Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2012, Page 15

Ægir - 01.07.2012, Page 15
15 Nýju verkefni hefur verið hleypt af stokkunum með stuðningi AVS sjóðsins þar sem m.a. verður beitt segul- ómun til að rannsaka hvernig dreifing salts og vatns í salt- fiskvöðvum og mismunandi meðferð hefur áhrif á gæði saltfiskafurða. Að verkefninu standa Matís og Íslenskir Saltfiskframleiðendur í sam- starf við Institut National de la Recherche Agronomique (INRA) í Clermont-Ferrand í Frakkland. Verkefnið fékk stuðning AVS sjóðsins til eins árs. Í frétt frá Matís segir að rekja megi vinsældir íslensks saltfisks á erlendum mörkuð- um til mikillar vinnslu- og verkunarþróunar undanfarin ár. „Meirihluti íslenskra salt- fiskafurða eru seldar til Spán- ar þar sem blautverkaður saltfiskur er vinsæll og gott verð fæst. Aðrar þarfir eru þó á Portúgals- og Brasilíumark- aði, en þar er eftirspurn eftir þurrkuðum saltfiski meiri. Þessir markaðir eru stórir og því eftirsóknarvert fyrir ís- lenska framleiðendur að auka hlut sinn á þessum mörkuð- um. Til þess þarf þó að vinna að frekari ferlastýringu þurrk- unar og útvötnunar miðað við þær söltunaraðferðir sem tíðkast hér á landi. Áætla má að með bestun vinnslu- og verkunarferla allt frá hráefni til lokaafurðar megi stuðla að gæðaafurð sem hentar þess- um nýja markaði fyrir íslensk- ar saltfiskafurðir. Þá hafa kvartanir borist reglulega um súra vansaltaða hnakka sem rekja má til misdreifingar salts um vöðvann,“ segir í frétt Matís en ætlunin er einmitt að skoða sérstaklega hvernig salt og vatn dreifist um salt- fiskvöðvann og hver áhrif meðhöndlunar eru á lokaaf- urðina. Markmið verkefnisins séu að finna ástæðu þess að áðurnefndir gallar komi upp og koma þannig í veg fyrir þá með bættum verkunarað- ferðum. Nýjung í matvælarannsóknum hérlendis Stuðst verður við nýjustu tækniframfarir innan mat- vælarannsókna, m.a. segul- ómun, auk hefðbundinna efna- og eðliseiginleikamæl- inga. „Segulómun kannast flestir við sem hafa farið í rann- sóknir á spítala, en rannsókn- ir með tækninni innan mat- vælarannsókna eru tiltölulega nýjar af nálinni og hafa fram að þessu ekki verið fram- kvæmdar í íslenskum verk- efnum. Í verkefninu verður segulómtæknin notuð til að veita innsýn í uppbyggingu vöðvans og dreifingu vatns og salts um hann með mynd- rænum hætti. Einn helsti kostur þessarar tækni er að hún hefur engin áhrif á sýnin og sýnin eru því ólöskuð eftir greiningu. Einnig verða fram- kvæmdar NMR mælingar, þar sem ítarlegri magnmælingar á áhrif vinnsluaðferða á hreyf- anleika og dreifingu salts og vatns, innan sem utan vöðva- frumanna, verða fram- kvæmdar. Þá verður skoðað hvernig þetta jafnvægi hefur áhrif á gæði saltfiskafurðanna og hvernig megi bæta verk- unaraðferðirnar með tilliti til þessa jafnvægis milli vatns og salts í vöðvanum,“ segir í fréttinni. F I S K V I N N S L A DELTA VO3 OF OFN WS Toghlerar Góðir í köstun • Fljótir að ná skver • Stöðugir • Léttir í hífingu Ásoðnir skór og slitjárn • Hagkvæmir í rekstri og lítið viðhald Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Segulómun beitt á saltfiskinn Segulómun verður á nýjan hátt beitt til að rannsaka dreifingu salts og vatns í saltfiskvöðvunum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.