Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2006, Side 25

Ægir - 01.06.2006, Side 25
25 S V I P M Y N D Nafn og starf: Hannes Sig- urðsson útgerðarmaður og framkvæmdastjóri Fiskiðjunn- ar Vers í Þorlákshöfn Aldur: 56 ára. Fjölskylduhagir: Giftur Þór- hildi Ólafsdóttur og eigum tvö uppkomin börn. Ferill í sjávarútvegi: Ég byrjaði fimmtán ára til sjós, þá var mér af góðum mönn- um leyft að vera þrjár vikur á síldarbát. Seinna var ég sum- arpart á humar en af alvöru byrjaði ég í þessu í kringum tvítugt og var þá háseti hér á Þorlákshafnarbátum. Þetta leiddi til þess að ég dreif mig í Stýrimannaskólann. Skip- stjóri var ég í tólf ár eða svo, lengst á eigin bát, Jóhönnu ÁR 206. Síðan kom ég í land og hef nú í um tuttugu ár verið útgerðarmaður og fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar Vers í Þorlákshöfn, þar sem við einbeitum okkur að salt- fiskvinnslu. Minnisstæð aflahrota: Fyrir tíma kvótakerfisins meðan menn gátu veitt nánast ótak- markað voru aflahroturnar hér við suðurströndina stund- um ótrúlegar. Um páskaleytið var landburður af fiski, ekki var óalgengt að eftir daginn væru menn að fá þrjátíu til fjörutíu tonn af fiski á sjötíu til áttatíu tonna bátum. Þessir tímar eru sveipaðir ævintýra- ljóma, en mikið skelfilega var maður stundum þreyttur eftir daginn. En það er fallegt þeg- ar vel veiðist, eins og gömlu mennirnir sögðu. Fisk á disk: Steikt ýsa með kartöflum og laukfeiti er allra besti matur sem ég fæ. Þetta er kjarngóður íslenskur heim- ismatur, nokkuð sem ég gæti hugsað mér í hvert mál, satt að segja. Hins vegar er þetta alltof sjaldan á borðum, enda er fólk endalaust að spá í lín- urnar. Verkefnin framundan: Humarvertíðinni er að ljúka og þá fara bátarnir tveir sem ég geri út, Jóhanna og Sand- víkingur ÁR 14 í slipp. Síðan ætla ég sjálfur að reyna að komast eitthvað í sumarfrí, til dæmis í veiðitúra í Sogið og Rangárnar. Hvalveiðar eða friðun: Hvalveiðar - án nokkurs hiks. Mikilvægt er að halda jafn- vægi í lífríkinu og þess vegna eru hvalveiðar svo nauðsyn- legar. Allar rannsóknir sýna að hvalurinn étur ókjörin öll af þeim nytjastofnum sjávar sem eru okkur Íslendingum mikilvægastir og sem betur fer virðist eitthvað vera að rofa til með að við hefjum veiðar að nýju, samanber þá niðurstöðu sem fékkst á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins á dögunum. Er lífið saltfiskur: Að sjálf- sögðu og þar gilda engar málamiðlanir. Það var víst Halldór Laxnes sem sagði í Sölku Völku að saltfiskur væri inntak tilverunnar og einhvertíma endur fyrir löngu skrönglaðist ég í gegnum þá bók. Annars les ég sorglega lítið, mest af mínum tíma fer í að verka saltfisk. Hvað þarf sjávarútvegur- inn helst í dag: Óskalistinn er afar langur og þegar helstu atriði á lista dagsins í dag tæmast verða mörg önnur komin í staðinn. Í raun þarf sjávarútvegurinn fyrst og síð- ast frelsi og færri boð og bönn, til að geta vaxið og dafnað. Menn að mínu skapi: Skip- stjórar eins og Eggert Gísla- son á Gísla Árna, Haraldur Ágústsson á Reykjaborginni og fleiri þeim líkir voru hetjur bernsku minnar. Fyrr á tíð ýttu fjölmiðlar líka undir að þessir menn yrðu goðsagnir, sakir úthalds, dugnaðar og aflasældar. Ég ber alltaf mikla virðingu fyrir þessum mönn- um og ævistarfi þeirra. Hvað er í saltpæklinum: Í pækli höfuðs míns er alltaf hugmynd um útflutning á saltlausum harðfiski. Í raun- inni er búið að þróa þessa framleiðslu en það strandar allt á markaðsstarfi; að þeir sem því eiga að sinna kýli á þetta og klári málið. Hafið bláa hafið hugann dregur: Ég og Þórhildur eig- um og starfrækjum veitinga- staðinn Hafið bláa sem stend- ur við ósa Ölfusár. Reksturinn hefur gengið vel hingað til og aðsóknin fer stöðugt vaxandi. Sumarið er háannatími og raunar er ferðamannatíminn alltaf að lengjast. Framtíðin mun því skera úr um hvernig til tekst með þennan rekstur, sem er einskonar gæluverk- efni okkar. -sbs Ævintýralegar aflahrotur Hannes Sigurðsson, útgerðarmaður í Þorlákshöfn. aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 25

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.