Tímarit Máls og menningar - 01.03.1939, Side 24
átl við liið austurrússneska ríki, t. d. segir í Hauksbók: „Jafet
byggði Austur-Rússía, þar sem heitir Kænugarður". Jarisleifur
var konungur Kænugarðs, og hið sama faðir hans Valdimar gamli,.
koma háðir við Heimskringlu, en Snorri gerir þá konunga i
Hólmgarði, Novgorod, þeirri borg gerskri, sem þá mun hafa
verið hér þekktust. Mér eru ekki kunnar viðhlítandi skýringar
þess að Snorri rangheitir Ivief á islenzku og ruglar þeirri horg:
við Novgorod, skal þó benda á fróðlega ritgerð um þessi efni,
„hið sagnfræðilega Rússland í norrænum ritum X.—XIV. aldar‘c
eftir F. Braun í Afmælisriti til Eugens Mogks (Festschrift fúr
Eugen Mogk, Halle 1924). Þar er þvi haldið fram, að óljós vit-
neskja sögusagnanna um marga fjarlæga staði þróist í átt til
einföldunar, þannig að sá staður, sem fjær er og ókunnarú
gleymist smám saman í þágu hins kunnari.
Síðari spurningin er þessi: „Hver er sannleikurinn um „erfða-
skrá Eenins“?“
Svar:
Þetta plagg, sem hefur það aðal-markmið að ófrægja Stalin,
var birt í Bandaríkjablaði all-löngu eftir dauða Lenins, og stóð
að birtingu þess maður að nafni Eastman. Plaggi þessu hefur
verið óspart flíkað af trotskistum, fasistum og hægrikrötum, án
þess að sönnur liafi verið færðar á uppruna þess, en engin lík-
indi eru til þess, að það sé frá hendi Lenins.
H. K. L.
Rithöf. Þórbergur Þórðarson og H. K. Laxness.
hafa báðir dvalizt erlendis síðan í haust og eru nýkomnir
heim.
Þórbergur var boðinn til Tj'ekkóslóvakíu til þess að halda þar
fyrirlestra um ísland á vegum Esperantó-sambands Tjekkóslóvakíu.
Hann var kominn til Kaupmannahafnar, er þeir atburðir gerð-
ust i Tjekkóslóvakíu, er hindruðu för hans jiangað. Fjórum dög-
um áður en hann ætlaði að leggja af stað frá Höfn, fékk hann
skeyti um það, að fyrirlestrarnir yrðu að falla niður vegna
ástandsins, sem komið væri í landinu. Dvaldist Þórbergur síðan
nokkra mánuði í Kaupmannahöfn og vann þar að samningu
nýrrar bókar, sem hann býst við að geta lokið á þessu ári. Sið-
22