Ægir

Volume

Ægir - 01.06.2006, Page 33

Ægir - 01.06.2006, Page 33
33 F I S K I S T O F N A R N I R og í upphafi árs 2007 er áætl- að að hann verði 745 þús. tonn. Árgangur 2001 er met- inn næst minnsti árgangur sem fram hefur komið síðan 1955, aðeins 61 milljón nýlið- ar, en árgangur 2002 er met- inn 164 milljónir. Árgangur 2003 er lítill eða 127 milljónir og árgangur 2004 mjög lítill eða um 88 milljónir þriggja ára nýliða. Fyrsta mat á ár- gangi 2005 bendir til að hann gæti verið um 166 milljónir. Aðgerða er þörf Hafró telur að í ljósi þess að ekki hafi tekist að ná mark- miðum um nýtingu þorsk- stofnsins á undanförnum árum, m.a. vegna hærra veiðihlutfalls en mælt hefur verið með, sé ástæða til að benda á nauðsyn þess að grípa til aðgerða svo von sé á að betri árangur náist og stofninn nái fyrri styrk. Eðli- legt sé í þessu sambandi að stjórnvöld setji sér markmið við endurreisn stofnsins og dragi úr afla næstu ára svo hrygningarstofn nái að vaxa í þá stærð sem gefur langtíma hámarksafrakstur, 350-400 þús. tonn. „Hafrannsóknastofnunin leggur til að gripið verði til markvissra aðgerða með setn- ingu aflamarks og endur- skoðun aflareglu. Jafnframt er lagt til að núgildandi reglur um hámarksmöskvastærð í netum verði í gildi enn um sinn. Auk þess leggur stofn- unin til, í ljósi þess að hlutfall stórfisks í stofninum hefur lækkað mikið á undanförnum áratugum, að farið verði sér- staklega yfir það hvort þörf sé á frekari verndunaraðgerð- um á hrygningarslóðum,“ segir í ástandsskýrslu Hafró. Óvissa með vöxt ýsunnar Ýsustofninn hefur verið að styrkjast á undanförnum árum. Á síðasta ári var heild- arafli ýsu 97 þúsund tonn, sem var 15% aukning frá fyrra ári og er þetta mesti ýsuafli í fjóra áratugi. Athygl- isvert er að nú eru um 20% heildaraflans fyrir Norður- og Austurlandi ýsa, en hún sást varla á þessum slóðum hér á árum áður. Gert er ráð fyrir að afli yfirstandandi árs verði 110 þúsund tonn. Samkvæmt gögnum Hafró eru ýsuárgangar 1998-2000, 2002 og 2003 allir stórir, 2001 árgangurinn lítill, en árgang- arnir 2004 og 2005 nálægt meðallagi. Hafró segir ákveðna óvissuþætti um stofnmat ýsu. „Mesta óvissan í núverandi stofnmati lýtur þó ekki að stofnstærð heldur því hvernig ýsan kemur til með að vaxa á árunum 2005-2008. Ekki er heldur útilokað að brottkast á árunum 2006 og 2007 geti haft áhrif á þróun stofnstærð- ar en umfang brottkasts fer m.a. eftir útbreiðslu árgangs 2003 miðað við aðra árgan- ganga. Ef forsendur um áætlaðan vöxt ganga eftir mun stór hluti árgangs 2003 verða rúmu hálfu ári á eftir meðal- árgangi í vexti og stór hluti hans vera um 40 cm að lengd árið 2007. Hann verður þá að miklu leyti undir viðmiðunar- stærð og ef árgangurinn held- ur sig á svipuðum svæðum og eldri fiskur gæti brottkast orðið verulegt og skyndilok- anir tíðar á næsta ári Á árinu 2008 ættu brottkast og skyndilokanir vegna árgangs 2003 hins vegar að verða að mestu úr sögunni.“ Hafró lagði til 95 þúsund tonna hámarksafla í ýsu á næsta fiskveiðiári, en sjávar- útvegsráðherra ákvað að leyfa 10 þúsund tonna meiri afla, 105 þúsund tonn. Áfram sama sókn í ufsann Á síðasta ári var ufsaaflinnn um 69 þúsund tonn, sem er 13% aukning heildarafla frá árinu 2003. Ufsaaflinn hefur aukist um 5-12 þúsund tonn á ári undanfarin fimm ár. Ríf- lega 4% ufsaaflans á árinu 2005 veiddust í net og jókst netaafli um þriðjung frá árinu 2004. Hlutdeild botnvörpu í heildarafla árið 2005 var ríf- lega 85% en hefur lengst af verið yfir 60%. Að því gefnu að ufsaaflinn á þessu ári verði nálægt heildaraflamarki fiskveiðiárs- ins 2005-2006, um 80 þús. tonn, er reiknað með að veiðistofn ufsa í ársbyrjun 2007 verði um 305 þús. tonn og að hrygningarstofn verði um 136 þús. tonn. Hafró bendir þó á að hafa beri í huga að nokkur óvissa sé um mat á stærð stofnsins, vegna þess að stór, illa ákvarðaður árgangur, 2002, sé að bætast við stofninn og óvissa ríki um þyngd og kynþroska. Nýliðun ufsasafnsins var léleg á árunum 1990-1998, en Hafró hefur eins og komið hefur fram miklar áhyggjur af þorskstofninum. Stofnunin vill að dregið verði úr sókninni og þannig verði hafin markviss uppbygging stofnsins til lengri tíma. aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 33

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.