Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.04.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 09.04.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2015 Aðalfundur Félags eldri borgara í Hafnarfirði haldinn 26. mars minnir þingmenn og sveitar stjórnarmenn á í álykt­ unum sínum, að það er ekki hægt að segja eitt í aðdraganda kosninga og muna svo ekki eftir loforðunum eftir kosningar. Í ályktun sem aðal fundurinn samþykkti var skorað á heil­ brigðisráðherra að sjá til þess að rekstrarfé til hjúkrunar heimila verði aukið. Vegna skorts á fjármagni sé ekki hægt að manna heimilin sem skildi, en það komi niður á umönnun. „Við mótmælum því harðlega að fjármagn í Framkvæmdasjóð aldraðra verði notað til þess að greiða rekstur hjúkrunarheimila. Aðalmarkmið sjóðsins er að stuðla að byggingum hjúkrunar­ heimila.“ Telur fundurinn að neyðar­ ástand sé að skapast vegna vönt­ unar á hjúkrunarrýmum í Hafnarfirði og víða á landinu. Samfélagið allt verði að bregðast við vandanum nú þegar með gerð áætlunar um fjölgun hjúkr­ unar rýma. Félag eldri borgara í Hafnarfirði skorar á bæjarstjórn Hafnarfjarðar og ríkisvaldið að standa saman að gerð slíkra áætlana. Vilja hækkun á skattleysismörkum Fundurinn telur að ein mesta kjarabót fyrir eldri borgara og launa fólk yfirleitt sé hækkun á skattleysismörkum. Þá telur fund urinn það eina af betri kjara­ bótum fyrir eldri borgara að lækka virðisaukaskatt á lyfjum niður í það sem er víðast hvar í Evrópu. Bendir fundurinn á að enginn virðisaukaskattur sé á lyfseðilsskyldum lyfjum á Möltu, í Englandi og Svíþjóð. „Það er gjörsamlega óþolandi að yfirvöld noti ávallt tilskip­ unarvald í skatta­ og kjaramálum aldraðra án nokkurra skýringa eða samræðu við hópinn. Við mótmælum skerðingum harð­ lega og viljum hvetja til samræðu ríkis og sveitarfélaga við eldri borgara um skipan kjaramála aldraðra.“ Vilja eldri borgarar fella niður fasteignagjöld hjá 70 ára og eldri er búa í eigin húsnæði. Vilja hjúkrunarheimili sem fyrst FEBH skorar á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að leita allra leiða til þess að ljúka við undirbúning og síðan byggingu hjúkrunar heim­ ilis fyrir aldraða í Hafnarfirði. Brýna nauðsyn ber til að fjölga hjúkrunarrýmum i Hafnarfirði. Eldri borgarar í Hafnarfirði munu fylgjast vel með framvindu þessa máls, og beita sér eins og þeir geta til þess að því verði lok­ ið farsællega á sem skemmstum tíma. Fjölgun langt yfir landsmeðaltal Í ályktuninni segir að fjölgun eldri borgara í Hafnarfirði er mjög mikil, miklu meiri en á landsvísu. Margir hafi flutt til bæjarins frá öðrum landshlutum. Það sé ekki of mælt hjá heil­ brigðisráðherra er hann sagði nýlega að á næstu 5 árum þurfi að útvega 100 ný pláss á ári til að leiðrétta stöðuna. Það dugar ekki að byggja nýtt hjúkrunarheimili í Skarðshlíð með 60 rúmum og loka um leið 58 rúmum á Sól­ vangi. Það sé flottræfilsháttur. Eldri borgurum fjölgar hratt í Hafnarfirði Aðalfundur FEBH vill hjúkrunarheimili strax Hinsegin í grunnskóla Þegar ég útskrifaðist úr grunnskóla vissi ég ekki að ég væri samkynhneigður. Ég skildi ekki mínar eigin tilfinningar og datt ekki í hug að ég væri eitthvað annað en gagnkyn­ hneigð ur. Ég var lengi að sættast við sjálfan mig og opna mig fyrir fólk inu í kringum mig. Á unglingsárunum verða mikil umskipti í lífi einstaklinga. Ungl­ ings árin geta reynst erfiður tími fyrir þá sem falla ekki inn í norm samfélagsins. Marg ir upplifa að þeir falli ekki inn í hópinn vegna kynhneigðar eða kynvitundar. Þessir ein­ staklingar eiga í meiri hættu en aðrir að einangrast félagslega og verða fyrir aðkasti. Hinsegin ung menni upplifa oftar