Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.01.2015, Qupperneq 7

Fjarðarpósturinn - 08.01.2015, Qupperneq 7
www.fjardarposturinn.is 7FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2015 Tjarnarvöllum 11 220 Hafnarfjörður apotekhfn.is Hagstætt verð í heimabyggð Sími 555 6650 Skólameistari, Magnús Þorkelsson, fjallaði í ræðu sinni á útskrift Flensborgarskóla í des­ ember um langa sögu skólans og áherslu stofnendanna á sam­ félagslegt hlutverk hans sem hann sagði í fullu gildi. Hann kom inn á umræðuna um lengd framhaldsskólans og hvernig sveigjanleiki í skólastarfi Flens­ borgar tengist henni. Alls voru 860 nemendur á skrá sl. haustönn. Alls brautskráðust 74 nem­ endur. Af félagsfræðibraut luku 36 nemendur prófum, 6 af mála­ braut, 19 af náttúrufræðibraut, 8 af viðskiptabraut, 5 luku við­ bótarnámi af starfsnámsbrautum til stúdentsprófs og 14 af brautum íþróttasviða. Með meðal eink­ unnina 8 eða hærra voru 20 nem­ endur. Þar skáru tveir nemendur sig verulega úr, en það eru Bára Kristín Björgvinsdóttir af nátt­ úru fræðibraut, íþrótta afrekssviði, með meðaleinkunnina 9,38 og dúxinn Elva Björk Ástþórsdóttir af náttúrufræðibraut, íþrótta­ afrekssviði, með 9,54. María Kristín Gylfadóttir flutti ávarp frá Rótarýklúbbi Hafnar­ fjarðar og afhenti verðlaun frá klúbbnum sem dúxinn Elva Björk hlaut. Tíu nemendur tóku við mörg­ um verðlaunum fyrir náms­ árangur og 16 nemendur fengu viðurkenningu fyrir mætingu. Veittur var styrkur úr fræðslu­ sjóði Jóns Þórarins sonar og hlaut Sveinn Guð munds son, doktors­ nemi í mann fræði við HÍ, styrk­ inn að þessu sinni. 74 útskrifuðust frá Flensborg Elva Björk Ástþórsdóttir af náttúrufræðibraut fékk hæstu einkunn Arnar Daði Arnarson flutti ávarp útskriftarnema og færði Krafti 134 þúsund króna styrk sem Ragnheiður Davíðsdóttir frá Krafti tók við. Í ávarpi sínu sagði skóla­ meistari meðal annars: Þið eruð nú orðin hluti af þeim hópi sem lauk námi við Flensborg. Sú saga nær aftur í tímann um 132 ár .... Fortíðin er það sem við stöndum á. Fram­ tíðin er spennandi og óviss sannarlega. En standið með báða fætur í núinu því það er þar sem allt gerist. Nútíminn – núið og það sem við gerum hér og nú er það sem lifa mun í huga samferðamanna okkar alla tíð. Orðstír deyr eigi. Lj ós m .: Lá ru s K ar l I ng as on Útskriftarnemendur ásamt Magnúsi Þorkelssyni skóla­ meist ara og Hrefnu Geirs dótt­ ur aðstoðarskólameistara. Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is Reikningar • Nafnspjöld Umslög • Bæklingar Fréttabréf Bréfsefni Og fleira

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.