Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2009, Side 14

Ægir - 01.06.2009, Side 14
14 F I S K M A R K A Ð I R Þinganes, nýta sér einnig að selja ákveðnar tegundir aflans á mörkuðunum og þannig eru þarfirnar mismunandi milli viðskiptavina. Lykillinn að því að gera sem flestum kleift að nýta sér markaðina er tölvukerfið hjá Reiknistofu fiskmarkaða sem gerir að verkum að menn þurfa ekki að fara úr húsi heldur geta þeir látið tölvuna á borðinu hjá sér vakta mark- aðinn og láta vita þegar inn í kerfið er tilkynnt um fisk sem viðkomandi hefur hug á. „Oftast eru það dýrustu starfs- mennirnir sem sjá um inn- kaupin í fyrirtækjunum og skiptir miklu fyrir fyrirtækin að þeir þurfi sem minnst að fara af vinnustaðnum til að kaupa. Við lögðum mikla vinnu í að þróa þetta sölu- kerfi í gegnum Netið með belgískum sérfræðingum og það hefur að mínu mati tekist frábærlega vel.“ Mun betra ár en búist var við Hjá Fiskmarkaði Suðurnesja hefur árið verið óvenju gott það sem af er og segir Ragnar að um markaðinn hafi farið um eitt þúsund tonnum meira en fyrri hluta ársins 2008. „Þessi aukning núna er ótrú- lega mikil og verðið er tals- vert hærra en í fyrra. Það skapast meðal annars vegna gengis krónunnar. Hún er að hjálpa til hjá þeim sem eru að flytja út ferska fiskinn með flugi, sem eru, eins og ég sagði áðan, stærstur hópur þeirra sem hefur viðskipti á markaðnum hjá okkur. Ef fram fer sem horfir verður þetta gott ár,“ segir Ragnar en seljendur hjá markaðnum skipta hundruðum yfir árið. „Ég verð að segja eins og er að þetta ár er til muna betra en ég átti fyrirfram von á og það á við um a.m.k. alla stærri markaðina á landinu,“ segir Ragnar Kristjánsson að lokum. Nokkrir viðskiptavinir mæta á gólfið hjá Fiskmarkaði Suður- nesja á degi hverjum og ganga þar frá sínum viðskiptum. Sitja við tölvuna og fylgjast með hvernig klukkan rúllar fram og stimpla inn tilboð þegar þeir hitta á hagstætt verð. Í þessum hópi er Hall- grímur Arthúrsson sem á og rekur Verslunarfélagið Ábót í Sandgerði. Hann hefur mörg undanfarin ár verið í samstarfi við skoska fiskvinnslufyrirtæk- ið Whitelink Seefood í Freser- burgh í Skotlandi og útvegar Skotunum skötusel, steinbít og karfa. Fiskurinn er fluttur utan sjóleiðina og fullunninn í Skotlandi. Síðan er hann seldur í verslanir og veitinga- hús á meginlandi Evrópu. „Skötuselurinn hefur komið mjög sterkt inn undafarið og veiðist víða. Áður hélt hann sig fyrst og fremst hér við sunnanvert landið en er núna nánast um allan sjó, meðal annars fyrir norðanverðu landinu. Það er breyting frá því sem áður var sem menn rekja til þess að sjórinn sé hlýrri en áður var,“ segir Hall- grímur og bætir við að fram- boðið á fiski hafi að undan- förnu verið ágætt. Það eigi meðal annars við um skötu- selinn, en algengt kílóverð á fiskmörkuðum landsins, sem eru samtengdir í einu heild- stæðu tölvukerfi, hafi gjarnan verið 450 til 500 kr. Þetta sé dýr fiskur, gjarnan boðinn á bestu veitingastöðum og sú staðreynd ráði miklu um verðlagið. Hallgrímur Arthúrsson hjá Verslunarfélaginu Ábót. Hallgrímur Arthúrsson mætir á fiskmarkaðinn daglega til að kaupa fyrir fyrir fiskvinnslufyrirtæki í Skotlandi: Á höttunum eftir skötusel, steinbít og karfa Ragnar með myndarlegan skötusel. Sá fiskur er eftirsóttur á markaðnum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.