Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.01.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 22.01.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2015 Góð leikfimi með hressum konum á öllum aldri í DAS sundlauginni í Hafnarfirði. Kennari er Guðrún H. Eiríksdóttir íþróttakennari. Kennsla er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16.10 og 18.00 Get bætt við nokkrum konum á vorönn. Upplýs ingar gefur Guðrún í s íma 897-5395 Vatnsleikfimi Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsævðinu hefur áhyggjur af því að tillaga sem kemur fram í nefndaráliti um hverfis­ og samgöngunefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju­ stofna sveitar félaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum. Þar segir: „Í b­lið 2. gr. frumvarpsins er ákvæði sem er ætlað að dreifa ákveðnum hluta tekna Jöfnunar­ sjóðs til sveitarfélaganna á grund velli hlutdeildar þeirra í heildarútsvarsstofni ársins á undan. Í því felst að tekjurnar dreifast í hlutfalli við stærð. Er þetta lagt til vegna tekjumissis sem sveitar félögin verða fyrir vegna skatt frjálsrar úttektar séreignar sparn aðar samkvæmt lögum um sér eignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu hús­ næðislána og húsnæðissparnaðar. Fyrir nefnd inni komu fram athuga semdir þess efnis að sú upphæð sem um ræðir nægi ekki til að bæta sveitarfélögunum umræddan tekju missi. Þá felur ákvæðið í sér að hluti tekna Jöfnunarsjóðs er tekinn út fyrir sviga og honum ráðstafað á annan hátt en sam kvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutanir úr Jöfnunarsjóði. Þannig mundi meira koma í hlut stærri sveitarfélaga en þeirra minni. Nefndin telur ákvæðið þurfa nánari skoðunar við og leggur því til að svo stöddu að það falli brott.“ Í bréfi til bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu segir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga: „Þessi breytingartillaga er í algjörri andstöðu við vilja Sambands íslenskra sveitarfélaga eins og fram hefur komið í umsögn sambandsins um frum­ varpið og af hálfu fulltrúa þess á fundi með umhverfis­ og sam­ göngunefnd Alþingis. Hún er í andstöðu við vilja ráðherra sveitars tjórnarmála og einnig í andstöðu við þau viðbrögð fjár­ mála­ og efnahagsráðherra við gagnrýni sveitarfélaga, á nei­ kvæði fjárhagsleg áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar og Alþingis gagnvart sveitarfélögum vegna skattfrjálsrar úttektar sér eignar­ sparnaðar samkvæmt lögum um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar, sem voru að sveitarfélögin fengju auknar tekjur vegna hærra framlags í Jöfn unarsjóð sveitarfélaga sökum tekna ríkisins af banka­ skatti. Hún er einnig í andstöðu við umfjöllun um málið í sam­ starfsnefnd ríkis og sveitarfélaga, svokallaðri Jónsmessunefnd, þar sem niðurstaðan var að með lögum á grundvelli fyrirliggjandi frumvarps myndi þessi tekjuauki dreifast til allra sveitarfélaga og þar með milda neikvæð áhrif fyrrnefndra aðgerða gagnvart öllum sveitarfélögum.“ Fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga stefnt í voða Þar segir jafnframt: „Verði breytingartillagan sam þykkt mun þetta aukna fjármagn jöfnunarsjóðs dreifast til hluta sveitarfélaga en ekki þeirra allra eins og til stóð. Jafnframt er fjár­ hagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga stefnt í voða og nægt tilefni er komið upp til að sveitarfélögin leiti eftir því með öllum ráðum að taka yfir Jöfn­ unarsjóðs sveitarfélaga enda er fjármagn hans í reynd í eigu sveitar félaga.