Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.01.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 22.01.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Því miður finnast mér orð heimspekingsins Noam Chomsky viðeigandi á Íslandi í dag, þegar hann segir að það sé „þekkt aðferð til að einkavæða, að draga verulega úr fjárframlögum til stofnana (sbr. spítala og skóla) og sjá þar með til þess að þær virki ekki sem skyldi. Almenn ingur missir þolinmæð ina gagnvart þeim og sættir sig við það að hið opinbera afhendi þær fjármagns­ eigendum“. Skemmst er að minnast orða Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garða bæjar og núverandi eiganda Sinn um heimaþjónustunnar (sem meðal annars sinnir heima hjúkrun), þar sem hún talaði um að Al banía væri ljósárum á undan í samkeppni í heilbrigðis þjón­ ustu. Síðar reyndi hún svo að draga úr þessum orðum sínum. Og skyldi engan undra því sam­ kvæmt skýrslu Alþjóða bankans þá er heilbrigðiskerfi Albaníu á brauðfótum og engan veginn í stakk búið til þess að taka á móti stórum áföllum. Albanir eyða töluvert lægri fjármunum í sitt heilbrigðiskerfi heldur en lönd sem eru með svipaða landsfram­ leiðslu, auk þess sem þeir efnaminni eru afar berskjaldaðir þegar kemur að aðgengi á heilbrigðiskerfinu þar sem þeir þurfa að greiða rúmlega helm­ ing kostnaðar. Þessi orð og hug myndir fyrr­ ver andi bæjarstjóra Garðabæjar lýsa að mínu mati vel þeim hugsunarhætti sem er ríkjandi á meðal ríkisstjórnarinnar í dag. Og aðferðafræðin er einmitt að hola heilbrigðiskerfið að innan til þess að almenningur lýsi vanþóknun sinni á kerfinu og sé tilbúið til þess að gefa einka­ framkvæmdinni tækifæri. Slík­ ar tilraunir með grunnstoðir samfélagsins geta hins vegar verið afar hættulegar. Það er nefnilega þannig að heilbrigði almennings er ekki markaðsvara sem svarar framboði og eftir­ spurn. Heilbrigði almennings er heldur ekki val hvers og eins nema að litlu leyti. En af hverju er ég að velta fyrir mér stöðu heilbrigðiskerfis okkar Íslendinga í bæjarblaði okkar Hafnfirðinga? Jú, það er mín tilfinning að núverandi meirihluti ætli sér að beita svip­ uðum aðferðum þegar kemur að skólum bæjarins. Aðstöðuleysi í Áslandsskóla á að mæta með spjaldtölvum fyrir hluta nem­ enda og plássleysi í Hraun­ vallaskóla, einum fjölmennasta grunnskóla landsins fer vaxandi. Því virðist eiga að mæta með einkaskóla í hverfinu sem á að þjóna afreksfólki íþróttum. Ekkert samráð virðist eiga að vera í því máli sem átti sér undar legan aðdraganda, með umsókn óstofnaðs einkahluta­ félags um að fá að stofna til einka skóla fyrir unglinga. Engin stefna virðist vera hjá meirihlutanum í málinu, alla­ vega er hún ekki opinber. Þó hefur meirihlutinn tekið jákvætt í erindið og boltinn er byrjaður að rúlla. Eru skilaboðin þau að hver sem er getur sótt um að setja upp grunnskóla í Hafnarfirði. Hefur fólk gert sér grein fyrir afleiðingunum, meðal annars á rekstrar­ forsendur skólanna sem fyrir eru á svæð­ inu? Grunnskólar eru ein af helstu stoðum samfélagsins og það er gífurlega mikilvægt að vanda til verka í rekstri þeirra og skipulagi. Að skoða hugmyndir einkaaðila er eðlilegt og sjálf­ sagt en forræðið og stefnu­ mörkunin á að vera í höndum bæjaryfirvalda, fræðsluráðs og bæjarstjórnar. Að ætla að stökkva á innsend erindi sem fela í sér slíkar grundvallar­ breyt ingar á fyrirkomulagi skóla mála undir því yfirskyni að þær leysi húsnæðisvanda er að sama skapi út í hött. Það eru vinnubrögð sem varla geta talist eðlileg árið 2015. