Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Qupperneq 10

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1938, Qupperneq 10
Rithöndunum þyrfti að fylgja skýringar og ágrip af sögu skrift- arinnar á þessu tímabili. Á ég erfitt með að trúa, að slíkt rit, ef vel vœri til þess vandað, yrði ekki vinsælt meðal almenn- ings og vel til þess fallið að vekja áhuga fyrir ritlistinni. Og það verðum vér að muna, að i skriftinni speglast sál þjóðar- innar og málsins, eigi síður en einstaklingsins. Á þeim grund- velli verða allar endurbætur á skriftarkennslu vorri að byggjast. Sigurður Thorlacius. Fáein orð um íslenzka málaralist. Frá upphafi byggðar íslands hafa skáldin verið i hávegum höfð. Að einstaklingnura, sem lagði út á skáldahrautina, hefur að vísu oft verið misjafnlega búið, en skáldið sem slíkt hefur verið virt og viðurkennt sem rétthár aðili i þjóðfélaginu. Það hefur verið litið á skáldskapinn sem andlegt verðmæti, jafnvel fjöregg þjóðarinnar, tign hennar og lieiður. í samræmi við þetta álit er hin ahnenna rækt þjóðarinnar við skáldskap og lestur hennar á hókmenntum gegnum allar aldir. Aðrar tegundir lista, t. d. málaralist og hljómlist, hafa fyrst eignazt hér nokkra aðdáendur á þessari öld, en fjarri fer því, að þessar listgreinar liafi eignazt þann sess með þjóðinni, sem þeim að réttu lagi ber. Ég ætla í þetta skipti að vikja með nokkr- um orðum að málaralistinni. Á örskömmum tíma hafa þeir ís- lendingar, sem lagt hafa stund á liana, náð mjög góðum árangri. Það virðist enginn vafi leika á hæfileikum íslendinga til Jiess að fara með línur og liti. Hið litauðga land okkar, með tærri birtu og hreinum línum, virðist jafn máttugt að fóstra málara eins og skáld. Ný grein iistar er að þróast i landinu, listamenn á nýju sviði með ótviræða hæfileika að spretta upp með þjóð- inni. Þetta er hlutur, sem ahnenningur þarf að koma auga á og læra að meta. Sjón málaranna hefur fyrst og fremst beinzt að landinu sjálfu, hinum fögru öræfum, sérkennilegri myndun fjallanna, litfegurð eða töfrum einstakra staða. Iiin spegilskyggndu fjöll, heiður jök- ull eða blár tindur eða einungis grár mosinn verða uppspretta fyrir málarana, litskrúð þeirra og formþrá. Og þjóðin fær að sjá landið sitt með augum málarans í nýju ljósi, lærir skilning og nautn litbrigða og fagurra forma. Átthaginn, sem við llfðum i og sáum ekki neinum augum, verður í litum og línum málar- ans ekki síður en máli og stil skáldsins nýr fyrir sjónum mánns. Nokkrir eru þeir málarar, sem snúa athyglinni að lífi sjálfs fólks- 8

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.