Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2009, Side 30

Ægir - 01.06.2009, Side 30
30 F R É T T I RH A F N I Jafn stígandi hefur undanfarin ár verið í fjölda skemmtiferða- skipa sem koma til Ísafjarðar. Á þessu sumri verða skipin 28 en voru 21 á síðasta ári. Með þessu er Ísafjörður þriðji fjöl- sóttasti áfangastaður skemmti- ferðaskipa sem koma til lands- ins, næst á eftir Reykjavík og Akureyri. „Starfsumhverfið hef- ur breyst mikið undanfarin ár. Minni afli kemur á land en áð- ur var. Á síðustu dögum höfum við þó séð ákveðna breytingu með strandveiðunum. Þær hleypa lífi í allt,“ segir Guð- mundur Kristjánsson, hafnar- stjóri Hafna Ísafjarðarbæjar. Hafnir Ísafjarðarbæjar urðu til, sem sjálfstætt fyrirtæki, þegar sveitarfélög á norðan- verðum Vestfjörðum samein- uðust í eitt árið 1996. Undir hatti fyrirtækisins eru hafnirn- ar á Ísafirði, Suðureyri, Flat- eyri og Þingeyri. Í fyrra var á þessum fjórum stöðum land- að um 18 þúsund tonnum af afla, en 27 þúsund tonnum árið 2006. Þar ræður meðal annars skerðing í þorskveiði- heimildum árið 2007 en einn- ig breytingar á útgerðar- mynstri. Þrír skuttogarar Sé litið á stöðuna í einstaka höfnum þá var um 13.000 tonnum af afla landað á Flat- eyri árið 1997, eða á þeim tíma þegar skelfiskvinnsla þar stóð í blóma. Síðar dróst vinnslan saman en náði sér síðan aftur á strik þegar um- svif Kambs hf. voru sem mest. Árið 2006 komu til dæmis um 10.000 tonn af afla, mest bol- fiski, þar á land. Kambur hætti starfsemi árið 2007 sem þýddi algjört hrun í lönduð- um afla og í fyrra var á Flat- eyri aðeins landað um 1.000 tonnum. Nú er hins vegar nýtt útgerðarfyrirtæki að hasla sér völl í útgerð á Flateyri, Eyraroddi, og umsvifin við höfnina að aukast. Í tímans rás hafa smá- bátakarlar í talsvert miklum mæli róið frá Suðureyri og gjarnan tíu til fimmtán bátar yfir sumartímann, að sögn hafnarstjórans. Á Suðureyri var í fyrra landað liðlega 3.000 tonnum af afla sem í verulegum mæli fer í vinnslu þar á staðnum. Á Þingeyri komu á land í fyrra um 1.000 tonn af afla. Það er verulegur samdráttur frá fyrri árum, eða frá þeim tíma þegar byggða- kvótaáætlun Ísafjarðarbæjar og Vísis hf. var í gildi en um 12.000 tonnum af afla landað á Þingeyri árið 1998. Síðan þá hefur verið æði rokkandi hve mikill afli berst árlega á land í kauptúninu við Dýrafjörð, þar sem Vísir hf. starfrækir fisk- vinnslu þangað sem afla er Skemmtiferðaskip og smábátar vaxtarbroddar í Ísafjarðarhöfnum: Strandveiðin hleypir lífi í allt Frá Þingeyri. Þingeyrarhöfn er hluti Hafna Ísafjarðarbæjar. Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Hafna Ísafjarðarbæjar.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.