Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2006, Blaðsíða 31

Ægir - 01.06.2006, Blaðsíða 31
31 S K I P A S M Í Ð I afkastageta núverandi fjög- urra skipa félagsins,“ segir Bjarni aðspurður um hversu stór þessi skip séu. „Um borð er rými fyrir þrjátíu manna áhöfn. Sjálfvirknin um borð verður mikil og þá ekki síst á millidekki, og þægindi fyrir mannskapinn verða eins og best verður á kosið. Þannig verða tölvu- og sjónvarpsskjá- ir og internettengingar í öll- um vistarverum skipverja o.s.frv. Samandregið eru þetta að mínu mati stórglæsi- leg og vel heppnuð skip.“ Þegar hefur verið samið um smíði umræddra skipa við skipasmíðastöðina Sol- strand AS í Noregi, eins og áður segir, og verða bygging- arnúmer þeirra nr. 86 og 87. Bjarni segir að Skipsteknisk hafi náð hagstæðum samn- ingum við Solstrand, sem fyrst og fremst komi til af ná- inni samvinnu milli fyrirtækj- anna, en Solstrand hefur margoft smíðað skip sem Skipsteknisk hefur hannað. „Solstrand er í þessu dæmi fyllilega samkeppnisfært í verði við skipasmíðastöðvar á Spáni, í Þýskalandi, Chile eða í Póllandi. Til Taiwan eða Kína höfðu menn ekki áhuga að fara með smíði þessara skipa.“ Af búnaði um borð má nefna að aðalvél skipanna og skrúfubúnaður verður af gerðinni Wärtsila, 6000 kW, spilkerfi verður frá Aker- Brattvaag og íbúðir verða innréttaðar í sérsmíðuðum einingum. Þá er gert ráð fyrir að fiskileitartæki verði að stærstum hluta frá hinum ýmsu framleiðendum í Nor- egi. Hvort skip kemur til með að geta borið á bilinu 800- 1000 tonn af afurðum og má reikna með að skipin verði á bilinu 35-40 daga í hverjum túr. Ætla má að aflaverðmæti skipanna á ári verði allt að 2 milljarðar miðað við núver- andi fiskverð og gengi. Fyrra skipið á að afhenda í lok árs 2008 og það síðara nokkrum mánuðum síðar. Kleifaberg, frystiskip Þormóðs ramma-Sæbergs, á miðunum. Eitt af núverandi skipum Þormóðs ramma-Sæbergs - Mánaberg ÓF. Myndir: Björn Valur Gíslason. aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.