Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2006, Page 11

Ægir - 01.06.2006, Page 11
11 F I S K I D A G U R I N N M I K L I verði uppi á teningnum í ár,“ segir Júlíus, en vart verður lýst með orðum því hafi tjalda, fellihýsa og húsbíla sem fyrir augu bar á Fiskidag- inn mikla í fyrra. Enn meira lagt í fiskisúpu- kvöldið Í fyrra var í fyrsta skipti boðið upp á svokallað fiskisúpu- kvöld föstudagskvöldið fyrir Fiskidaginn. Svo verður einnig nú og verður enn meira lagt í það í ár en í fyrra, sem segja má að hafi verið einskonar prufukeyrsla. „Fiskisúpukvöldið er þannig upp byggt að húseigendur í bænum eru með opið hús og bjóða gestum og gangandi upp á fiskisúpu, auk annars meðlætis. Þetta tókst frábær- lega vel í fyrra og gerði mikla lukku. Í fyrra var boðið í fiskisúpu í 36 húsum í bæn- um, en núna veit ég að gest- gjafarnir verða enn fleiri, lík- lega vel yfir 50. Fólk er þegar farið að bera saman bækur sínar með fiskisúpuuppskriftir og mér er kunnugt um að í ýmsum görðum verður boðið upp á skemmtiatriði, trú- badúrar taka lagið og fleira verður í boði,“ segir Júlíus. Tónlistarveisla með um þrjátíu dagskráratriðum Í tengslum við sjálfan Fiski- daginn verður ýmislegt á boðstólum á menningarsvið- inu. Til dæmis verður Karla- kór Dalvíkur með tónleika í Dalvíkurkirkju að kvöldi fimmtudagsins 10. ágúst og aftur kl. 18 á föstudaginn, en á báðum þessum tónleikum flytur kórinn sérstaka sjó- mannalagadagskrá, sem hann hefur sett saman og flutt við mikla hrifningu. Dagskrá sjálfs Fiskidagsins er smám saman að taka á sig mynd. Júlíus segir að á fyrstu Fiskidögunum hafi aðstand- endur fengið m.a. aðkeypta skemmtikrafta, en það sé lið- in tíð. Nú sé svo komið að tugir fyrirspurna berist um að fá að troða upp á Fiskidag- inn. „Við reynum að verða við sem flestum óskum þar að lútandi og ég get lofað afar fjölbreyttri dagskrá í ár þar sem tónlistin verður ekki síst í hávegum höfð, eigin- lega má tala um tónlistar- veislu. Tónlistaratriðin verða um þrjátíu talsins, þetta er allskonar tónlist, nefna má hljómsveitina Roðlaust og beinlaust, Rúnar Júlíusson, Ragga Bjarna, Helga og hljóð- færaleikarana, blúshljómsveit þar sem erlendir spilarar koma við sögu og margt, margt fleira,“ segir Júlíus. Vert er að geta þess að forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, verður heiðursgestur Fiskidagsins mikla í ár og er þetta í fyrsta skipti sem forsetinn heiðrar daginn með nærveru sinni. Landsins stærsta fiskasýning Í fyrra var varðskipið Týr við bryggju á Dalvík á Fiskidag- inn og segir Júlíus að Land- helgisgæslan hafi fullan hug á því að taka einnig þátt í deg- inum í ár með einum og öðr- um hætti, það eina sem gæti komið í veg fyrir það væri ef skylli á þorskastríð! Þá má ekki gleyma árviss- um viðburði sem er fiskasýn- ing Skarphéðins Ásbjörnsson- ar, en í fyrra sýndi hann 171 fiskategund á Fiskideginum mikla og hann stefnir að því að tegundirnar verði yfir 180 í ár og þar með verði þetta langstærsta fiskasýning sem haldin hafi verið hér á landi. Um 300 sjálfboðaliðar gera Fiskidaginn mögulegan Fiskidagurinn mikli er sem fyrr segir hreint ævintýri og hann væri ekki haldinn nema vegna þess að íbúar í Dalvík- urbyggð leggjast allir á eitt við að gera hann sem vegleg- astan og vinna í ómældri sjálfboðavinnu það sem þarf að gera í aðdraganda dagsins og á deginum sjálfum. Bara það að pakka fiskinum inn í álpappír, tugþúsundir matar- skammta, tekur mikinn tíma, að ekki sé talað um annan undirbúning. Júlíus Júlíusson segir ekki ofmælt að um 300 sjálfboðaliðar komi með ein- um eða öðrum hætti að Fiskideginum og hann segist vera af hreykinn af þeirri já- kvæðni og gleði sem frá upp- hafi hafi einkennt Fiskidaginn og sé að stórum hluta að þakka því jákvæða viðhorfi sem birtist öllum myndum hjá íbúum Dalvíkurbyggðar í garð þessarar fjölsóttu fjöl- skylduhátíðar. „Fólk hér nýtur þessar hátíðar út í ystu æsar og leggur sig fram um að taka vel á móti gestum og ég er mjög hreykinn af því. Í ár fáum við líka liðsinni átján sjálfboðaliða frá níu þjóð- löndum, sem verða hér í nokkra daga í aðdraganda Fiskidagsins og taka þannig þátt í undirbúningi hans og vinna einnig á sjálfan Fiski- daginn. Ætlunin er að Friðrik V, matreiðslumeistari á Akur- eyri, verði með bás á Fiski- daginn þar sem ætlar ásamt sjálfboðaliðunum að töfra fram rétti frá löndum þeirra,“ segir Júlíus Júlíusson. r on, Heita má að allir blettir á Dalvík hafi verið þaktir tjöldum, húsbílum eða fellihýs- um. Skarphéðinn Ásbjörnsson á heiðurinn af landsins stærstu fiskasýningu sem árlega er sett upp á Fiskidaginn mikla. Í fyrra sýndi Skarphéðinn 171 fisktegund, en í ár er markmiðið að tegundirnar verði yfir 180 talsins. Salka-Fiskmiðlun var með bás þar sem m.a. var boðið upp á sérstaka Nígeríu- súpu, en fyrirtækið er stór útflytjandi hertra fiskafurða til Nígeríu. aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 11

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.