Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2006, Page 25

Ægir - 01.04.2006, Page 25
25 Æ G I S V I Ð T A L I Ð minnstu. Flestir Borgarfjarðabáta eru gerðir út á línu en hinir smærri stunda þó færri. Allir línubátarnir eru með land- beitta línu og á neðri hæð stóra hússins hjá Fiskverkun Karls er góður beitninga- skúr, ef skúr skyldi kalla, með beitu- frysti. „Það voru fiskleysisár þessi fyrstu ár eftir að Kaupfélagið lokaði frystihúsinu. Það var hræðilegt ástand alveg frá 1991- 1995. Þetta var svo slæmt að það var ekki einu sinni nægur fiskur til að halda uppi vinnu hjá þessum fáu hræðum sem ég var með í vinnu,“ segir Kalli og bætir við samskiptum sínum við bankakerfið. „Þarna árið 1993 var ég kominn með langtímalán í vanskil út af þessu afla- leysi. Búnaðarbankinn var minn við- skiptabanki. Hér eystra var nýbúið að skipta um útibússtjóra og nýi útibússtjór- inn útvegaði mér viðtalstíma hjá öðrum aðalbankastjóranum í Reykjavík til að skoða hvort ekki væri með einhverjum hætti hægt að koma þessu í skil. Þetta var um hávetur og erfið færð en ég gat brotist yfir fjallið daginn áður og mætti á tilsettum tíma hjá bankastjóranum í Reykjavík. Þá tók á móti mér aðstoðar- bankastjóri og sagði mér að Sólon aðal- bankastjóri mætti ekki vera að því að tala við mig núna. Þeir væru hinsvegar búnir að fara yfir mín mál og það væri sko alveg klárt mál að Búnaðarbankinn færi ekki að lána á svona stað eins og Borgarfjörð eystra til svona verkefna, það væri hlutverk Byggðastofnunar að gera það. Þetta tjáði hann mér þar sem hann stóð í dyrunum án þess að bjóða mér sæti. Á sama tíma var bankinn að lána hundruð milljóna og afskrifa annað eins til hótel- og veitingahúseigenda í Reykjavík. Ég hef aldrei mætt öðrum eins dónaskap frá opinberum aðila á mínum ferli eins og þarna. Ég varð veru- lega reiður yfir þessu og þetta er áður en bankarnir voru einkavæddir og Bún- aðarbankinn var að fullu í eigu ríkisins. Menn hafa nú verið hræddir um afstöðu bankanna til landsbyggðarinnar eftir einkavæðingu en ég held hún hafi skán- að frá því sem var. Þegar ég kom heim daginn eftir heimsóknina í bankann syðra sá ég í sjónvarpinu lesna auglýs- ingu undir fallegri mynd af landsbyggð- inni. Þar auglýsti Búnaðarbankinn: „Þar sem þið eruð að störfum þar erum við líka“. Þetta fannst mér veruleg ósvífni eftir þá reynslu sem ég fékk þarna,“ seg- ir Kalli. Hann segist þarna hafa fengið smá fyrirgreiðslu hjá Byggðastofnun og síðan hefði grásleppuvertíðin um vorið verið góð þannig að úr þessu hefði ræst og lánin komist í skil. Harðfiskur og hákarl eru aukabúgreinar Vinnslan hjá Kalla hefur alltaf verið nán- ast eingöngu saltfiskur, þótt hann grípi í annað með. „Ég get fryst smávegis en það er bara pínulítið. Þetta er svona fyrir trygga einstaklinga sem alltaf hafa viljað fá fisk hjá mér, smávegis í verslanir og svo fyrir hótel og veitingahús,“ segir Kalli. Svo er það harðfiskurinn, hann þykir góður en harðfiskurinn er verkað- ur í þurrkklefa á neðri hæð fiskverkunar- hússins, þar sem hann nýtir orkuna sem kemur frá kælingu frystivélanna til þurrkunar. „Sjáðu grindurnar sem ég nota,“ segir Kalli þegar við göngum um harðfiskverkunina til að skoða. „Þetta eru eggjahillurnar úr útungunarvélinni, frá því ég var með gæsaræktina, ég sný þeim bara við og þurrka þannig á þeim,“ segir hann. Harðfiskurinn er aðallega seldur á heimamarkaði á Austurlandi. „Þetta fer mikið í ferðamennina og svo þekkja margir heimamenn þennan fisk og vilja hann.“ Og harðfiskurinn verður brátt aðgengilegri hjá Kalla því við inn- ganginn á efri hæð fiskverkunarhússins er hann að útbúa móttöku fyrir gesti og gangandi. Þar verður hægt að kaupa harðfisk og hákarl og kynna sér starf- semina, enda koma þúsundir ferða- manna, innlendra og erlendra, til Borgar- fjarðar eystra á hverju sumri. Þeir vilja fræðast um lífið á staðnum og á hverju menn þrífast þar. Önnur aukabúgrein Kalla er hákarlaverkun. Hákarlinn er Hús Fiskverkunar Kalla Sveins á Borgarfirði eystra. aegirapril-48breitt.qxp 5/11/06 12:45 PM Page 25

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.