Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2006, Síða 20

Ægir - 01.06.2006, Síða 20
20 S K E M M T I F E R Ð A S K I P Skemmtiferðaskipum til Ís- lands hefur fjölgað ár frá ári. Skipin hafa líka verið að stækka og því hefur farþegum skipanna fjölgað mjög. Þetta þýðir töluverða aukningu í tekjum þeirra hafna sem taka á móti þessum skipum og ekki síður aukast tekjur þeirra fyrirtækja sem þjónusta farþegana og skipin. Nefna má flutningafyrirtæki, verslan- ir, olíusölufyrirtæki o.fl. Frá árinu 2000 til 2005 varð hvorki meira né minna en 138% fjölgun farþega skemmtiferðaskipa til Akur- eyrar. Þessi tala segir allt sem segja þarf um mikinn vöxt í þessum geira ferðaþjón- ustunnar. Stóraukning tekna af skemmtiferðaskipum Það segir sína sögu að 20% af tekjum Akureyrarhafnar, sem er næststærsta mótttökuhöfn skemmtiferðaskipa á Íslandi, á eftir Reykjavíkurhöfn, eru vegna komu skemmtiferða- skipa til bæjarins. Fyrir fimm til sex árum voru tekjur af skemmtiferðaskipum aðeins um 5% af heildartekjum Ak- ureyrarhafnar. Með öðrum orðum; skemmtiferðaskipin eru farin að vega þungt í rekstri Akureyrarhafnar og það á líka við um fleiri hafn- ir, t.d. má nefna mikla fjölgun skemmtiferðaskipa til Ísa- fjarðar. Af öðrum höfnum sem taka á móti skemmti- ferðaskipum má nefna Grundarfjörð, Keflavík, Húsa- vík, Seyðisfjörð og Vest- mannaeyjar. 77 skip til Reykjavíkur - 57 til Akureyrar Í það heila koma 77 skemmtiferðaskip til Reykja- víkur í sumar, en til Akureyr- ar koma 57 skip. Aldrei áður hafa jafnmörg skip komið til Akureyrar og þar af leiðandi er um metfjölda farþega að ræða til bæjarins. Stór hluti farþega sem kemur með skemmtiferða- skipum til Akureyrar fer upp í rútur við skipshlið og fer í stuttar skoðunarferðir út fyrir bæinn, vinsælust er ferð aust- ur að Goðafossi og í Mý- vatnssveit. En alltaf er þó þónokkur stór hópur fólks sem lætur sér nægja að skoða Akureyri. Stærsta skip þessa sumars kom til Akureyrar 3. júlí sl., Costa Atlantica, sem er 85.619 brúttórúmlestir að stærð, en þetta er stærsta skip sem nokkru sinni hefur kom- ið til Akureyrar. Í 57 skemmtiferðaskipum sem koma til Akureyrar í sumar eru samtals 44 þúsund farþegar og um 22 þúsund manns í áhöfnum - heildar- fjöldi í þessum skipum er því um 66 þúsund manns. Markvisst markaðsstarf skilar sér Pétur Ólafsson, skrifstofustjóri Akureyrarhafnar, segir að markvisst markaðsstarf Cruise Iceland, sem er samráðsvett- vangur þeirra hafna hérlendis sem taka á móti skemmti- ferðaskipum, hafi verið að skila þessari aukningu í kom- um skemmtiferðaskipa til Ís- lands. Pétur á ekki von á því að aukningin verði hlutfalls- lega næstu ár í takti við þá aukningu sem hefur orðið síðustu árin, en hann býst þó við enn frekari aukningu. Bendir Pétur á að nú sé verið að smíða mörg stór skemmti- ferðaskip og vitað sé að ein- hver þeirra muni leggja leið sína hingað á norðurslóðir á næstu árum. Það megi því allt eins gera ráð fyrir fjölgun stórra skipa. Í því sambandi segist Pétur vita til þess að von sé á 110 þúsund brúttó- rúmlesta skipi til Akureyrar næsta sumar, Grand Princess, sem verður þá 25 þúsund brúttórúmlestum stærra skip en það stærsta í sumar. 40% farþega eru Þjóðverjar „Höfnin ræður vel við þessa aukningu, en það er hins vegar spurning um ýmsa aðra þjónustu fyrir fólkið. Ég nefni salernisaðstöðu, sem þyrfti að bæta úr, og þá er óneitanlega orðið töluvert erfitt að fá 20% af tekjum Akureyrarhafnar af skemmtiferðaskipum Þann 19. júní sl. komu tvö skip til Akureyrar, Albatros og Mona Lisa. Akureyrarhöfn hefur markvisst unnið að því síðustu ár að bæta aðstöðu til móttöku skemmtiferða- skipa. aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 20

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.