Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2012, Page 12

Ægir - 01.07.2012, Page 12
12 en síðan fóru menn að prófa sig áfram og núna spannar þetta svið allt frá hausum yfir í þurrkuð tálkn, beingarða, klumbubein, þurrkaðan af- skurð, og svo mætti lengi telja. Katrín segir að nú þegar skóinn kreppir á afurðamörk- uðum í Evrópu horfi æ fleiri framleiðendur til aukinnar þurrkunar og sölumöguleika í Nígeríu. „Við finnum fyrir verulega auknum áhuga á að þurrka fisk og saga niður í kótelettur á Nígeríumarkað. Þar erum við að tala um allar áðurnefndar fisktegundir og auðvitað segir það nokkra sögu um afurðaverðið í Nígeríu að undanförnu þegar framleiðendur eru farnir að horfa til þessa möguleika af alvöru. Þetta er þróun sem hefur verið að eiga sér stað nú allra síðustu mánuði í kjölfar þrenginga í Evrópu og aukningin í útflutningi til Níg- eríu er veruleg. Og þar sem um mjög verðmæta vöru er að ræða í fiskkótelettunum má búast við talsverðri verð- mætaaukningi í útflutningi til Nígeríu. Þó við eigum allt eins von á að sjá í kjölfarið á þessu einhverja sveiflu í eftir- spurn og verði þá má ekki gleyma því að Nígeríumark- aður er mjög stór og margir munnar þarna sem þarf að metta. Við vonum því að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á markaðinn og stöðug- leikann sem verið hefur í verði og eftirspurn síðustu ár,“ segir Katrín. Langur framleiðslu- og flutningsferill Vinnsluferli þurrkaðra sjávar- afurða er allt að hálfum mán- uði, þ.e. þurrkunin sjálf, eftir- þurrkun, frágangur og pökk- un. Eftir að varan er komin í saumaðar strigapakkningar er þeim pakkað í gáma og síðan tekur við flutningur til Níger- íu sem alla jafna tekur um 6-8 vikur. Katrín segir að greiðslur berist framleiðend- un fljótlega eftir að varan er komin í skip. „Meðal þess sem hefur verið að þróast í tæknivæð- ingunni er stöflun í gámana þar sem pakkarnir eru press- aðir meira en áður og með því móti komast fleiri pakkar í hvern gám. Það skiptir auð- vitað mjög miklu máli þegar flytja þarf vöruna um svona langan veg til kaupenda, að ná sem bestri hagkvæmni í flutninginn,“ segir Katrín. Veislumatur og krydd hjá Nígeríubúum Salka-Fiskmiðlun selur þurrk- aðar sjávarafurðir fyrst og fremst til suður- og austur- hluta Nígeríu, til borgarinnar Aba í austri og hafnarborgar- Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Bosch Rexroth þjónusta Sérhæft verkstæði fyrir vökvadælur og mótora Sala, varahlutir og viðgerðir Æ G I S V I Ð T A L I Ð Fyrst og fremst eru þurrkuðu afurðirnar seldar á götumörkuðum í borgunum Aba og Lagos. Til hægri eru fiskikóteletturnar sem fluttar eru í auknum mæli til Nígeríu.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.