Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Side 11
héldi lífi. En það sorglegasta í liessu er, að við skulum enn
vera að þræða þennan glötunarveg, enda þótt við bæði sjáuni
og skiljum, hvert sú leið liggur, og þrátt fyrir að við höfum
þegar talsvert bolmagn lil þess að risa upp á móti þessu öfug-
streymi.
Þess vegna vil ég enda þessar línur með þvi, að hvetja les-
endur þeirra til þess að leggja öllum ræktunarmálum liðsinni
og þá fyrst og fremst skógræktinni og sandgræðslunni. Það ætti
að vera ljúf skylda allra að veita inálum þessum liðsinni, hæði
með þvi að fylkja sér undir merki Skógræktarfélags íslands og
efla hvers konar aðra starfsemi, er miðar í sömu átt. Skóg-
ræktin, sandgræðslan og öll önnur ræktunarstarfsemi, sem bygg-
ist á heilbrigðum grundvelli, en ekki óheilbrigðri styrktarstarf-
semi, eru málefni, sem allir landsbúar eiga að vinna sameigin-
lega að, án tillits til manngreinarálits, stéttabaráttu, pólitískra
hagsmuna og margs annars, sem tillit verður að taka til í dag-
legu lífi. Hákon Bjarnason.
Umsagnir um bækur.
Theodóra Thoroddsen: Þulur. Heimskringla 1938.
Tvo síðustu áratugi hefur íslenzk ljóðlist tekið miklum breyt-
ingum, sem sumar hverjar eiga vafalaust rót sína i erlendum
jarðvegi. Ný viðhorf skapa nýja tælcni og nýtt efnisval, og þess
vegna getum við sannarlega fagnað því, að skáldin fylgist með
þróun tímans og rigskorðist ekki í ævagömlum bragarháttum
og löngu úreltum viðfangsefnum, og yrki ljóð sín með öðru
sniði en hér tíðkaðist á miðöldunum.
1 þessari umsköpun hefir þulan sætt hörðum örlögum, og er
það illa farið. Ég álit, að hún hafi gegnt svo sérstæðu og merki-
lcgu hlutverki, að miklu væri glatað, ef hún týndist alveg úr
bókmenntum okkar.
í eðli sínu er þulan ekki form hinna meitluðu og rökföstu
hugsana með sterkum og ákveðnum línum, reglubundinni stig-
andi og takmarkaðri efnisvídd. Hún getur fjallað um allt milli
himins og jarðar, án þess að draga út úr nbkkuð sérstakt atriði
og leitast við að gera því full skil. Takmarkanir hennar eru fyrst
og fremst fólgnar í þvi að fella ekkert inn i heildarrannnann,
sem stingur í stúf við hinn lyriska svip og beinir huganum frá
hrynjandinni. — Það er alger misskilningur, að skoða þuluna sem
einstætt ljóð, er hafi ákveðið markmið og innihald, heldur má
9