Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Page 6
J Bénedikt frá Auðnum Rödd hans ung og þróttmikil og hið styrka handtak, er ég heimsótti hann siðast rösklega níræðan, vitjar mín aftur við and- látsfregn hans. Ilann ræddi af guðmóði æskunnar um hugstæð- ustu vandamál mannlegs lifs á þeim aldri þegar aðrir menn hafa lengi verið samsamaðir duftinu. Fáir hafa á íslandi lifað feg- urra lífi ineðan kynslóðir risu og linigu en þessi veikbyggði þing- eyski smábóndi, sem átti engan metnað utan sins liéraðs, en var þó flestum betri íslendingur, og stal frá goðunum meira eldi og lengra degi en flestir aðrir menn. Hér verða ekki rakin þau framfaramál, sem Benedikt frá Auðnum lét til sín taka, né löng og inargþætt barátta fyrir auk- inni menningu innan héraðs, þar sem hann var einn helztur frumherji. Hann skildi, að hafning eins héraðs er liafning heils lands. Nafni hans meðal þeirra frumkvöðla íslenzkrar samvinnu- hreyfingar, er liöfðu farsælasta hönd, mun ekki verða gleymt. Mál og menning vill að honum látnum nefna nafn hans, einkum fyrir þá sök, að fáir voru í slíkurn mæli sem hann lifandi ímynd þess anda, sem alþýðlegt bókmenntafélag hlýtur að kosla kapps um að telja sinn. Bókamaður var hann sú fyrirmynd, sem bet- ur ælti eftirlíkjanda í liverri sveit. Smábóndi í fremur afskekkt- um dal í Norðurlandi skapar hann sér ásamt nokkrum vinum möguleika til sjálfsnáms í erlendum málum og þeir taka snemma að lieya sér bóka um langan veg. Með bókasafni Suður-Þingey- inga, sem hann stofnaði ungur og veitti forstöðu til æfiloka, skapaði hann héraði sínu þá menningarstofnun, sem hefur um langt skeið verið súrdeigið í daglegu brauði Þingeyinga, og mun sú stofnun óvíða eiga sinn líka í sveitum, þótt viða sé leitað, bæði sakir þess vals, er einkennir safnið og þess menningar- sti^s, sem útheimtist af notendum þess. Hann var þess mjög hvetjandi, að sýslungar hans legðu stund á erlend mál og fengju þannig tækifæri að vikka sjónarsvið sitt af fjölskrúðugri bók- menntum en þeim, sem íslendingar geta cinir framleitt; sjálf- ur liafði hann kennt sér helztu menntatungur Vesturlanda. Ekki var sá timi, sem Benedikt varði sér til menntunar, tekinn á kostnað daglegrar skyldu, öðru nær; hann var æfinlega störf- um hlaðinn maður, bóndi, sýsluskrifari, bókari i kaupfélági, og

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.