Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Side 3

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Side 3
I. árg. 3. tbl. 1938. rOUOGMEHNING l||l MÁL OG MENNING Til félagsmanna. Ég ætla í þetta sinn að vera mjög stuttorður, því að mjög skammt verður þanga'ð til að næsta hefti kemur út, og mun það verða stærra. í því verður gerð ítarleg grein fyrir útgáf- unni næsta ár, en flestar bækurnar eru þegar ákveðnar. Rit Björns Franzsonar. Ég vil strax koma að þeirri bók, sem félagsmenn bíða eftir með mestri eftirvæntingu og vaxandi óþolinmæði, riti Björns Franzsonar um efnisheiminn. Það hefur því miður dregizt allt of lengi, að bókin gæti komizt út, efnið hefur orðið höfundin- um seinunnara en hann bjóst við að yrði. Nú er bókin langt komin, aðeins síðustu kaflarnir óskrifaðir, og hún er prentuð jafnóðum. Við leggjum allt kapp á, að hún komist út fyrir jólin. og svo á að geta orðið, nema eitthvert sérstakt óhapp komi fyrir. Samt höfum við gefið upp allar vonir um það, að bókin kom- ist fyrir jól til þeirra félagsmanna, sem fjarst búa Reykjavík, eða þeirra landshluta, sem verstar samgöngur eru við. Rauðir pennar koma nú út í fjórða skipti. Ég vil engu spá um það, hvernig mönnum falla þeir í geð. Þó hljóta menn að meta það mik- ils, að fá þar í heilu lagi jafn frábært listaverk og Kvæðið um fangann í hinni ágætu þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Sumir inundu kannski kjósa, að Rauðir pennar flyttu meira af skáld- skap en þeir gera að þessu sinni og má bæta úr því næst, ef við heyrum, að félagsmenn óska þess. Mál og menning heldur áfram að vaxa. Frá því siðustu bækur komu út, hafa bætzt við 2—3 hundr- uð nýrra félagsmanna. Við höfum þó ekki enn þá tölur frá öll- um umboðsmönnum. Það þarf ekki að draga það í efa, þegar allar bækur þessa árs verða útkomnar og félagsmenn hafa feng- ið þær í hendur, þá verða þær til að auka svo vinsældir Máls og menningar, að félagatalan kemst upp í það takmark, sem við settum okkur síðast: 5000 félagsmenn fyrir 1. janúar. 1

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.