Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2012, Síða 10

Ægir - 01.07.2012, Síða 10
Æ G I S V I Ð T A L I Ð Salka-Fiskmiðlun hefur um nokkurra ára skeið leitt stuðnings- verkefni fiskframleiðenda hér á landi og í Færeyjum við augnað- gerðir í borginni Calabar í Nígeríu. Safnað er í einn gám á ári af þurrkuðum fiskafurðum sem seldar eru beinlínis í þágu verkefn- isins en því til viðbótar leggja mörg fyrirtæki, þar á meðal Salka-Fiskmiðlun, fjármuni beint í verkefnið. „Við höfðum lengi skoðað hvort hægt væri að hjálpa Níger- íumönnum við að koma sínum vörum hér á markað en enginn árangur orðið í þeim efnum. Þá kom þetta augnaðgerðaverk- efni til sögunnar en þar erum við í samstarfi við indversku góðgerðasamtökin Tulsi Chanrai Foundation, með þátttöku fylkisstjórnarinnar í Calabar. Indverjarnir annast augnaðgerðirn- ar og þær eru framkvæmdar á fátæku fólki sem misst hefur sjónina m.a. vegna vagls og gláku. Um er að ræða fólk sem ekki hefur fjármuni til að leita sér hjálpar í heilbrigðisþjónust- unni. Árlega er hægt að gera 2000 aðgerðir fyrir það fé sem við leggjum fram og það er ólýsanlegt að verða vitni að því þegar þetta fólk fær sjónina á ný eftir þessar aðgerðir. Þakklætið er mikið í okkar garð og ánægjulegt að geta með þessum hætti launað þær viðtökur sem íslenskar fiskafurðir hafa fengið í Nígeríu síðustu ár,“ segir Katrín. Framleiðendur í hjálparstarfi í Nígeríu Ungur Nígeríubúi fær læknishjálp, þökk sé fiskframleiðendum á Íslandi. Mynd: Haukur Snorrason 10

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.