Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Blaðsíða 16
leikföngin ekki alltaf mest virði fyrir barnið. Ódýra tnsku- brúðan, sem litla stúlkan getur saumað föt á, klætt og afklætt, hefur meira gildi fyrir þroska hennar og veitir henni meiri gleði en dýra og skrautlega brúðan, sem helzt verður að silja ósnert uppi á skáp eða kommóðu, ef hún á ekki að skemmast. „Leikir og leikföng“ er bók, sem ætti að vera kærkomin öll- uni foreldrum og kennurum, en fleiri þurfa einnig að lesa liana og færa sér hana i nyt, því að ábyrgðin af uppeldi ungu kyn- slóðarinnar hvílir ekki eingöngu á aðstandeiidum og kennurum barnanna, heldu einnig á ölluni, sem umgangast þau og hafa áhrif á breytni þeirra með fordæmi sínu. Bókin er prýdd 30 ágætum myndum og er mjög ódýr, kost- ar aðeins kr. 3.50. Hróðmar Sigurðsson frá Reyðará. Guðmundur Daníelsson: Gegnum lystigarðinn. I. Söguþráðurinn er í stuttu máli á þessa leið: ^Aðalpersónan, Hrafn Halldórsson, lendir í harðvitugri deilu við bræður sína út af soðningarstykki. Hann er skáld, yrkir smákvæði í laumi, en nýtur fremur lítils álits á heimilinu, enda eftirbátur bræðra sinna í verklegum afköstum. Deilunni lýkur á þann hátt, að hann gerir uppreisn gegn hinni hefðbundnu Htilsvirðingu, lileyp- ur á brott og þykist þess umkominn að afla sér frægðar og frama. Fyrsti áfangastaðurinn er nokkur vegavinnutjöld, sem standa á árbakkanum sunnan við brúna. Þar eru saman komnir ungir strákar, m. a. Símon fiðluleikari, H. P. bílstjóri og Guðmundur Hrólfsson kraftamaður, tveggja manna maki. Heimsfrægðin er hin stóra hugsjón allra þessara manna. — Um liaustið sundrast liópurinn, en leið flestra liggur til Reykjavíkur. Hrafn skáld verð- ur lierbergisfélagi Símonar fiðluleikara. Og þessir tveir ungu menn heyja stranga baráttu fyrir listinni, hvor á sínu sviði. Hrafn fær birt eftir sig nokkur kvæði, sem strax vekja athygli. Hann kynnist stúlku, verður ástfanginn og herðir enn á sókn- inni, ákveðinn að sigrast á öllum torfærum. En barátta þessara tveggja listamanna fær. lítið veglegan enda. Símon fiðluleikari lætur smám saman undan siga. Hann gift- ist, leggur liljómlistina að mestu til hliðar og verður að lokum velmetinn starfsmaður i einu isliúsi bæjarins. — Ástmey Hrafns Halldórssonar hefur flutzt norður i land. Hann tekst ferð á 14

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.