“ Bæjarráð Hafnarfjarðar tók undir þessa umsögn en breytingin getur skipt stærri sveitarfélögin miklu máli fjárhagslega. Aukið fjármagn jöfn unar- sjóðs aðeins til sumra Verði tillaga nefndar samþykkt Hafnarfjarðarbær gerði í janúar 2013 samning án útboðs um tilraunaverkefni við inn­ heimtufyrirtækið Motus til tveggja ára. Í bæjarráði var bókað þá: „Ekki er um breytingar á núverandi innheimtuferli að ræða.“ Samingurinn rann út um áramót en á fundi bæjarráðs sl. fimmtudag var lagður fram nýr samningur við Motus til eins árs frá 1. janúar 2015. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gagnrýna samn­ inginn og benda á að í gögnum sem tekin hafi verið saman af embættismönnum bæjarins og liggi til grundvallar ákvörðunar meirihlutans komi m.a. fram að kostnaður við innheimtuna hafi reynst mjög hár og að hann lendi ekki síst á tekjulágum fjöl­ skyldum. Koma fram í gögn un­ um sláandi dæmi um það hvernig kostnaður geti hlaðist ofan á höfuðstól gjaldfallinna skulda. Í áliti embættismannanna er lagt til að í stað þess að semja við eitt fyrirtæki um framkvæmd innheimtumála hjá sveitar­ félaginu þá skuli fremur nýta aðrar þjónustuleiðir og bjóða út einstaka verkþætti, m.a. lög­ fræðiinnheimtuna sérstaklega. Í bókun Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar segir m.a.: „Undanfarið hefur bæjarstjóri að beiðni bæjarráðs farið yfir samninginn við Motus og gert á honum breytingar, auk þess sem rýnt hefur verið í kröfur sveit­ arfélagsins um innheimtu­ aðferðir, í ljósi fenginnar reynslu. Fram hefur komið á vettvangi bæjarstjórnar að hvers kyns mögulegar áætlanir um að hætta við útvistun innheimtu kalla á undirbúning og tíma. Því er óábyrgt að krefjast riftunar samninga um útvistun nema að undirgenginni mikilli undir­ búningsvinnu. Með hliðsjón af því var samningur við Motus framlengdur út árið 2015, með breytingum, til að gefa færi á faglegri athugun á málinu.“ Ekki boðið út Þjónustan hefur ekki verið boðin út og svo virðist sem ekki hafi verið leitað til annarra fyrirtækja eftir hagstæðari kjör­ um. Fjarðarpósturinn hefur undir höndum upplýsingar um að t.d. íbúar Fjallabyggðar greiði mun lægri gjöld heldur en íbúar Hafnarfjarðar. Þar hefur sveitar­ félagið samið við fyrirtæki Inkasso og er innheimt mun lægra gjald fyrir innheimtu og þrjú ítrekunarbréf sem eru undan fari lögfræðilegrar inn­ heimtu. Við innheimtuviðvörun á 15.000 kr. skuld greiðir Hafn­ firðingurinn 800 kr. til Mótus á meðan íbúi í Fjallabyggð greiðir 490 kr. Við fyrsta viðvörunarbréf af 35.000 kr. skuld greiðir Hafnfirðingurinn 3.100 kr. á meðan íbúi Fjalla byggðar greiðir aðeins 470 kr.! Gagnrýni á samning Hafnarfjarðar- bæjar við innheimtufyrirtæki Þeir tekjulægstu lenda í hæstu útgjöldunum Höfuðstóll Motus Inkasso Motus Inkasso Motus Inkasso 3.000 - 5.999 600 490 900 470 1500 470 6.000 - 14.999 600 490 950 470 1600 470 15.000 - 34.999 800 490 1950 470 2600 470 35.000 - 80.000 800 490 3100 470 3350 470 80.000 + 950 615 4200 564 4750 564 Innheimtuviðvörun 1. bréf Bréf 2 Munur á innheimtukostnaði íbúa Hafnarfjarðar og íbúa Fjallabyggðar sem nýta þjónustu Inkasso. FISKBÚÐ HAFNARFJARÐAR - Sælkeraverslun - Helluhrauni 14-16 (á milli Bónuss og Vínbúðarinnar) Opið virka daga kl. 11-18.30 og laugardaga kl. 12-15 10% opnunartilboð © H ön nu na rh ús ið e fh . 1 50 1

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.