Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2012, Qupperneq 25

Ægir - 01.07.2012, Qupperneq 25
25 F Æ R E Y J A R lögnum, ventlastöðvum og fleiru hafi verið forsmíðað á staðnum og búnaðurinn síð- an tengdur þegar hann barst. Húsið sem vinnslan er í var ýmist endurnýjað eða byggt nýtt á verktímanum. „Það þurfti því náið samstarf margra aðila á verktímanum til að fá hlutina til að ganga upp. Fyrstu vikurnar eftir gangsetningu fóru í fínstill- ingar á tækjum og búnaði, en segja má að kerfið hafi geng- ið vel frá fyrsta degi og eru menn nú þegar að nálgast hámarksafköst.“ Stoltur af verkinu Ingólfur er stoltur af verkinu og segir menn vel geta barið sér á brjóst. „Þetta var ákaf- lega íslenskt verkefni í alla staði og því mátti ekkert út af bera svo tímaramminn riðlað- ist ekki. Við náum að prufu- keyra verksmiðjuna strax í annarri viku júlí en áskorunin var að sjálfsögðu fyrst og fremst sú að koma kerfinu upp og í vinnsluhæft ástand fyrir makrílvertíðina og það tókst.“ Ingólfur segir að eins og gengur í svona stórum og flóknum verkum komu upp hnökrar en með samstilltu átaki allra sem að verkinu komu var leyst úr þeim. Þegar vísað er til samstillts átaks allra er ekki aðeins átt við starfsmenn Skagans og Kælismiðjunnar Frosts heldur komu mörg íslensk fyrirtæki og starfsmenn þeirra að verk- inu; Þorgeir & Ellert, Straum- nes, 3X Technology, Marel, Style, SR-Vélaverkstæði, Sam- hentir, Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónssonar, Blikksmiðja Guðmundar, Blikkverk, HG Verktaki, Frystitækni, Rafeyri og Blikkrás. Ingólfur segir enn verið að fínstílla kerfið en að reynslan gefi góð fyrirheit um fram- haldið. „Í þessum fyrsta áfanga eiga afköstin að vera tæp 600 tonn á sólarhring og nú er búið að sýna fram á u.þ.b. 95% af þeim afköstum. Verksmiðjan framleiðir fyr- ir hátt í 100 milljónir króna á sólarhring þannig að reynslan er óneitanlega góð.“ Hug- myndir eru uppi um að auka afköst verksmiðjunnar á næsta ári þannig að hún anni allt að 1.000 tonnum á sólar- hring. Umhverfisvæn lausn Tæknin, sem fyrirtækin hafa þróað með íslenskum upp- sjávarútgerðum á síðustu ár- um, byggist á pressulausri plötufrystingu í stað hefð- bundinnar blástursfrystingar. Fyrirtækin kynntu þessa bylt- ingarkenndu tækni á sjávarút- vegssýningunni í Brüssel í apríl sl. þar sem hún vakti verðskuldaða athygli. Tækn- in, sem „íslenska leiðin“ grundvallast á, hentar öllum tegundum og vinnsluformum uppsjávarfisks. Þetta er um- hverfisvæn lausn sem sparar raforku, dregur úr umbúða- kostnaði og nýtir hráefni bet- ur. Helstu kostir eru:  Eina alsjálfvirka vinnslulín- an á markaðinum  Afkastar 600-1.000 tonnum á sólarhring með 20-25 starfsmönnum á vakt  Léttari og umhverfisvænni umbúðir, umbúðakostnað- ur lækkar um 50%  Aukið geymsluþol þar sem afurðinni er pakkað í lok- aða poka  4-5 sinnum hraðari frysting en með hefðbundinni blástursfrystingu  0,3-0,5% minni rýrnun hrá- efnis við þíðingu  Raforkusparnaður er meiri en 0,1 kW h á hvert fryst kg  30% minna frystikerfi þarf til að frysta sama magn og með blástursfrystingu  Sparar húsrými með minna umfangi búnaðar og færra fólki í vinnslu Frekari landvinningar Þetta er í fyrsta skipti sem „ís- lenska lausnin“ er flutt út og Ingólfur segir alveg ljóst að stefnt sé á frekari landvinn- inga í uppsjávarvinnslu. Hann segir Skagann í viðræðum við nokkra erlenda aðila um sambærileg vinnslukerfi og vonandi skýrist þau mál á næstu mánuðum. Vinnslan komin á skrið, makríllinn farinn að flæða eftir línunum á Tvøroyri. Fullhlaðið bretti af makrílafurðum á leið í frystingu. Starfsmaður Skagans fínstillir tækjabúnað vinnslulínunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.