Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.01.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 22.01.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Akstur á hringtorgum virðist vefjast fyrir mörgum. Hringtorg eru mörg í Hafnarfirði en það er á hringtorgum með tvær akreinar sem vandamálið er. Eitt fjölfarnasta hringtorg bæjarins er fyrir utan skrifstofu Fjarðarpóstsins og það er ósjaldan sem ískur heyrist í bremsum eða skellur þegar tveir bílar skella saman. Sjaldan eru þetta harðir árekstrar sem voru tíðir og alvarlegir á meðan hefðbundin gatnamót voru þarna. Það hefur myndast ákveðin verklagsregla um akstur í hringtorgum og hafa tryggingarfélög t.d. ákveðna túlkun á þeim en umferðarlög eru alls ekki afgerandi þegar kemur að akstri í hringtorgum. Þó er það svo að ökumaður á innri akrein á réttinn þó hann hafi aldrei rétt á að aka inn í bíl sem er framar en hann á ytri akrein. Almennt er leiðbeint að ætli menn framhjá einum eða fleiri útafkeyrslum fari menn á innri akrein. Á FH torgi, á mótum Flatahrauns og Fjarðarhrauns virðast hins vegar langflestir sem koma úr suðurátt og ætla framhjá tveimur útafkeyrslum fara á ytri akrein. Því verða flestir árekstrarnir við Bæjarhraun, aðra útafkeyrsluna sem ökumenn á ytri akrein fara framhjá án þess að líta til vinstri. Hins vegar myndast oft biðröð á Bæjarhrauni því nær allir fara á innri akrein þó þeir ætli aðeins fram hjá einum gatnamótum sem eru alveg við hliðina á Bæjarhrauni. Þetta hringtorg er slæmt hringtorg en ökumenn virðast líka vera klaufar eða þeir aka hugsunarlaust. Gott hringtorg virkar eins og tannhjól ­ best ef hraðinn er jafn. Búast má við því að vandamálin aukist með fjölgun ferðamanna því t.d. í Danmörku gilda aðrar reglur í hringtorgum. Þar þykir alveg sjálfsagt að skipta um akrein í miðju hringtorgi! Hringtorg eru góð ef þau eru vel hönnuð og ökumenn aka af skynsemi um þau. Það er ekki hægt að tala um umferð án þess að minnast á aðstöðu gangandi vegfarenda. Hvenær ætla menn að læra að merkja hjáleiðir þegar aðgangur að gangstéttum eða stígum er hindraður, t.d. vegna framkvæmda? Þætti einhvern tíman eðlilegt að loka götu án þess að vísa mönnum annað? Virðingaleysi við gangandi er í hróplegu ósamræmi við þær fallegu ræður sem haldnar eru um vistvænan Hafnarfjörð og minni notkun á einkabílnum. Það er ekki hægt að venja fólk á að nota ekki bílinn en ganga frekar ef gangstéttar eru síðan ekki hreinsaðar af snjó eins og göturnar. Gangstéttar eru götur gangandi fólks og reyndar ofta hjólandi líka. Virðum það! Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Fimmtudagurinn 22. janúar Fræðslukvöld um sorg kl. 20 Allir velkomnir. Kvenfélagsfundur kl. 20 í Hásölum Strandbergs safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju. Sunnudagurinn 25. janúar Messa kl. 11 200 ára afmælis Hins íslenska biblíufélags minnst. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar úr Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli kl. 11 Hátíðartónleikar Barbörukórsins kl. 17 Miðvikudagur 28. janúar Morgunmessa kl. 8.15 www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Sunnudagurinn 25. janúar Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Föstudagur 23. janúar Lofgjörðarkvöld kl. 20 Söngur og vitnisburður. Sunnudaginn 25. janúar Klassísk messa kl. 11 Sunnudagaskóli á sama tíma www.astjarnarkirkja.is Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Víðistaðakirkja Sunnudaginn 25. janúar Sunnudagaskóli og guðsþjónusta kl. 11 Siggi og Hafdís sjá um sunnudagaskólann og María Gunnarsdóttir guðfræðingur leiðir guðsþjónustuna. Kór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þ. Guðmundsdóttur organista. Molasopi á eftir. www.vidistadakirkja.is Hraðpóstur með skelli á FH-torgi Með tilkomu hringtorgs á mótum Fjarðarhrauns og Flatahrauns heyra slys þar næstum sögunni til. Hins vegar verða þar oft minni árekstrar þegar almennum reglum er ekki fylgt. Oftast eru árekstrarnir smávegilegir en á stundum geta þeir orðið harðir eins og sl. þriðjudag þegar lítill sendibíll á ytri akrein ók inn í jeppabifreið sem var beygt inn að Bæjarhrauni. Skellurinn var mikill og töluverðar skemmdir urðu enda kastaðist jeppinn til. Má segja að þar hafi hraðpóstur endað með skelli. Víða eru vond hringtorg þar sem t.d. eru tvær akreinar inn í hringtorgið á einum stað en aðeins ein út úr því eins og Bæjartorg á mótum Strandgötu, Fjarðargötu, Reykjavíkurvegar og Vesturgötu. Þar má deila um það hvort það sé tveggja akreina þar sem merkingar vantar. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.