Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2012, Blaðsíða 24

Ægir - 01.07.2012, Blaðsíða 24
24 F Æ R E Y J A R Á aðeins fimm mánuðum tókst íslensku fyrirtækjunum Skaganum og Kælismiðjunni Frosti að setja upp fullbúna verksmiðju fyrir vinnslu upp- sjávarfisks á Tvøroyri á Suður- ey í Færeyjum. Sennilega eru þess engin önnur dæmi í heiminum að sambærileg vinnslulína komist í gagnið á svo skömmum tíma. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans, er sannfærður um að þetta sé „heimsmet“ svo notuð sé hans eigin orð. Mikill pólitískur þrýstingur var á Varðin í Færeyjum um að verksmiðjan yrði tilbúin í tæka tíð. Úthlutun makríl- kvóta miðaðist við að verk- smiðjan væri komin í gang í byrjun júlí. Þegar mest var voru um 200 manns að störf- um við uppsetninguna, jafnt íslenskir sem færeyskir starfs- menn margra verktaka, en of- urkapp var lagt á að allt yrði tilbúið fyrir upphaf makrílver- tíðarinnar í sumar. Frá Kæl- ismiðjunni Frosti voru flest 35 starfsmenn á svæðinu en um 30 frá Skaganum. Öll áform gengu eftir og „íslenska leið- in“ sem Varðin Pelagic í Fær- eyjum valdi gerði það að verkum að vinnsla hófst á Tvøroyri aðeins fimm mánuð- um eftir að samningar um uppsetningu verksmiðjunnar voru formlega undirritaðir þann 1. mars sl. Gríðarmikil áskorun Gunnar Larsen, framkvæmda- stjóri Kælismiðjunnar Frosts, segir verkefnið hafa verið gríðarmikla áskorun. „Vegna skamms tíma frá undirritun samnings til verkloka var ver- ið að afhenda stóra íhluti í kerfið alveg fram að verklok- um. Þetta krafðist mikillar skipulagningar og útsjónar- semi við hönnun, flutninga og uppsetningu kerfisins.“ Til marks um umfang verkefnis- ins nefnir hann, að lagðir hafi verið 2,5 kílómetrar af stálrör- um og að verkið hafi kallað á um 2.400 suður. „Við notuð- um 130 rúmmetra af röraein- angrun en til samanburðar má nefna að það er eins og einangrun fyrir 10 meðalstóra frystitogara.“ Gunnar segir að mikið af Færeyska fyrirtækið Varðin Pelagic valdi „íslensku leiðina“ við hönnun nýrrar uppsjávarvinnslu: Settu upp fullkomna verksmiðju á fimm mánuðum – Skaginn í viðræðum við fleiri erlenda aðila um uppsetningu sambærilegrar verksmiðju Tróndur í Götu kom með fyrsta makrílfarminn til vinnslu í nýju verksmið- unni í Tvøroyri og að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins. Eins og sjá má af þessari mynd er vinnslulínan engin smásmíði enda afkastagetan í samræmi við það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.