Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.03.2015, Qupperneq 4

Fjarðarpósturinn - 05.03.2015, Qupperneq 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 5. MARS 2015 Þann 12. febrúar sl. upplýsti Haraldur L. Haraldsson bæjar­ stjóri bæjarráð um að hann hafi látið rannsaka hvort starfsfólk eða kjörnir fulltrúar hefðu hringt í tiltekinn starfsmann fyrirtækis í eigu bæj­ arins. Áréttaði hann að farsímar bæði starfs fólks Hafnar­ fjarð arbæjar og bæj­ ar fulltrúa hefðu verið hluti af þeirri rann­ sókn. Þetta staðfesti hann ítrekað, m.a. í viðtölum við fjöl miðla. Það leikur því varla nokkur vafi á hverjar fyrir ætlan­ irnar hans voru. Í framhaldi af fundi bæjarráðs sendu undir rituð erindi til bæjar­ stjóra og óskuðum eftir upp lýs­ ingum um rannsóknina, hvenær hún hefði farið fram, hver hefði fram kvæmt hana, að beiðni hvers það var gert og á grundvelli hvaða heimilda. Þrátt fyrir að bæjar stjóra hefði á þeim tíma­ punkti mátt vera ljós alvarleiki málsins og það væri sérstaklega áréttað í erindi okkar að málið þyldi ekki bið voru viðbrögðin lítil sem engin. Kvörtun send til Persónuverndar Þann 17. febrúar sendu undir­ rituð formlega kvörtun vegna málsins til Persónuverndar. Það er það úrræði sem fólk hefur á Íslandi til að leita réttar síns telji það á persónufrelsi sínu brotið. Þar með var málið orðið opinbert og fjölluðu fjölmiðlar um það daginn eftir þann 18. febrúar sl. Sama dag birti bæjarstjóri frétta­ tilkynningu þar sem það var staðfest að umrædd rannsókn hefði farið fram og að hún hefði verið framkvæmd í þeim tilgangi að finna út hver hefði hringt í ótilgreindan starfsmann til að boða hann á fund sem bæjarstjóri teldi ástæðu til að ætla að hafi ekki átt sér stað. Þetta mál hefur sannarlega á sér farsakenndan blæ en undir­ tónn inn er hins vegar langt í frá eitthvert grín. Það liggur fyrir staðfest að símtalaskrár starfs­ fólks Hafnarfjarðarbæjar voru skoðaðar án þeirra vitneskju eða samþykktar. Það liggur líka fyrir að til hafi staðið að rannsaka síma samskipti kjörinna fulltrúa í sama tilgangi. Þrátt fyrir að öllum hafi mátt vera ljóst að bæjarstjóri hafi brugðist trausti bæjarstjórnar og farið langt út fyrir umboð sitt og hlutverk þá liðu heilar tvær vikur þangað til að oddvitar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks tjáðu sig um málið, og þá í þeim eina tilgangi að lýsa því yfir að það væri allt byggt á tómum misskilningi. Kvörtun okkar til Persónu­ verndar er þar til meðferðar og hefur sinn gang. Hún mun von­ andi leiða í ljós hvernig að mál um var staðið og hvort lög hafi verið brotin. Eftir standa áleitnar spurningar sem leita þarf svara við og tengj ast em bætt is­ færslum bæjar stjóra og meirihluta hafnar­ stjórnar. Farið fram á stjórnsýsluúttekt Teljum við það eðlilega og rétt mæta kröfu að fram fari óháð stjórn sýslu út tekt sem hafi þann tilgang að skýra réttarstöðu starfsmanna Hafnar­ fjarðarbæjar, stjórnsýslu stöðu Hafnarfjarðar hafn ar og valdsvið og hlutverk hafnar stjórn ar og hafnarstjóra. Sérstök áhersla verði lögð á að svara þeirri grund vallarspurningu hvort stjórn armenn í hafnarstjórn eða meirihluti hafnarstjórnar hafi umboð til þess að hlutast til um málefni einstakra starfsmanna Hafnarfjarðarhafnar. Höfundar eru bæjarfulltrúar. Dalshrauni 24 • 220 Hafnarfir›i Sími 555 4855 • steinmark@steinmark.is Hafðu samband í síma 555 4855 eða á steinmark@steinmark.is Hönnun og prentun á fermingarkorti, umslag fylgir með á 195 kr. stk.