Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2012, Qupperneq 15

Ægir - 01.07.2012, Qupperneq 15
15 Nýju verkefni hefur verið hleypt af stokkunum með stuðningi AVS sjóðsins þar sem m.a. verður beitt segul- ómun til að rannsaka hvernig dreifing salts og vatns í salt- fiskvöðvum og mismunandi meðferð hefur áhrif á gæði saltfiskafurða. Að verkefninu standa Matís og Íslenskir Saltfiskframleiðendur í sam- starf við Institut National de la Recherche Agronomique (INRA) í Clermont-Ferrand í Frakkland. Verkefnið fékk stuðning AVS sjóðsins til eins árs. Í frétt frá Matís segir að rekja megi vinsældir íslensks saltfisks á erlendum mörkuð- um til mikillar vinnslu- og verkunarþróunar undanfarin ár. „Meirihluti íslenskra salt- fiskafurða eru seldar til Spán- ar þar sem blautverkaður saltfiskur er vinsæll og gott verð fæst. Aðrar þarfir eru þó á Portúgals- og Brasilíumark- aði, en þar er eftirspurn eftir þurrkuðum saltfiski meiri. Þessir markaðir eru stórir og því eftirsóknarvert fyrir ís- lenska framleiðendur að auka hlut sinn á þessum mörkuð- um. Til þess þarf þó að vinna að frekari ferlastýringu þurrk- unar og útvötnunar miðað við þær söltunaraðferðir sem tíðkast hér á landi. Áætla má að með bestun vinnslu- og verkunarferla allt frá hráefni til lokaafurðar megi stuðla að gæðaafurð sem hentar þess- um nýja markaði fyrir íslensk- ar saltfiskafurðir. Þá hafa kvartanir borist reglulega um súra vansaltaða hnakka sem rekja má til misdreifingar salts um vöðvann,“ segir í frétt Matís en ætlunin er einmitt að skoða sérstaklega hvernig salt og vatn dreifist um salt- fiskvöðvann og hver áhrif meðhöndlunar eru á lokaaf- urðina. Markmið verkefnisins séu að finna ástæðu þess að áðurnefndir gallar komi upp og koma þannig í veg fyrir þá með bættum verkunarað- ferðum. Nýjung í matvælarannsóknum hérlendis Stuðst verður við nýjustu tækniframfarir innan mat- vælarannsókna, m.a. segul- ómun, auk hefðbundinna efna- og eðliseiginleikamæl- inga. „Segulómun kannast flestir við sem hafa farið í rann- sóknir á spítala, en rannsókn- ir með tækninni innan mat- vælarannsókna eru tiltölulega nýjar af nálinni og hafa fram að þessu ekki verið fram- kvæmdar í íslenskum verk- efnum. Í verkefninu verður segulómtæknin notuð til að veita innsýn í uppbyggingu vöðvans og dreifingu vatns og salts um hann með mynd- rænum hætti. Einn helsti kostur þessarar tækni er að hún hefur engin áhrif á sýnin og sýnin eru því ólöskuð eftir greiningu. Einnig verða fram- kvæmdar NMR mælingar, þar sem ítarlegri magnmælingar á áhrif vinnsluaðferða á hreyf- anleika og dreifingu salts og vatns, innan sem utan vöðva- frumanna, verða fram- kvæmdar. Þá verður skoðað hvernig þetta jafnvægi hefur áhrif á gæði saltfiskafurðanna og hvernig megi bæta verk- unaraðferðirnar með tilliti til þessa jafnvægis milli vatns og salts í vöðvanum,“ segir í fréttinni. F I S K V I N N S L A DELTA VO3 OF OFN WS Toghlerar Góðir í köstun • Fljótir að ná skver • Stöðugir • Léttir í hífingu Ásoðnir skór og slitjárn • Hagkvæmir í rekstri og lítið viðhald Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Segulómun beitt á saltfiskinn Segulómun verður á nýjan hátt beitt til að rannsaka dreifingu salts og vatns í saltfiskvöðvunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.