Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2006, Page 16

Ægir - 01.06.2006, Page 16
16 Þ O R S K E L D I S J Ó S T A N G V E I Ð I kvæmni í rekstri og hámarks- áhrif ljóss á þorskinn. Um er að ræða svokallað CC kerfi (cold cathods) með bylgju- lengd ljóss á græn-bláu sviði. Niðurstöður frumrannsókna við hönnun hinna nýju ljósa sýna að þorskur hefur mikla næmni fyrir þessari bylgju- lengd ljóss, auk þess sem ljósin sjálf og búnaðurinn notar mun minna rafmagn en venjuleg hvít ljós. Hvar stöndum við í dag og hvert er framhaldið? Á undanförnum misserum hefur Rf, í samvinnu við fjöl- marga aðila, s.s. Hraðfrysti- húsið Gunnvöru í Hnífsdal, og með styrkjum frá Byggða- stofnun, ráðuneytum iðnaðar- og sjávarútvegs, auk Orkubús Vestfjarða, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi einnig hafið viðamikla uppbyggingu rann- sóknaraðstöðu til þorskeldis- rannsókna í sjókvíum í Ísa- fjarðardjúpi. Markmið upp- byggingarinnar er að skapa aðstöðu til þorskeldisrann- sókna í sjókvíum og verður aðstaðan aðgengileg þeim aðilum sem stunda þorskeldi og rannsóknir tengdar þorsk- eldi í landinu. Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins hefur í samstarfi við innlenda og erlenda aðila hlotið rannsóknastyrk frá Evr- ópuráðinu og Tækniþróunar- sjóði Rannís til að hefja rann- sóknir á sviði þorskeldis í sjó- kvíum. Þær rannsóknir hófust í júní sl. og standa yfir í þrjú ár. Nú þegar hefur norskt fyr- irtæki, sem er leiðandi á sviði ljósabúnaðar, Intravision Group (www.intravision.no) í Osló, sent nýjustu gerð ljósa- búnaðar til Ísafjarðar til að nota við rannsóknirnar. Það er því ljóst að nú eru að hefjast viðamiklar rann- sóknir á líffræði þorsks í eldi og mjög mikilvægt er að sem flestir komi að því samstarfi, enda er það sameiginlegt hagsmunamál að þroskeldi geti orðið að hagkvæmri at- vinnugrein. Vandamálin eru mörg og þau spyrja ekki um lönd eða landamæri. Heimildir 1. Rosenlund G. og Skretting M (2004). ICES Ráðstefnan í Bergen 13-16.júní. 2. Hemre G.I. og fleiri (2004). Aquacult- ure Research 35, bls.683-697. 3. Bromage og fleiri (2001). Aquaculture 197, bls.63-98. 4. Taranger G.L. og fleiri (1998). Aqu- aculture 162, bls.85-98. 5. Björnsson B.Þ og fleiri (1998). Aqu- aculture 166, bls.117-140. 6. Davie A. og fleiri (2003). Fish Physi- ology and Biochemistry 28, bls.399- 401. 7. Eckert R. og fleiri (1988). Animal Physiology. W.H. Freeman and Company. USA. Þýskir sjóstangveiðimenn láta til sín taka á Vestfjörðum þessi misserin. Frá því í apríl hafa þeir sótt stíft frá Tálkna- firði og Súðavík og ætlunin er að Þjóðverjarnir fiski fram í lok september. Þýsku sjóstangveiðimenn- irnir eru komnir til landsins á vegum ferðaskrifstofu í Ham- borg sem hefur sérhæft sig í sölu á sjóstangveiðiferðum, en til þessa hefur fyrst og fremst verið horft til Noregs og Kanada með sjóstangveiði, en Ísland er nú sem sagt komið inn í myndina og „kemur sterkt inn“, eins og oft er haft á orði. Það hefur ekki gerst að sjálfu sér að hingað sæki þýskir sjóstangveiðimenn. Málið hefur lengi verið í und- irbúningi. Stofnað var félag um verkefnið, Fjord Fishing, og að því komu til að byrja með Tálknafjarðarhreppur, Súðavíkurhreppur og Vestur- byggð. Á síðari stigum komu eigendur Bátasmiðju Guð- mundar og Bátalands inn í verkefnið, en Bátasmiðja Guðmundar hefur þegar framleitt tíu sjö metra báta til þess að nota í sjóstangveið- ina. „Hver 25 manna hópur er hér í viku og á hverjum þriðjudegi eru áhafnarskipti,“ segir Snæbjörn Geir Viggós- son hjá Tálknafjarðarhöfn. „Fólkið lætur mjög vel af þessu. Á björtum sumarnótt- um getur það ekki hugsað sér að fara að sofa og er að langt fram á nætur. Mér heyr- ist á þeim að aflabrögðin hér séu mun betri en þeir eiga að venjast í t.d. Noregi eða Kanada, en margir þessara manna eru þrautreyndir sjóstangaveiðimenn og eyða sumarfríum sínum í sjóstang- veiði. Þeir hafa t.d. farið til Brasilíu og Argentínu. Mér heyrist að það eina sem þeir eru ekki alveg sáttir við sé löng keyrsla frá Keflavík hingað vestur. Það þyrfti að koma því á að flogið verði hingað vestur með hópana. Það myndi muna miklu,“ sagði Snæbjörn Geir og bætti við að nú þegar væri vel bók- að fyrir næsta ár. Ísland virð- ist því vera komið inn á kort evrópskra sjóstangveiði- manna. Þýskir sjóstangveiði- menn á Vestfjörðum aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 16

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.