Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2012, Síða 14

Ægir - 01.07.2012, Síða 14
14 Æ G I S V I Ð T A L I Ð hausana niður í smástykki til að selja. En heilt yfir má segja að þessar vörur séu lítið unn- ar frá því þær fara héðan frá Íslandi og þar til neytandinn kaupir á götumörkuðunum,“ segir Katrín og svarar því að- spurð um hæl að mjög fátítt sé að einhver vandkvæði komi upp í þessum viðskipt- um þó fjarlægðin sé mikil á markaðssvæðið. „Það er mjög fátítt og viðskiptavinir okkar eru afar traustir. Undanfarin ár hafa einkennst af eftir- spurn umfram framboð og við höfum því ekki þurft að leita eftir nýjum viðskiptavin- um heldur fyrst og fremst unnið með aðilum sem við þekkjum vel til. Verð hefur á þessum tíma farið hækkandi en eins og ég sagði áðan þá er meiri spurning núna hvaða áhrif verða vegna aukins framboðs á fiskikótelettum.“ Verðmætur útflutningur Óhætt er að segja að útflutn- ingur þurrkaðra fiskafurða til Nígeríu sé vel merkjanleg stærð í útflutningstekjum þjóðarinnar því hann skilaði um 10 milljörðum króna á síðasta ári og magnið var þá tæp 19 þúsund tonn. Fyrstu sex mánuði þessa árs var út- flutningurinn til Nígeríu 10.700 tonn að verðmæti 6,7 milljarðar og af þeim tölum má hæglega sjá aukninguna milli ára. Sér í lagi hvað varð- ar verðmætið og það skýrist ekki síst af aukningum út- flutningi á fiskikótelettunum. „Það er líka full ástæða til að halda því til haga að hér er um að ræða framleiðslu úr hráefnum sem fyrr árum var hent. Á þann hátt má tala um fiskþurrkunina sem afskap- lega „græna“ framleiðslu - ef svo má að orði komast. Út- flutning sem hefur þróast mikið á síðustu 20 árum og í þeirri þróun höfum við hjá Sölku-Fiskmiðlun verið virkir þátttakendur með framleið- endum hér á landi og við- skiptavinum okkar í Nígeríu. Og ég sé enga breytingu þar á næstu árin,“ segir Katrín. Stærstur hluti þurrkuðu afurðanna er seldur á götumörkuðunum eins og honum er pakkað hér á landi og í smærrri einingum, allt niður í að hausinn er bitaður niður í lítil stykki.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.