Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Blaðsíða 7
hjá tónskáldunum fyrir þjóðlegum sérkennum og fyrir því að leggja íslenzk þjóðlög til grundvallar verkum sínum. Vér kveðjum Pál og þökkum honum fyrir upplýsingarnar, en vér sjáum, að liann hefur gleymt að minnast á eitt, sem lesa má alls staðar i dómum um tónlistarhátíðina, að verkum hans sjálfs, sem þar voru flutt, var liið bezta tekið bæði af gagnrýn- endum og áheyrendum, og framkoma hans sem stjórnanda var hin virðulegasta og Islandi til sóma. Sigurður Thorlacius: Ritlist. Frá því á ritöld og fram á seinni liluta 19. aldar var ritleikni, listin að skrifa fagra rithönd, í miklum metum á íslandi. Og það svo, að óvíst er, að á nokkrum öðrum stað á hnettinum hafi þessi lisl náð meiri þroska, skapað fullkomnari verk. Hin geysi- lega atliygli, sem ljósprentun Ejnars Munkgaards af islenzkum liandritum hefur vakið, víðs vegar um heim, er talandi vitni i þessu máli. Islendingar eiga þvi i þessari grein þjóðleg menn- ingarverðmæti, sem mikils er um vert. En nú um skeið hefur þessi dýrmæti arfur verið fremur litils metinn með þjóð vorri. Hann er geymdur á söfnum i skugga, ryki og myglu, en of lítið hefur verið að því unnið að láta hann bera ávöxt á grænu limi hins lifandi þjóðstofns. Álitið er, og ég ætla vissulega með réttu, að um 50—80 ár hafi skriftin verið í niðurlægingu hér á landi, bæði meðal al- mennings og lærðra manna. Menn hafa skrifað illa og stært sig 5

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.