gilti hins vegar ekki um vinnsluhúsin, þó reyndin yrði sú að í flestum þeirra sem úrelding- arstyrkir fengust út á, var ekki framar unninn fiskur. Aðeins í einu tilviki situr sjóð- urinn uppi með hús sem úrelt var; það er svonefnt Straumneshús á Patreksfirði. Það stendur þar neðst á Vatnseyrinni, er komið nokkuð til ára sinna og ljóst að gera þarf á því miklar endurbæt- ur, eigi það að hýsa einhverja starfsemi í framtíðinni - aðra en sjávarútveg, vel að merkja. Beituframleiðsla og verslunarmiðstöð Athyglisvert er annars að skoða hve fjölbreytt not menn hafa í dag af húsum vítt og breitt um landið, þar sem áður var unninn fiskur. Burðarásarnir í atvinnulífi Ísa- fjarðar voru löngum frystihúsin Gömlum fiskvinnsluhúsum víðsvegar um landið fengið nýtt hlutverk: Draugasetur og slökkvibílar Texti og myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. Í sumar hafa verktakar á vegum Seltjarnarnesbæjar unnið að niðurrifi á hinu gamla frystihúsi Ísbjarnarins á Hrólfskálamel á Seltjarnarnesi, þar sem áformað er að komi í staðinn gervigrasvöllur og blönduð byggð íbúða og þjónustu. Skemmubyggingar norðan gamla frystihússins standa hins vegar áfram, en skipulagstillögur gera einnig ráð fyrir að þær víki í náinni framtíð. Skemmurnar hafa annað hlutverk nú í seinni tíð, en þar er nú æfinga- og þjálfunarstöðin Ræktin og verslun Bónuss. Ísbjörninn rifinn. Mörg ár eru liðin síðan síðast var unninn fiskur í þessu húsi á Hrólfskála- mel á Seltjarnarnesi, en þar stendur til að byggja íbúðir og þjón- ustuhús í náinni fram- tíð auk þess sem gervi- grasvöllur verður á þessu svæði. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 20

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.