Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Blaðsíða 17
hendur að vetrarlagi til að liitta liana, en þá er hún gift ein- um kunningja hans úr vegavinnunni, misheppnuðu skáldi, sem leitar afdreps í heimspekilegum bollaleggingum. Hrafn Halldórs- son gengur vonsvikinn yfir miklar hjarnbreiður með auðvirði- legan pokatausa á bakinu, gistir á afskekktum kotbæ, kvænist heimasætunni og byrjar að hokra. Aftur á móti hefur jötunmennið Guðmundur Hrólfsson fengið hyr undir báða vængi. Hann sýnir erlendum þjóðum sínar furðu- lcgu listir, sem grundvallast einvörðungu á „fólskum krafti“, enda í þann veginn að ná liinu langþráða takmarki, heimsfrægð- inni. Niðurstaða höf. er þessi: Hið vitræna og listræna á sér enga þroskamöguleika. En heimskunni, fáfræðinni og rudda- mennskunni standa allar ieiðir opnar. II. í fyrri bókum sínum hefur Guðm. Daníelsson sýnt, að hann býr yfir óvenjulega frjórri og þróttugri stílgáfu. Og það þarf ekki að lesa margar blaðsiður í þessari nýju sögu hans til að ganga úr skugga um, að hér er maður á ferðinni, sem kann að halda á penna, ef hann vill það viðhafa. En hitt fer heldur ekki fram hjá, að víða er stíllinn mjög hroðvirknislegur, fellur alls ekki að efninu og líkist einna helzt sendibréfsrabbi, þar sem allt er látið flakka. Slíkur skortur á sómasamlegum vinnubrögð- um er ófyrirgefanlegur manni með gáfum og dugnaði Guðm. Daníelssonar. Það vekur einnig undrun og gremju, að höf. skuli hvað eftir annað nota aldanskt málskripi, eins og „svo gott sem“. Þá eru persónulýsingarnar talsvert misjafnar. Ástmey Hrafns Halldórsonar minnir fremur á óraunverulega huklukonu, sveip- aða rómantískri þoku, en nútímastúlku í Reykjavík. Sjálf sögu- hetjan er örsjaldan leidd fram á sjónarsviðið sem lifandi ])átt- takandi í viðburðunum, lieldur sagt frá henni í fréttastil. Hins vegar eru þeir Guðmundur kraftamaður og Baldvin heimspek- ingur ævinlega sjálfum sér samkvæmir. Og aukapersónur eins og litla systir Bína eða Olga verða lesandanum ógleymanlegar; svo skýrt eru þær mótaðar með örfáum pennadráttum. — En þrátt fyrir ýmsa smíðisgalla og stílgalla, sem að mínu áliti stafa fyrst og fremst af þvi, að höf. hefur ekki gefið sér tíma til að vinna verkið eins alúðlega og æskilegt liefði verið, þá býr þessi bók yfir ótvíræðum kostum, sem lofa miklu í framtíðinni. Enda þykir mér fátt trúlegra en Guðm. Daníelsson muni innan fárra ára skrifa bækur, sem skipi honum veglegan sess meðal for- ystuskálda þjóðarinnar. Ólafur Jóh. Sigurðsson. 15

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.