Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Blaðsíða 18
Ingibjörg Benediktsdóttir: Frá afdal til Aðalstrætis. Ljóð. 1938. Þetta er 160 blaðsiðna bók og meirihlutinn tækifærisljóð. Höf- undurinn virðist ekki gera kröfu til mildllar skáldfrægðar og lætur lítið yfir sér i kvæðunum. Þau eru ýmist ort við hin dag- legu störf eða á hljóðum einverustundum, þegar næturkyrrðin grúfir yfir. En við lestur bókarinnar skynjar maður hak við ljóðin næma og ástríka konu, sem fylgist öðrum fremur með hinum duldu liræringum, er leynast undir hrjúfu yfirhorði hvers- dagsleikans. Viðfangsefni hennar eru sjaldnast dramatísk eða stórhrotin. Hún yrkir um fólkið, sem hún hefur kynnzt á lífs- leiðinni, um systur sínar, aíþýðukonurnar, um góðskáldin okk- ar, Stephan G. Stepliansson og Þorstein Erlingsson, um vorblæ- inn og sólskin hinna bláu sumardaga. Það er reynsla alþýðu- konunnar, sem kvæðin túlka, og þrá hennar eftir fegurra og bjartara lífi. Leiðrétting' á nokkrum prentvillum í Tveim sögum eftir Galsworthy. Félagsmenn eru heðnir að færa leiðréttingar á eftirtöldum prentvillum inn í eintök sin af Tveim sögum. Leiðréttingarnar eru frá þýðandanum, Boga Ólafssyni. bls. 22, 10. lina neðan frá: hafði létt af honum í skapi, les: hafði létt honum í skapi — 43, 4. 1. neðan frá: með öllu laust við þrá o.s.frv., les: með öllu laus við o.s.frv. — 46, neðsta lína: ódýrt herhergi o.s.frv., les: ódýrt herhergið o.s.frv. — 53, 2.—3. 1. ofan frá: hann hröklaðist fram, les: hann hrökl- aðist fram úr — 63, 4. 1. neðan frá: Laurence brosti, en í brjóstinu var, les: Laurence brosti, en i brosinu var .... — 80, 10. 1. neðan frá: Þó tekst honum, les: Þó tekst konum — 91, 11. ]. neðan frá: þeir iðrast einir, les: þeir einir iðrast — 133, 10.—11. 1. að ofan: Þakklæti hans ... varð ekkert langætt, les: Þakklæti hans ... varð ekki langætt — 135, 7.—8. 1. neðan frá: Hann ... starði sinnulaus á rúm o.s. frv., les: Hann ... starði sinnulaust á rúm o.s.frv. 16

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.