Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2012, Page 24

Ægir - 01.07.2012, Page 24
24 F Æ R E Y J A R Á aðeins fimm mánuðum tókst íslensku fyrirtækjunum Skaganum og Kælismiðjunni Frosti að setja upp fullbúna verksmiðju fyrir vinnslu upp- sjávarfisks á Tvøroyri á Suður- ey í Færeyjum. Sennilega eru þess engin önnur dæmi í heiminum að sambærileg vinnslulína komist í gagnið á svo skömmum tíma. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans, er sannfærður um að þetta sé „heimsmet“ svo notuð sé hans eigin orð. Mikill pólitískur þrýstingur var á Varðin í Færeyjum um að verksmiðjan yrði tilbúin í tæka tíð. Úthlutun makríl- kvóta miðaðist við að verk- smiðjan væri komin í gang í byrjun júlí. Þegar mest var voru um 200 manns að störf- um við uppsetninguna, jafnt íslenskir sem færeyskir starfs- menn margra verktaka, en of- urkapp var lagt á að allt yrði tilbúið fyrir upphaf makrílver- tíðarinnar í sumar. Frá Kæl- ismiðjunni Frosti voru flest 35 starfsmenn á svæðinu en um 30 frá Skaganum. Öll áform gengu eftir og „íslenska leið- in“ sem Varðin Pelagic í Fær- eyjum valdi gerði það að verkum að vinnsla hófst á Tvøroyri aðeins fimm mánuð- um eftir að samningar um uppsetningu verksmiðjunnar voru formlega undirritaðir þann 1. mars sl. Gríðarmikil áskorun Gunnar Larsen, framkvæmda- stjóri Kælismiðjunnar Frosts, segir verkefnið hafa verið gríðarmikla áskorun. „Vegna skamms tíma frá undirritun samnings til verkloka var ver- ið að afhenda stóra íhluti í kerfið alveg fram að verklok- um. Þetta krafðist mikillar skipulagningar og útsjónar- semi við hönnun, flutninga og uppsetningu kerfisins.“ Til marks um umfang verkefnis- ins nefnir hann, að lagðir hafi verið 2,5 kílómetrar af stálrör- um og að verkið hafi kallað á um 2.400 suður. „Við notuð- um 130 rúmmetra af röraein- angrun en til samanburðar má nefna að það er eins og einangrun fyrir 10 meðalstóra frystitogara.“ Gunnar segir að mikið af Færeyska fyrirtækið Varðin Pelagic valdi „íslensku leiðina“ við hönnun nýrrar uppsjávarvinnslu: Settu upp fullkomna verksmiðju á fimm mánuðum – Skaginn í viðræðum við fleiri erlenda aðila um uppsetningu sambærilegrar verksmiðju Tróndur í Götu kom með fyrsta makrílfarminn til vinnslu í nýju verksmið- unni í Tvøroyri og að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins. Eins og sjá má af þessari mynd er vinnslulínan engin smásmíði enda afkastagetan í samræmi við það.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.