Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.04.2015, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 09.04.2015, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2015 Handbolti: 9. apríl kl. 19.30, Ásvellir Haukar - FH úrvalsdeild karla 11. apríl kl. 13.30, Vestm.eyj. ÍBV ­ Haukar úrvalsdeild kvenna 12. apríl kl. 19.30, Kaplakriki FH - Haukar úrvalsdeild karla Körfubolti: 10. apríl kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Tindastóll úrvalsdeild karla, undanúrslit 11. apríl kl. 16.30, Ásvellir Haukar - Keflavík úrvalsdeild kvenna 13. apríl kl. 19.15, Sauðárkr. Tindastóll ­ Haukar úrvalsdeild karla, undanúrslit 14. apríl kl. 19.15, Keflavík Keflavík ­ Haukar úrvalsdeild kvenna 15. apríl kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Tindastóll úrvalsdeild karla, undanúrslit Körfubolti úrslit: Konur: Keflavík ­ Haukar: (miðv.d) Haukar ­ KR: 69­52 Karlar: Tindastóll ­ Haukar: 94­64 Haukar ­ Keflavík: 96­79 Handbolti úrslit: Konur: Haukar ­ ÍBV: (miðv.dag) ÍBV ­ Haukar: 30­24 Fylkir ­ FH: 27­20 Fram ­ Haukar: 30­19 Karlar: FH ­ Haukar: 32­29 Haukar ­ HK: 29­23 FH ­ ÍBV: 26­28 Íþróttir www.facebook.com/ fjardarposturinn Smelltu á LÍKAR VIÐ Ákveðið hefur verið að endurtaka kynningarfund um deiliskipulag Ásvallabrautar mánudaginn 13. apríl nk. kl. 17.15 að Norðurhellu 2. Til fundarins mæta hönnuðir Ásvallabrautar og kynna útfærslu skipulags og hljóðvistar. Skipulagstillagan sýnir tengingu fyrirhugaðrar framlengingar Ásvallabrautar frá Skarðshlíð (áður Vellir 7) að að Brekkuási við Ásland 3. Sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar. KYNNINGARFUNDUR ÁSVALLABRAUT, TENGING VALLA OG ÁSLANDS Þessa dagana standa yfir stífar æfingar hjá Leikfélagi Hafnar­ fjarðar á leikritinu Ubba kóngi – skrípaleik í mörgum atriðum – undir stjórn Ágústu Skúladóttur og verður verkið frumsýnt núna á laugardaginn í Gaflara­ leikhúsinu. Ubbi kóngur (Ubu roi á frum­ málinu) er kannski betur þekktur sem Bubbi kóngur, en verkið var frumflutt hér á landi undir því nafni á Herranótt Menntaskólans í Reykjavík árið 1969 í leikstjórn Sveins Einarssonar. Aðalhlut­ verk í þeirri uppfærslu voru leikin af Davíð Oddssyni og Signýju Pálsdóttur. Ubbi kóngur – skrípaleikur í mörg um atriðum ­ er óhefð­ bundið og gráglettið ærsla verk fyrir fullorðna og er meginþema verksins græðgi, spilling og valdníð. Leikritið var skrifað af Alfred Jarry undir lok 19. aldar og vakti heit viðbrögð þegar það var fyrst flutt í París árið 1896. Á annan tug leikara og hljóð­ færaleikara taka þátt í sýningu LH, en aðalhlutverkin, Ubbi kóngur og Ubba kona hans, eru í höndum Halldórs Magnússonar og Huldar Óskarsdóttur. Ágústa Skúladóttir er einn vinsælasti leikstjóri á landinu í dag og er mikill fengur að því fyrir LH að fá hana til verksins. Ubbi kóngur verður fimmta sýning in undir hennar stjórn á fjölunum á þessu leikári. Hinar fjórar, Lína Langsokkur í Borgar­ leikhúsinu, Öldin okkar með hljómsveitinni Hundi í óskilum hjá Leikfélagi Akureyrar og í Borgarleikhúsinu, Töfra flautan – óperusýning fyrir börn í Hörpu og söngleikurinn Björt í sumarhúsi sem sýnd var í Hörpu og Tjarnarbíói, hlutu allar ein­ róma lof gagnrýnenda. Hægt er að nálgast upplýsingar um sýningartíma á www.leikhaf. is Frá æfingu á Ubba kóngi. „Gýgjarpussa, er ég kannski ekki kóngur, eða hvað?“ Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir skípaleik í mörgum aðtriðum – á laugardag Halldór Magnússon í hlutverki Ubba kóngs. Langar þig að reima á þig hlaupaskóna og hreyfa þig úti í sumar? Þá gefst þér tækifæri til að vera hluti af frábær um hlaupahóp en Hlaupahópur FH ætlar að fara af stað með 8 vikna byrjendanámskeið þriðjudaginn 21. apríl, kl. 17.30 í anddyri Kaplakrika Sérstök æfingaáætlun er í boði og stefnt er að því að allir í hópnum geti hlaupið 5 km samfellt í lok námskeiðs. Æfingar verða á eftirfarandi tímum: Þriðjudaga kl. 17.30 í Kaplakrika Fimmtudaga kl. 17.30 í Kaplakrika Laugardaga kl. 9 í Suðurbæjarlaug Verð: 12.000 kr. Innifalið er félagsgjald í Hlaupahópnum í 6 mánuði. Nánari upplýsingar veitir: hronn.arnadottir@gmail.com www.hhfh.is Fj ar ða rp ós tu rin n 15 04 © H ön nu na rh ús ið e hf .

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.