Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.04.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 09.04.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2015 Skv. könnun sem gerð var meðal 8.­10. bekkja í grunn­ skólum bæjarins kemur í ljós að 15 nemendur í 10. bekk hafa notað marijúana eða jafn margir og sögðust hafa orðið ölvaðir sl. 30 daga. Manni bregður við þegar maður sér svona upplýsingar í dag þegar bæði reykingar og áfengisneysla hafa verið á miklu undanhaldi hjá þessum sama aldurshópi. 5% nem­ enda í 10. bekk hafa notað marijúana einu sinni eða oftar um ævina en þetta hlutfall var yfir lands­ meðaltali og yfir meðaltali á höfuðborgarsvæðinu árið 2010 þegar það var 10%. Sem foreldri veit ég að við stöndum varnarlítil gagnvart slíkum eiturlyfjum sem seld eru af þeim sem hafa gróðafíkn eina að markmiði. Við foreldrar hljótum að þurfa að líta í eigin barm og sameinast um að vinna gegn því að eiturlyfjum sé haldið að börnum okkar. Með sameiginlegu átaki hefur tekist að snarminnka unglingadrykkju og nær útrýma reyk­ ingum. Sofnum ekki í ánægjuvímu af góðum árangri. Hafnarfjörður býr yfir miklum náttúruperlum. Ein þeirra er hin magnaða Krýsuvík sem hefur kuldalegt landslag með fögrum litum innan um, heita hveri og mögnuð fjöll, vötn og gott aðgengi að sjó, fuglalífi og söguminjum. Sárgrætilega var jarðýtu beitt á síðasta bæinn, sjálfan Krýsuvíkurbæinn svo seint sem snemma á sjöunda áratugi síðustu aldar. Saga byggðar í Krýsuvík er merkileg og áhugaverð. Það er því ánægjulegt að fjárfestar líti til Krýsuvíkur og vilji byggja glæsilegt heilsuhótel og jarðböð. Hópur erlendra og innlendra fjárfesta hefur sýnt Krýsuvík áhuga ekki síst vegna magnaðrar náttúru og sögu. Hópurinn sem hefur sent inn fyrirspurn til bæjaryfirvalda vill fá að vera með í að gera tillögu að uppbyggingu í Krýsuvík svo þar megi verða blómleg starfsemi eins og menn síðustu aldar aðeins dreymdi um. Í Krýsuvík koma mörg hundruð rútur á ári, fullar af ferðamönnum sem njóta þess sem fyrir augu ber í Krýsuvík, bæjarlandi Hafnarfjarðar. Engar tekjur skila sér hins vegar í kassann og því hlýtur að vera eðlilegt að skoðað verði hvort jarðböð og heilsuhótel geti orðið raunhæfur kostur á þessum stað. Það er til mikils að vinna og vonandi taka bæjaryfirvöld í Hafnarfirði þessum fjárfestum vel en margir hafa einmitt talað um uppbyggingu í Krýsuvík en enginn hefur lagt fram neinar raunhæfar tillögur – fyrr en kannski nú. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Sunnudagur 12. apríl Sunnudagaskóli kl. 11 í kapellunni Stafni. Fermingarmessa kl. 11 Þriðjudagur 14. apríl Douglas Brotschie leikur á orgel kl. 12.15 Aðgangur ókeypis. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Laugardagurinn 11. apríl Fermingarmessur kl. 11 og 13 Sunnudagurinn 12. apríl Sunnudagaskóli kl. 11 Hljómsveitin heldur uppi fjörinu. Fræðandi og skemmtileg stund. Allir velkomnir. Fylgist með okkur á www.frikirkja.is 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudaginn 12. apríl Guðsþjónusta kl. 11 Sunnudagaskóli á sama tíma. Miðvikudaginn 15. apríl Starf eldri borgara kl. 13.30 Hermann Bjarnason fv. deildarstjóri í félagmálaráðuneytinu fjallar um fjármál aldraða sem dvelja á stofnunum. www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudagur 12. apríl Guðsþjónusta kl. 11 Sr. Hulda Hrönn Helgadóttir þjónar. Félagar ur kór Viðistaðakirkju syngja undir stjórn Helgu Þordisar organista. Molasopi a eftir. www.vidistadakirkja.is Félag eldri borgara í Hafnarfirði Ferð á Íslendingaslóðir í Vesturheimi 14.-22. júní 2015 Nokkur sæti laus vegna forfalla! Kynningarfundur og myndasýning í Hraunseli fimmtud. 16. apríl kl. 14 Íslendingabyggðir heimsóttar m.a. í Mountain, Winnipeg, Gimli, Árnes, Rivertog og Hecla. Fararstjóri: Almar Grímsson Verð á mann í tvíbýli: 229.800 kr. (Flug, skattar, gisting, morgunverður, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn) Bókun í Hraunseli í síma 555 0142 Upplýsingar: Kristín s. 661 3671, Þórunn s. 897 4972 Dalshrauni 24 • 220 Hafnarrði • 555 4855 • steinmark.is • steinmark@steinmark.is Ljósritun Gormun/hefting Dalshrauni 24 • 220 Hafnarfirði • 555 4855 • steinmark.is • steinmark@steinmark.is Stafræn prentun Gormun/hefting Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Sköpunargleðin fær útrás í nýju rými í Íshúsi Hafnarfjarðar á Hönnunarmars.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.