Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Qupperneq 5

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Qupperneq 5
Óska félagsmenn eftir skinnbandi á úrválsljóðum Stephans G.? Við getum hugstrð okkur, að marga félagsmenn langi til að fá úrvalsljóð Stephans G. Stephanssonar bundin í gott skinnr band, og viljum við mjög gjarnan gefa þeim kost á slíku. Eii við verðum þá að biðja félagsmenn að gefa sig fram i tæka tíð, og láta umboðsmenn á hverjum stað vita, hvort þeir óska eftir skinnbandi á þessa bók. Það verður að sjálfsögðu nokkru dýrara. Umboðsmenn. Um alía afgreiðslu á bókum félagsins, pantanir og annað, eru einstakir félagsmenn fyrst og fremst beðnir að snúa sér til næsta umboðsmanns. Við höfum birt skrá yfir nöfn þeirra í tímaritinu. Frá þvi að síðasta hefti var prentað, hafa hætzt við þessir umboðsmenn: Hofsós: Höskuldur Björnsson, Bæ (í stað Guðbrands Magn- ússonar, er fluttist burt af staðnum). Tálknafirði: Albert Guðmundsson, verzlunarmaður. Vík í Mýrdal: Haraldur Jónsson, læknir. Flatey á Breiðafirði: Gestur Ó. Gestur, skólastjóri. Hrísey: Aðalheiður Albertsdóttir, kennari. Vopnafirði: Björn Jóhannsson, skólastjóri. Þá hafa orðið umhoðsmannaskipti á Siglufirði. Gísli Indriða- son flytur burt af staðnum, en við umboðsstarfinu tekur Hannes Guðmundsson, Lækjargötu 10. Stjórn Máls og menningar þakk- ar Gisla Indriðasyni hið prýðilegasta starf í þágu félagsins. Hver á að verða 5. bók Máls og menningar í ár? Margt af þvi, sem nauðsynlegt væri að ræða við félagsmenn í byrjun þessa starfsárs, verður að bíða næsta lieftis. Reikn- ingar félagsins hafa ekki enn þá verið endurskoðaðir, svo að við frestum að birla þá. Ákvörðun hefur ekki verið tekin um val fimmtu bókarinnar, svo að við getum ekki enn tilkynnt, hver hún verður. Við erum með dálítið svipaða hugmynd og þá, sem felst í tillögu Páls Ivristjánssonar hér í heftinu um útgáfu á handbók fyrir heimili, hvað sem úr framkvæmdum verður; — Hverjar eru óskir félagsmanna um val fimmtu bókarinnar? Kr. E. A. Benedikt Blöndal, kennari á Hallormsstað, andaðist 9. jan. siðastl. Þessa merka manns verður getið i næsta hefti. 3

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.