Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.01.2015, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 22.01.2015, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is Reikningar • Nafnspjöld Umslög • Bæklingar Fréttabréf Bréfsefni Og fleira styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Stofnuð 1983 EIGN VIKUNNAR Mánastígur 6. Glæsilegt einbýli á besta stað í Hfj. Verð: 79 millj. kr. Útsala 30-70% afsláttur – í miðbæ Hafnarfjarðar ÚTSALA 40-70% afsláttur! Rokið hafði áhrif Rokið og vatnsaginn hafði töluverð áhrif í bænum á mánudaginn. Mjög hált varð á göngusvæðum sem ekki höfðu verið mokuð og vindurinn greip í ýmislegt lauslegt þó litlar skemmdir hafi orðið. Við Staðarberg eru grennd­ ar gámar og þar opnaðist gám ur fyrir plastumbúðir og fuku pokar upp úr gámnum og mátti sjá hluta þeirra á nær­ liggjandi girðingu. Illa farin fánaborg á svæði Hauka á Ásvöllum. Konubörn er leikrit fullt af gamni og alvöru sem er samið og leikið af sex ungum stúlkum sem eru að springa af sköpunar­ krafti og hæfileikum. Leikritinu er leikstýrt af Björk Jakobs­ dóttur. Í fyrra voru tvö verk sýnd í Framtíðardeild Gaflara­ leikhússins, Unglingurinn, sem sló í gegn hjá unga fólkinu og Heila Hjarta Typpi sem fékk góðar viðtökur í haust og verður sýnt áfram í febrúar. Gaflaraleikhúsið er eina atvinnu leikhúsið á suð vest­ urhorninu utan Reykjavíkur og hefur nú starfað við góðan orðstýr í Hafnarfirði í 4 ár. Leikhúsið hefur lagt metnað sinn í vandaðar og góðar sýningar fyrir unga áhorfendur og ný íslensk gamanverk fyrir fullorðna. Höfundar og leikendur Konu­ barna eru Ásthildur Sigurðar­ dóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Þórey Birgisdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Var leikritið frum­ sýnt í Gaflaraleikhúsinu í síðustu viku fyrir troðfullu húsi. Það er skemmst að segja frá því að leikritið sló í gegn, eldfjörugt og bráðfyndið með ljúfsætum köflum á milli. Þessar ungu stúlkur voru eins og þaulreyndir leikarar og sýndu á sér margar skemmtilegar hliðar. Leikritið var eins og alvöru farsi, rann hratt og lipurt í gegn og textinn var á tíðum bráðfyndinn svo salurinn lá í hlátri. Tímanum er vel varið á sýningu á Konubörnum í Gaflaraleikhúsinu. Stutt en snarpt leikrit sem alveg má gefa 5 stjörnur. Því fylgir mikil dramatík að vera ung kona ef marka má túlkun höfunda Konubarna. Konubörn sló í gegn í Gaflaraleikhúsinu Sex ungar stúlkur skrifuðu og léku sjálfar eins og þrautreyndir leikarar Hvert er álit annarra og hvernig á vekja athygli hins kynsins? Leikendur voru ekki síður kátir við leikslok, enda máttu þeir það. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.