Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2006, Qupperneq 30

Ægir - 01.06.2006, Qupperneq 30
30 S K I P A S M Í Ð I Tengsl STS Teiknistofu og Skipsteknisk AS í Álasundi hafa leitt til þess að nú hefur verið ákveðið að Þormóður rammi-Sæberg láti smíða tvö fullkomin togveiðiskip sam- kvæmt teikningu frá Skips- teknisk AS. Nú þegar hefur eitt skip í Noregi verið smíðað samkvæmt þessari sömu teikningu, Vesttind, sem er gert út frá Álasundi, og hefur það reynst frábærlega vel. Bjarni Ásmundsson segist lengi hafa unnið mikið fyrir Þormóð ramma-Sæberg og hugmyndin að nýsmíði fyrir fyrirtækið hafi borið á góma í samtölum hans við forráða- menn fyrirtækisins. „Ég sagði þeim að ástæðulaust væri að ég eyddi allt að einu ári í það að hanna fyrir þá nýtt skip, með tilheyrandi kostnaði, þegar til væru úti í Noregi teikningar af skipi sem væru mjög í takt við það sem þeir vildu fá. Þeir samþykktu að skoða þetta og innan fárra daga var málið klárt og kom- ið á góðan rekspöl,“ segir Bjarni. Nú þegar hefur verið samið um smíði skipanna í skipasmíðastöðinni Solstrand í Noregi en árið 2004 var skip eftir sömu teikningu smíðað þar eins og áður segir. Skipa- smíðastöðin Solstrand hefur því aflað sér góðrar þekking- ar á smíði slíks skips sem kemur bæði henni og Þor- móði ramma-Sæbergi til góða við smíðina. Vesttind, sem áður er nefndur, hefur bæði rækju- og bolfiskvinnslu um borð, hefur reynst gríðarlega vel, að sögn Bjarna. Skipið er í eigu norska útgerðarmanns- ins Kjell Inge Rökke og stundar m.a. rækjuveiðar við Svalbarða og bolfiskveiðar í Barentshafi. „Um er að ræða um 70 metra löng togveiðiskip, 14,60 metra breið. Þetta eru fullkomin flakaveiðiskip og hönnunin tekur mið af því að rekstur þeirra verði eins hag- stæður og nokkur kostur er og má þar nefna að allt spil- kerfi er rafmagnsdrifið, að- eins spilkranar eru með glussa, skipin koma til með að brenna þykkustu svartolíu sem hægt er að finna, sem auðvitað er mun hagkvæmari kostur en hefðbundin diesel- olía eins og talað var um hér að framan. Í skipunum verð- ur ný tegund af skrúfuhringj- um og skrúfublöðum, sem hefur skilað mjög góðum ár- angri og við höfum vissu fyrir því að þessi tegund hringa og skrúfublaða er að skila allt að 10-15% olíusparnaði við fullt álag. Skipin verða sérstaklega styrkt til þess að sigla í ís.“ Til þess að varpa ljósi á stærð hinna nýja skipa Þor- móðs ramma-Sæbergs má nefna að þau eru í „stærðar- flokki Vilhelms Þorsteinsson- ar EA,“ eins og Bjarni orðar það. „Þessi nýju skip eru miklu stærri og fullkomnari en þau fjögur skip sem Þor- móður rammi-Sæberg gerir út í dag og afkastageta þeirra er töluvert meiri en samanlögð Ákveðið að smíða tvö ný togskip fyrir Þormóð ramma-Sæberg Fyrirkomulagsteikning hinna nýju togara sem Þormóður rammi-Sæberg lætur smíða fyrir sig í Noregi. Sigurbjörgin, frystiskip Þormóðs ramma-Sæbergs, að koma fánum prýdd inn í höfnina í Ólafsfirði. aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 30

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.