Ægir - 01.07.2012, Síða 62
62
F R É T T I R
Fyrirtækin Friðrik A. Jónsson
og Marás eru öflug þjónustu-
og sölufyrirtæki sem þjóna
sjávarútveginum og selja m.a.
SIMRAD siglingatæki og YAN-
MAR vélar sem reynst hafa
frábærlega við íslenskar að-
stæður. Fyrirtækin eru í eigu
sömu aðila og sérhæfir Marás
sig í vélbúnaði og Friðrik A.
Jónsson í siglingatækjum. Ár-
ið 2007 keypti Marás Friðrik
A. Jónsson en til gamans má
geta þess að fyrirtækið er 70
ára á árinu. Með þeirri viðbót
var hægt að þjónusta bæði vél
og brú, allt á einum stað.
Starfsemin hefur aukist
jafnt og þétt, en mikil áhersla
er lögð á þjónustu, gæði og
viðurkenndan búnað fyrir at-
vinnubáta, sem og aðra báta.
„Hvað þjónustuna varðar þá
er allt okkar starfsfólk með
margra ára reynslu til sjós og
lands og einnig reynum við
að eiga sem flest á lager því
það er slæmt fyrir útgerðar-
menn að bíða lengi eftir vara-
hlutum. Þetta kallar að sjálf-
sögðu á mikið pláss og eftir
að við bættum við okkur um-
boði fyrir Arctic Cat vélsleða
og fjórhjól þá sprengdum við
endanlega af okkur húsnæðið
í Akralindinni,“ segir Guð-
mundur Bragason fram-
kvæmdastjóri. Um miðjan
ágúst fluttu fyrirtækin öll úr
Kópavoginum að Miðhrauni
13 Garðabæ í mun stærra og
hentugra húsnæði. Þar er
mun betri aðstaða á rafeinda-
og vélaverkstæðum, auk sýn-
ingarsalar og stærra lagerrým-
is sem ekki veitti af því hluti
af lagernum var kominn í
Hafnarfjörð. „Miðhraunið í
Garðabæ er mun betur í sveit
sett gagnvart samgöngum en
gamla staðsetningin í Kópa-
vogi,“ segir Guðmundur.
Friðrik A. Jónsson og Marás
flytja í stærra húsnæði
Starfsmenn fyrirtækjanna þriggja fyrir framan nýju höfuðstöðvarnar en með flutningnum í Garðabæ tvöfaldast húsnæðið sem fyrirtækin hafa yfir að ráða.
Það er mun rýmra um fyrirtækin Friðrik A. Jónsson, Marás og Artic Sport í nýjum
björtum húsakynnum að Miðhrauni 13 í Garðabæ.