vanlíðan og eru líklegri til að reyna sjálfsvíg. Rannsókn framkvæmd í Noregi leiddi í ljós að hlutfall hinsegin ungmenna sem hafa reynt sjálfsvíg er þrisvar til fjórum sinnum hærra en hlutfall annarra ungmenna. Fræðsla og upplýst umræða getur skipt sköpum í lífi hinsegin ungmenna. Fræðslan getur gert þeim auðveldara að takast á við þær tilfinningar sem tengjast kynhneigð sinni og kynvitund. Auk þess getur hinseginfræðsla verið mikilvægur liður í að út ­ rýma fordómum og upp ræta hat­ ursfulla orð ræðu gegn hinsegin einstaklingum. Breytinga er þörf. Án þess að geta fullyrt um það tel ég að það hefði getað skipt sköpum fyrir mig að fá slíka fræðslu. Þess vegna legg ur Samfylkingin í Hafnarfirði til að bær­ inn fari í átak í eflingu hinsegin fræðslu í grunn skólum bæjarins. Í tillögunni segir að leitað verði til Samtakanna ‘78 um ráðgjöf við ungmenni og sam starfs um þróun námsefnis fyrir alla bekki grunnskóla. Til­ lagan er lögð fram að frumkvæði Bersans ­ Ungra jafnaðarmanna í Hafnar firði og verður flutt af varabæjar fulltrúanum Evu Lín Vilhjálms dóttur á næsta fundi bæjarstjórnar þann 15. apríl. Það er von okkar Evu að tillagan hljóti samþykki. Sömu­ leiðis vonum við að önnur bæjar­ félög á landinu fylgi frumkvæði Hafnarfjarðar svo öllum ungmennum standi sama þjónusta til boða. Höfundur er formaður Bers­ ans, ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Óskar Steinn Ómarsson Ekki hunda svæði á Hörðu­ völlum Skipulags­ og byggingarráð hefur falið skipulags­ og bygg ingarsviði að skoða fleiri möguleika á lokuðu hunda­ gerði. Lokað hundagerði á Hörðuvöllum hafði verið til skoðunar en skv. minnisblaði sviðsstjóra er alls óvíst að slík starfsem rúmist innan skil­ grein ingar aðalskipulags Hafn­ ar fjarðar á „opnum svæð um“. Þar stendur: „Svæði fyrir útivist með stíg um, áning ar­ stöðum og þjón ustu sem veitt er á forsendum útivistar. Ekki er gert ráð fyrir annarri mann­ virkjagerð, búsetu eða atvinnu­ starfsemi.“ Telur sviðsstjóri að hunda­ svæði valdi óneitanlega ónæði. A.m.k. þyrfti að grennd­ arkynna málið fyrir íbúum í nágrenninu. Leitað verður að öðrum stað fyrir lokað hunda­ gerði og umhverfis­ og fram­ kvæmda svið fékk ekki fram­ kvæmda leyfi eins og óskað hafði verið eftir. Stúdíó Dís 699-6393 - heidadis@studiodis.is www.studiodis.is - facebook/studiodis 1945 árgangurinn Skólasystkini úr Hafnarfirði, fædd 1945, ætla að hittast í Skútunni laugardaginn 9. maí kl. 19. Matur og dans. – Fjölmennum eldhress! Nánari upplýsingar gefur Kolbrún, kolbrun@jrj.is Sameiginlegt lið FH og ÍH fagnaði deildarmeistaratitli í 2. flokki karla í handbolta 31. mars sl. er liðið sigraði Hauka á Ásvöllum í síðasta deildar leikn­ um. FH/ÍH hafði mikla yfirburði í leiknum og sigraði 31­19 og endaði með 16 stig. Haukar enduðu í 6. og síðasta sæti í 1. deild með 4 stig.. Í átta liða úrslitum til Íslands­ meistara keppir FH við Akureyri en ekki var kominn dagsetning á þann leik þegar þetta er skrifað. Haukar keppa hins vegar við ÍBV í Vest mannaeyjum á laugar­ daginn kl. 13. Selfoss mætir Fram og Stjarnan mætir Val sem endaði í 2. sæti í deildarkeppninni. Undanúrslitin verða leikin laugardaginn 25. apríl og úrslita­ leikurinn verður í Kaplakrika 1. maí kl. 20.30. Liðið leikur í FH­búningum enda flestir úr þeirra hópi. Aðalfundur Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar boðar til aðalfundar í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 15. apríl 2015 kl. 18.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Deildarmeistarar í 2. flokki í handbolta Sameiginlegt lið FH og ÍH sigraði Hauka með yfirburðum Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.