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Fremsta röð: Grímur Haraldsson, Einar Brynjólfsson, Sigurður Ágúst Finnbogason, Theódór Karlsson og Sigurður Garðar Gunnars- son. Önnur röð: Þórarinn Sófusson, Sigurður Baldvinsson, Einar Þórir Jónsson, Bjarni Magnússon og (Sverrir Guðnason). Þriðja röð: Rafn Jensson, Hjörleifur Bergsveinsson, Bragi Jafetsson, Þorleifur Jónsson og Ágúst Sigurðsson. Aftasta röð: Gísli Hildibrandur Guðlaugsson, Einar Vilhelm Jensson, Óskar Karl Stefánsson, Sigurður Ívar Sigurðsson, Boði Björnsson og Guðjón Sigurjónsson. Fimleikafélagið Ernir Fimleikafélagið Ernir var stofnað af Guðjóni Sigurjóns­ syni (1915­1996) um 1950.Eng in félagsgjöld voru greidd að sögn Sigurður Ágústs Finn­ boga sonar sem nafn greindi eftir bestu getu alla á myndinni sem tekin var í Leikfimi hús inu við Lækjarskóla 29. janúar 1950. Guðjón stofnaði Ernina á umbrotatímum þegar ljóst var að erfitt var að halda úti fim­ leikaflokki hjá FH vegna skorts á æfingatímum í gamla leik­ fimihúsinu. Á þessum tíma var Fimleikafélagið Björk einnig stofnað og gengu bæði þessi félög í ÍBH og fengu þá úthlutað tímum. Guðjón var áberandi í menn­ ingarlífinu, hann var lærður kenn ari, tónlistarkennari, íþrótta kennari og sjúkraþjálfari. Hann var kórstjóri, var organisti í Frí kirkjunni í Hafnarfirði og í Kálfatjarnarkirkju og var virkur skátaforingi svo fátt eitt sé nefnt utan hans mikla íþróttáhuga. Að brjóta og bramla til að einkavæða Ófeigur Friðriksson Evrópska lýðræðisvikan í Hafnarfirði Um síðustu helgi var haldin í Reykjavík stór alþjóðleg ráð­ stefna á vegum Lands sam bands Æskulýðsfélaga. Þar var kosn ingaþátttaka ungs fólks í brenni depli og rætt var um hug­ myndir og leiðir til að auka þátttöku og áhuga þess m.a. á stjórn­ málum. Eitt af því sem kom fram á ráðstefnunni til skýringar á dræmri kosn ingaþátttöku ungs fólks t.d. í bæjar stjórn ar kosn­ ingum hlytu að einhverju leyti að vera vegna samskipta bæjarbúa og bæjarstjórnar. Að það vantaði samtal milli kjörinna fulltrúa og ungs fólks. Kosningaþátttaka var almennt mjög lítil í Hafnarfirði í síðustu kosningum og það eru vísbendingar um að ungt fólk hafi síður mætt á kjörstaði. Því verðum við að breyta og við þurfum að gera það með mark­ vissum hætti. Lýðræði á öllum skólastigum Samþykkt tillögu fulltrúa Samfylkingar og VG í bæjar­ stjórn um að Hafnarfjarðarbær sæki um formlega aðild að Evrópsku lýðræðisvikunni (European local democracy Week), er gríðarlega mikilvægt skref í þá átt. Evrópska lýðræðis­ vikan er sameiginlegt verkefni sveitarfélaga innan Evrópu ráðs ins og er m.a. ætlað að hvetja til lýðræðislegrar þátttöku ungs fólks. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að sér­ stök áhersla verði á fræðslu um lýðræðismál í leik­ og grunnskólum í Hafnarfirði og áhuga sömum starfsmönnum leik­ og grunnskóla verði gert kleift að kynna sér sambærileg verkefni og fyrirmyndir í öðrum löndum. Mark miðið er að hvetja til lýðræðislegrar umræðu á öllum skólastigum og virkja þannig þátt töku ungs fólks í mótun bæjarins. Vonandi tekst okkur þannig að færa bæjarstjórnina nær bæjar­ búum, gefa ungu fólki kost á að eiga samtal við fulltrúa okkar á þeim vettvangi og auka skilning þeirra á því hvernig bæjarstjórnir virka og hvert hlutverk þeirra eru almennt. Það eitt og sér, að fá tækifæri til að spyrja þau út í störf þeirra og hlutverk, getur haft varanleg jákvæð áhrif á viðhorf þeirra til sveitarfélagsins og skilning á þýðingu þess í þeirra daglega lífi. Samtal í báðar áttir Lýðræðisvikan snýst hins vegar ekki bara um að fræða bæjarbúa heldur er eitt af aðal markmiðum hennar einnig að auka skilning bæjarfulltrúa á þörfum bæjarbúa, þeirra raunverulegu yfirmanna. Þannig þarf að skapa vettvang þar sem bæjarbúar geta komið sínum hugsjónum og tillögum varðandi málefni sveitarfélagsins á framfæri. Ég fagna þessu fallega fram­ taki og mikilvæga skrefi bæjar­ stjórnar og vona að samþykkt þessarar tillögu verði til þess að Hafnarfjörður geti áfram staðið undir nafni sem lýðræðisbærinn og ungt fólk fái aukinn áhuga á að hafa mótandi áhrif á þróun hans. Höfundur er mennta skóla- nemi og varabæjar fulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Eva Lín Vilhjálmsdóttir bæjarblað Hafnfirðinga vettvangur fyrir skoðanaskipti bæjarbúa www.fjardarposturinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.