Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2006, Page 12

Ægir - 01.04.2006, Page 12
12 L O Ð N U L Ý S I á lýsi er að breytast til batn- aðar. Hvernig er þá best að mæta þörfum fólks fyrir ómega-3 fitusýrur í fæðinu? Neysluvenjur fólks eru tals- vert mismunandi og því er væntanlega engin ein leið sem hentar öllum. Hefð- bundna leiðin, þ.e. að borða fisk og taka inn lýsi virðist vera á undanhaldi hjá neyt- endum, einkum hjá ungu fólki (9). Önnur leið er að bæta ómega-3 fitusýrum í al- geng matvæli, annað hvort á örhúðuðu formi eða með fóðrun dýra á ómega-3 ríku fóðri. Þriðja leiðin er síðan að gera það kleift að neyta lýsis eins og um matarolíu væri að ræða. Hugmyndin um að nýta lýsi sem grunn í t.d. sal- atolíur eða á annan hátt sem matarolíu er vænlegur kostur fyrir fólk sem er meðvitað um hollustu lýsis. Til þess að gera loðnulýsi að matarolíu þarf að efla gæðarannsóknir á lýsinu og vinna að þróun nýrra afurða úr loðnulýsi. Slíkar rannsókn- ir stuðla bæði að auknum gæðum afurðanna og opna fyrir nýja og verðmeiri mögu- leika en núverandi nýting loðnulýsis í fóður fyrir dýr og fiska gerir. Loðnulýsi í majónes Nýlega var gerð tilraun á Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins til að kanna hvort nýta mætti loðnulýsi eins og mat- arolíu (10). Rannsakað var hvort nota mætti loðnulýsi í stað jurtaolíu í eggjalaust majónes vegna víðtækra notkunarmöguleika þessarar vöru í salatsósur og ýmsar kaldar sósur. Margt bendir til þess að lýsi í ýrulausn eins og majónes séu stöðugra gagnvart þránun en hreint lýsi. En majónes er framleitt þannig að það myndast ýru- lausn (emulsion) þar sem olí- an (eða lýsið) er dreifð um vatnsfasann í örsmáum drop- um. Þá hafa ýmis ýruefni reynst gagnleg til þess að auka stöðugleika og geymslu- þol gagnvart þránun. Niður- stöður þessa verkefnis lofa góðu um að hægt sé að tryggja stöðugleika loðnulýsis gagnvart þránun í eggjalausu majónesi og þar með mögu- leika á notkun loðnulýsis til manneldis. Afrakstur verkefnisins er tillaga að afurð úr loðnulýsi í formi majóness sem gæti hentað í bragðmikla sal- atsósu, t.d. með fiskréttum, þar sem fiskibragðið fær not- ið sín (Mynd 2). Loðnulýsi hefur ýmsa kosti umfram jurtaolíur og þá einkum með tilliti til ómega-3 fitusýra svo það er ekki slæmur kostur að höfða til þess þegar majónes, sem oft er tengt óhollustu, er annars vegar. Nánari rann- sóknir þarf um áhrif hráefnis- gæða og vinnsluaðferða til þess að unnt sé að álykta um hvort almennt sé hægt að nota loðnulýsi í matvæli eða markfæði með viðunandi bragðgæðum. Tilvitnanir 1. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. 2006. Fræðsluvefur Rf, Fisktegundir, Loðna. http://fraedsluvefur.rf.is/Undirflokk- ur/fisktegundir/Lodna/ 2. Barlow, S. 2001. Fishmeal and oil - supplies and markets. Presentation to Ground Fish Forum, October 2001. IFFO Resources and Markets, http://www.iffo.org.uk/Supplies.pdf. 3. Margrét Bragadóttir, Snorri Þórisson og Baldur Hjaltason. 1992. Þránun Lýsis. Rit Rf 32. http://www.rf.is/media/ut- gafa//Rit-32.pdf 4. Bragadóttir M, Pálmadóttir H, Kristbergs- son K. 2002. Seasonal changes in chem- ical composition and quality parameters of capelin (Mallotus villosus). Journal of Aquatic Food Product Technology 11 (3/4): 87-103. 5. Uauy, R & Valenzuela, A. 2000. Marine oils: The health benefits of n-3 fatty acids. Nutrition 16 (7/8): 680-684. 6. Bengmark, S. 1998. Ecoimmunonut- rition: A challenge for the third millenni- um. Nutrition 16 (7/8): 563-572. 7. Barlow, S.M., Young, F.V.K, Duthie, I.F. 1990. Nutritional reccommendations for _-3 polyunsaturated fatty acids and the challenge to food industry. Proc. Nutr. Soc. 49: 13-21. 8. Barlow, S., Young, V. 1988. New uses for fish oils. Food manufact. 10: 75-78. 9. Emilía Martinsdóttir, Kolbrún Sveinsdótt- ir. 2006. Hvert stefnir fiskneysla Íslend- inga? Ægir 99 (1): 12-14. 10. Margrét Bragadóttir, Ása Þorkelsdóttir, Irek Klonowski, Helga Gunnlaugsdóttir. 2005. The potential of using capelin oil for human consumption. Skýrsla Rf /IFL report 12 - 05:1-18. http://www.rfisk.is /media/utgafa//Skyrsla12-05.pdf . Mynd 3. „Ætla má að notkun á loðnulýsi til manneldis gæti stóraukið afurðaverðmæti úr loðnu ef hægt væri að nýta það sem heilsuafurð til manneldis.“ Leiðrétting Í síðasta tölublaði Ægis var birt grein sem ber yfirskriftina „Frekari rannsókna er þörf á áhrifum kælingar á gæði til að auka verðmæti ferskra fiskafurða“ eftir dr. Guðrúnu Ólafsdóttur, Emilíu Martinsdóttur og Héléne L. Lauzon, sérfræðinga á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Í upphafi greinarinnar féllu niður nokkrar línur. Rétt er upphaf greinarinnar eftirfarandi - feitletruð eru þau orð sem féllu burt: „Á undanförnum árum hefur magn og verðmæti ferskra fiskafurða sem hlutfall af útfluttum afurðum vaxið mjög hratt. Gera má ráð fyrir að í náinni framtíð verði lögð enn meiri áhersla á útflutning á kældum fiskafurðum til að styrkja stöðu íslenskra sjávarafurða í samkeppni við frystar afurðir sem nú koma í sívaxandi mæli frá Asíu á Evrópumarkað. Endurbætur á vinnsluferlum og bætt stýring strax um borð í fiskiskipum geta stuðlað að aukinni nýtingu, gæðum og geymsluþoli kældra afurða á markaði erlendis.“ aegirapril-48breitt.qxp 5/11/06 12:45 PM Page 12

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.