Ægir - 01.07.2012, Side 29
29
K V Ó T I N N 2 0 1 2 - 2 0 1 3
Fimmtíu stærstu með 85%
Fimmtíu stærstu fyrirtækin í útgerð fá úthlutað sem nemur um
85,2% af því aflamarki sem úthlutað er. Alls fá 487 fyrirtæki
eða lögaðilar úthlutað nú en þeir voru 502 í fyrra. Sé litið til
þeirra 10 sem eru með mesta úthlutun fær HB Grandi, líkt og í
fyrra, mestu úthlutað til sinna skipa eða 10,8% af heildinni,
næst kemur Samherji með 6,5% og þá Þorbjörn hf. með 5,7%.
Eftirtalin eru tíu kvótahæstu fyrirtækin en meirihluti þeirra hef-
ur aukið hlutfall sitt milli fiskveiðiára.
þíg Hlutf. %
HB Grandi hf 34.305.634 10,77%
Samherji hf 20.541.735 6,45%
Þorbjörn hf 18.119.939 5,69%
FISK-Seafood ehf. 16.394.091 5,15%
Brim hf 15.646.378 4,91%
Vísir hf 13.330.785 4,18%
Rammi hf 13.300.812 4,18%
Vinnslustöðin hf 12.137.821 3,81%
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf 10.372.574 3,26%
Skinney-Þinganes hf 8.403.119 2,64%
Reykjavík kvótahæst sem fyrr
Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár í þorskí-
gildum talið. Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík eða
14,2% af heildinni samanborið við 11,4% í fyrra. Breytingin
felst í aukinni úthlutun til skuttogara þaðan. Næstmest fer til
Vestmannaeyja eða 10,6% og þá til skipa með heimahöfn í
Grindavík, eða 9,5% af heildinni, og er það í báðum tilvikum
svipað hlutfall og í fyrra. Hlutfall sem fer til skipa hjá hverri
höfn fyrir sig breytist í flestum tilvikum eitthvað og má rekja
það til breytinga á þorskígildisstuðlum sem og tilfærslu afla-
hlutdeilda á milli skipa með ólíka heimahöfn.
Eftirtaldar níu hafnir eru með meira en 3% aflamarks:
þíg Hlutf %
Reykjavík 45.361.520 14,2%
Vestmannaeyjar 32.331.205 10,2%
Grindavík 28.652.697 9,0%
Akureyri 15.973.946 5,0%
Akranes 13.488.560 4,2%
Dalvík 11.902.701 3,7%
Rif 11.136.584 3,5%
Hornafjörður 10.376.963 3,3%
Sauðárkrókur 10.575.044 3,3%
Guðmundur í Nesi með 2,5% heimildanna
Alls fá 603 skip úthlutað aflamarki í ár, fiskveiðiárið 2012/2013,
samanborið við 612 skip fiskveiðiárið 2011/2012. Mest fer til
Guðmundar í Nesi, RE 13, rúm 7.900 þorskígildistonn eða 2,5%
af úthlutuðum þorskígildum. Togarinn var á síðasta ári í öðru
sæti á þessum lista en nú höfðu Guðmundur í Nesi RE og
Kaldbakur EA sætaskipti.
Bátahöllin
Sími 436-6870 - batahollin@simnet.is
Nýsmíði og breytingar á bátum Skoðið myndirnar á www.batahollin.isFornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is
Project1 3/31/07 12:20 PM Page 1
Kvótinn 2012-2013