Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Page 3

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Page 3
II. árg. 1. tbl. 1939. MÁL OG MENNIN Til félagsmanna. „Efnisheimurinn" nær almennum vinsældum. Við heyrum úr öllum áttum, að félagsmenn eru mjög þakk- látir fyrir „Efnisheiminn“. Bókin fær ágælustu dóma, þykir inni- halda geysimikinn fróðleik, vera skrifuð af heiðarleik og vand- virkni og vera furðulega létt og auk þess skemmtileg aflestrar. Við höfðunt helzt óttast, að mönnum þætti bókin fullþung á köfl- um. En íslenzk alþýða er greind og vön lestri, og það ætlar að koma á daginn, að hún nýtur bókarinnar fyllilega og þykir efnið hugnæmt að spreyta sig á. Aðeins einstaka menn kvört- uðu um, að bókin mundi vera strembin, en þá helzt áður en þeir byrjuðu að lesa hana. Það er enginn vafi, að hókin nær almennum vinsældum og verður alþýðu til mikils skilningsauka. Nýr straumur í félagið um áramótin. Við verðum að ná takmarkinu 5000 strax í vor. Eftir áramótin, þegar allar bækur fyrra árs voru komnar út, barst enn allmikill straumur nýrra félagsmanna í Vlál og menn- ingu. Við fundum um allt land vakandi starf félagsmanna, og svo að segja hver mnboðsmaður hækkaði talsvert félagatöluna á sínum stað. Menn geta ekki sýnt á annan hátt betur, hvers þeir virða það starf, sein Mál og menning vill leysa af hendi. Við verðum samt enn að hefja nýja sókn, til þess að auka út- breiðslu félagsins. Með næstu bók, sem væntanlega keniur í byrj- un april, munum 'við senda umboðsmönnum í hendur dálítinn leiðarvísi um félagið, sem gerir þeim léttara fyrir að vinna að útbreiðslu þess. Félagatalan yerður a. m. k. að komast upp i 5000 strax í vor. Við megum ekki hvika frá þessu takmarki, því að það eru næg skilyrði til að ná því. Útgáfan í ár. Eftír undirtektum. umboðsmanna að dæma og þeim hréfum, sem við höfum fengið frá öðrum félagsmönnum, kemur ]iað skýrt í ljós^ að menn eru mjög ánægðir yfir þeim bókum,' sem Mál maiogmenhiho ■II' 1

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.