* Fermingarkort *miðað við að tekin séu 20 stk. eða . Einnig er hægt að hanna kort með þinni eigin mynd og hugmynd Sunnudagurinn 8. mars er stór dagur í safnaðarstarfi Fríkirkj­ unnar í Hafnarfirði. Dagurinn hefst að venju með fjörugum sunnu dagaskóla kl. 11 en síðar um daginn stendur kvenfélag kirkjunnar fyrir árlegum basar að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 13. Af því tilefni syngur krútta kór kirkjunnar í messunni undir stjórn Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur og Kirstínar Ernu Blöndal en kvenfélagið styð ur dyggilega við starfsemi kórs ins sem er skipaður börnum á aldr inum 3­5 ára. Kór og hljóm sveit kirkjunnar leiða söng kirkjugesta að vanda undir stjórn Arnar Arnarsonar. Tónlistin verð ur í léttari kantinum og hentar allri fjölskyldunni. Basar kvenfélagsins Strax að lokinni guðsþjónustu hefst basar kvenfélags kirkjunnar í safnaðarheimilinu. Basarinn er meðal helstu fjáröflunarleiða félagsins á starfsári hverju en kven félagið er einn af máttar­ stólpum safnaðarstarfsins og stend ur straum af kostnaði við stóran hluta barnastarfsins auk marg víslegs annars stuðnings. Á basarnum verður m.a. að finna handverk kvenfélagskvenna og gómsætt kaffibrauð að þeirra hætti. Er safnaðarfólk og aðrir áhuga samir hvatt til þess að koma kl. 13 til messunnar sem verður í léttari kantinum og skunda síðan til viðskipta við kven félagskonur í safnaðar heim­ ilinu að Linnetsstíg 6 strax að henni lokinni. Krúttakór og kvenfélagsbasar Fríkirkjan í Hafnarfirði Í síðustu vik skrifuðu allar deildir FH undir samstarfs­ samning við Adidas. Samstarf FH og Adidas hófst árið 1991 er formaður knatt­ spyrnudeildar FH og forstjóri Adidas á Íslandi gerðu með sér samning. Núna, eftir 24 ára samstarf, var samningur gerður til fjögurra ára til viðbótar. Frjálsíþróttadeild FH hefur keppt í Adidas búningum frá 1998 og handknattleiksdeildin frá árinu 2001 með smá hléum. Nú bættist skylmingardeildin við og því keppa allar deildir FH í Adidas fatnaði. Í tilefni samningsins voru settar upp Adidas auglýsingar víða í Kaplakrika. Langvinnt samstarf FH og Adidas 24 ára samstarf framlengt Frá undirskrift samningsins, Ragnar Ingi frá skylmingadeild, Sigurður frá frjálsíþróttadeild, Guðmundur Ágúst frá Adidas, Jón Rúnar frá knattspyrnudeild og Ásgeir frá handknattleiksdeild. Lj ós m .: H af lið i B re ið fjö rð Lj ós m .: H af lið i B re ið fjö rð FJÖRÐUR Páll B. Guðmundsson löggiltur fasteignasali Ársæll Ó. sölufulltrúi 896 6076, as@remax.is Lækjargötu 34d, Hafnarfirði Vantar eignir á skrá Mikil eftirspurn! Frítt söluverðmat Er þetta í lagi? Adda María Jóhannsdóttir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Gunnar Axel Axelsson Er ferming eða annar atburður framundan? Bókið tímanlega og nýtið ykkur opnunartilboðið. Ef bókað er fyrir 10. mars þá er 25% afsláttur af myndatökum í mars og apríl. Stúdíó Dís 699-6393 - heidadis@studiodis.is www.studiodis.is - facebook/studiodis

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.