Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2006, Side 37

Ægir - 01.06.2006, Side 37
37 S L Y S A V A R N A S K Ó L I N N T Æ K N I Eins og venja er til er Sæ- björginni, skipi Slysavarna- skóla sjómanna, siglt hringinn í kringum landið í sumar og hefur skipið viðkomu á nokkrum höfnum þar sem haldin eru námskeið fyrir sjó- farendur. Sumarferðin hófst í Grund- arfirði og síðan var haldið til Þorlákshafnar og þaðan aust- ur á Djúpavog og í Fjarða- byggð. Á Akureyri var nám- skeið fyrr í þessum mánuði og að því loknu fór Sæbjörg- in í slipp á Akureyri. Þráður- inn verður síðan tekinn upp í ágúst og haldin nokkur nám- skeið á Akureyri, áður en haldið verður til Ísafjarðar og ferðinni lýkur síðan aftur með öðru námskeiði í Grund- arfirði. Almennt er um að ræða endurmenntunarnámskeið, en á Djúpavogi var þar að auki boðið upp á sérstakt námskeið fyrir smábátasjó- menn. Hilmar Snorrason, skóla- stjóri Slysavarnaskóla sjó- manna, segir að fjölmargir sjómenn sæki nú þau endur- menntunarnámskeið sem eru í boði, en frá og með næstu áramótum tekur gildi reglu- gerð sem kveður á um að menn fá ekki lögskráningu nema að hafa tekið endur- menntunarnámskeið á fimm ára fresti að lágmarki. HB Grandi hf. hefur samið við Marel hf. um kaup á nýrri teg- und vinnslukerfis fyrir ufsa. Kerfið er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum og stór- eykur sjálfvirkni, afköst, nýt- ingu og verðmæti vinnslunnar. Áætlað er að verðmæti samn- ingsins sé um 60 milljónir króna. Þessi tækni felur það í sér að beingarðurinn er dreginn út með sjálfvirkum hætti í stað hefðbundins beingarðs- skurðar. Til að tryggja bein- lausa afurð og viðhalda gæð- um eru öll flök röntgenskoð- uð á eftir beinatínslu. Með þessari aðferð verður af- skurður minni og nýtist því meira af fiskholdinu í verð- mætari afurðir. Helsti ávinningur við rekstur línunnar er eftirfar- andi: 1. Betri nýting vinnuafls og þar af leiðandi afkasta- aukning. 2. Betri nýting í aðalafurð- ir, sem eykur tekjur á hvert hráefniskíló. 3. Aukin heildarnýting með hraðara gegnumstreymi hráefnis. 4. Aukin gæði með röntgeneftirliti og minni með- höndlun. 5. Möguleiki á sívinnslu. Hin nýja vinnslulína hefur verið í þróun í 5 ár og hófst með samstarfsverkefni norskra fiskvinnslufyrirtækja og Marel hf. um aukna sjálf- virkni í þorskvinnslu. Vinnslulínan hefur undan- farna mánuði verið aðlöguð fyrir ufsa í samstarfi við HB Granda með mjög góðum ár- angri og hefur nú verið keyrð með fullum afköstum síðustu vikur. Slysavarnaskóli sjómanna: Hringferð Sæbjargar Nokkrir af þátttakendum á námskeiði Slysavarnaskóla sjómanna á Djúpavogi í júní sl. Myndir: Birgir Ágústsson/www.djupivogur.is Á námskeiðum Slysavarnaskóla sjómanna eru þátttakendur þjálfaðir m.a. í að takast á við eld og reykköfun. Skjámynd af fiskflaki með beinum í, við gæðaskoðun Við nýju vinnslulínuna. Eggert B Guðmundsson, forstjóri HB Granda, Hörður Arnar- son, forstjóri Marels hf ., Torfi Þorsteinsson, framleiðslustjóri HB Granda og Jón H. Haraldsson, ráðgjafi í sjávarútvegi, Marel hf. Nýtt vinnslukerfi HB Granda fyrir ufsa aegirjuni06qxp 7/7/06 1:18 PM Page 37

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.