Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2006, Qupperneq 13

Ægir - 01.06.2006, Qupperneq 13
13 L Í F R Í K I S J Á V A R „Ég neita því ekki að ég hef nokkrar áyggjur af kríunni. Það hefur óvenju lítið sést af henni í vor og það sama má segja um rituna og fýlinn. Ég geri mér hins vegar ekki grein fyrir hvað veldur þessu,“ segir Jón Eiríksson, Drangeyjarjarl í Skagafirði, sem lengi hefur fylgst vel með fuglalífi í Skagafirði, ekki síst í og við Drangey. Viðkomubrestur hjá sjófuglinum Jón Drangeyjarjarl deilir þess- um áhyggjum með mörgum öðrum fuglaáhugamönnum sem segja að viðkomubrestur hafi orðið hjá ýmsum sjó- fuglategundum. Ægir ræddi við Hörð Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóra hvalaskoð- unarfyrirtækisins Norðursigl- ingar á Húsavík og áhuga- mann um lífríki sjávar, og komu fram hjá honum sömu áhyggjur af sjófuglunum, einkum ritu og lunda, og þá sagði hann líka greinilegt að ástand kríunnar væri heldur bágborið. Hörður spyr sig hvað valdi þessu og hann bætir við að nú bregði svo við að sáralítið sjáist af hrefnu í Skjálfanda, sem er mikil breyting frá því fyrir fáum árum þegar 20-30 hrefnur héldu sig alla jafna á Skjálfanda og þær „héldu uppi“ hvalaskoðuninni á þessu hafsvæði. „Vísinda- menn frá Hafró hafa verið hér og í Eyjafirði að undan- förnu í þeim tilgangi að koma fyrir litlum gervihnatta- sendum í hrefnunni. Þeir hafa aðeins fundið 4 hrefnur hér á Skjálfanda og 5 hrefnur í Eyjafirði. Þetta kemur heim og saman við það sem við höfum upplifað hér í hvala- skoðuninni í sumar. Það er sáralítið um hrefnu hér í sum- ar, mun minna en fyrir nokkrum árum. Ég velti vöngum yfir því hvort skýr- ingin kunni að vera sú sama og með sjófuglana, nefnilega sú að lítil sem engin loðna sé hér á svæðinu. Þetta er áleitin spurning og menn verða með öllum ráðum að reyna að fá henni svarað. Í þessu sam- bandi er rétt að hafa í huga að menn eru að veiða vel á línu, en sjómenn segja jafn- framt að greinilegt sé að fisk- urinn sé heldur illa á sig kominn og banhungraður. Hann vantar sem sagt æti. Það er staðreynd að niður með vesturströnd meginlands Evrópu og austurströnd Bandaríkjanna hafa menn líka horft á viðkomubrest sjó- fugla vegna ofveiði fisk- stofna. Þetta helst nefnilega allt í hendur og ef einn hlekkurinn í fæðukeðjunni klikkar geta afleiðingarnar orðið mun víðtækari,“ segir Hörður og kallar eftir um- ræðu um þetta mál, enda sé það stærra en svo að menn geti látið það framhjá sér fara. Hnúfubakur og steypireyður Sem fyrr segir hefur lítið sést af hrefnu á Skjálfanda í sumar og segist Hörður hafa miklar efasemdir um að „hinar opin- beru tölur“ um fjölda hrefna við landið, um 44 þúsund stykki, sé rétt. Hins vegar segir Hörður að töluvert hafi verið um hnúfubak í sumar, allt að sex í einu, og hafa þeir heldur betur kryddað til- veruna fyrir þá fjölmörgu sem leggja leið sína út á Skjálf- anda í hvalaskoðun, en Hörður segir að á milli 20 og 30 þúsund manns fari í hvala- skoðun í sumar á vegum Norðursiglingar. Og þá hafa steypireyðar látið sjá sig, fólki til óblandinnar ánægju. Þann 3. júlí sáust til dæmis þrjár steypireyðar á Skjálfanda, sem er mjög óvenjulegt. Sem fyrr gerir Norðursigl- ing út fjóra báta á hvalaskoð- un á Skjálfanda í sumar og hefur gengið bærilega vel frá því að vertíðin hófst í apríl sl., en þó var maímánuður nokkuð erfiður vegna hins harða og síðbúna norðan- áhlaups í þeim mánuði. „Það starfa um þrjátíu manns á okkar vegum í kringum hvalaskoðunina í sumar og annað eins af fólki starfar í kringum veitingasöluna. Þetta skiptir því miklu máli fyrir ferðaþjónustuna hér og ég tel að ferðaþjónustan hafi sem atvinnugrein smám saman verið að eflast,“ segir Hörður, en mikill meirihluti farþega í hvalaskoðun er erlendis frá, Þjóðverjar eru fjölmennastir en einnig eru Skandinavar, einkanlega Svíar og Danir, áberandi svo og Hollending- ar. Tveir af hvalaskoðunarbátum Norðursiglingar á Húsavík, Náttfari og Haukur, við bryggju á Húsavík. Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar á Húsavík. Af hverju er lítið af sjófugli og hrefnu? - spyr Hörður Sigurbjarnarson, fram- kvæmdastjóri Norðursiglingar og áhuga- maður um lífríki sjávar aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 13

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.