Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.04.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 09.04.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2015 þjónusta Tek að mér að færa vídeó, slide, ljósmyndir á DVD diska,eða flakkara. Sýnishorn á http://siggileifa.123.is sími 863 7265. Sigurður Þorleifsson. Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hagstætt verð. Sími 664 1622 - 587 7291. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is Bílaþrif. Kem og sæki. Alþrif, þvottur, bón og vélarþvottur. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. nnréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Húsgagnahreinsun. Djúphreinsun borðstóla, sófasett, rúmdýnur og teppi. Mjög vönduð hreinsun á leðuráklæði ásamt viðhalds- meðferð. Komum heim til fólks og hreinsum. Sími 780 8319. til sölu Myndlist til sölu. Olíu-og akrýl- málverk, vatnslita- og grafíkverk eftir Kristberg Ó. Pétursson. Úrval mynda á tilboðsverði. S. 694 8650 - kbergur@mi.is smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g Ge f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Tónleikar í Bæjarbíói Guðrið Hansdóttir (sóló) og glæný hljómsveit Erlu Stefánsdóttur, Dalí, stíga á stokk í Bæjarbíói á morgun, föstudagskvöld kl. 22 og efna til tónlistarveislu. Guðrið er færeysk og hefur starfað talsvert í tónlist hér á Íslandi og er án efa ein besta söngkona Færeyja um þessar mundir. Dalí er glæný hljómsveit sem Erla Stefánsdóttir hefur sett saman með þeim Helga Reyni Jónssyni gítarleikara og Fúsa Óttars trommara. Fyrsta lag þeirra Faith kemur einmitt út þessa dagana. Tónleikarnir munu hefjast kl. 22.00, húsið opnar kl 21.00. Miðaverð er einungis 1500 kr. og verða miðar aðeins seldir við innganginn. Kynningarfundur Kynningarfundur um deiliskipulag Ásvallabrautar verður haldinn á mánu daginn kl. 17.15 að Norðurhellu 2. Til fundarins mæta hönnuðir Ásvallabrautar og kynna útfærslu skipulags og hljóðvistar. Listamannaspjall Á sunnudaginn kl. 14 verður lista- mannsspjall með Jónínu Guðna dóttur þar sem hún fer yfir áhuga verðan listferil sinn, sem nú spannar tæplega fimmtíu ár. Sýndar verða myndir af verkum frá öllum ferlinum og Pétrún Pétursdóttir og Ólöf K. Sigurðardóttir ræða við listakonuna um þær hugmyndir sem að baki liggja. Sýningar í Hafnarborg Tvær sýningar standa yfir í Hafnarborg. Í aðalsal sýningin MENN og sýningin Vörður í Sverrissal. Orgeltónleikar Douglas Brotschie leikur á orgel Hafnarfjarðarkirkju á þriðjudaginn kl. 12.15. Aðgangur ókeypis. Þetta er fyrri hluti Tónleikatvennu í apríl hjá Hafnarfjarðarkirkju. Sendið stuttar tilkynningar um viðburði á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Aðgangur 8 - 22 alla daga ársins 564-6500 - Steinhellu 15 Geymsla frá 1 til 17 m² www.geymslaeitt.is geymsla eitt Leita að blak­ þjálfara Eina blakfélagið sem er starfrækt í Hafnarfirði er nú með lausa stöðu þjálfara liðsins og óska því eftir að áhugasamir gefi sig fram. Starfið í Blakdeild Hauka er tvískipt. Annars vegar er það með lið sem stefnir að því að keppa í deild en er alveg á byrjunareit þar. Hins vegar eru það konur sem hafa gaman af blaki og ætla að halda áfram að gera það að einskærri skemmtun. Karólína Helga Símonardóttir formaður blakdeildarinnar segir blakið vera í mikilli uppbygg­ ingu í Hafnarfirði og því sé leitað að þjálfara sem er metnaðarfullur og áhugasamur um að taka þátt í þessu brautryðjendaverkefni. Áhugasamir hafi samband við Karólínu Helgu formann karolinahelga@simnet.is, með upplýsingum um fyrri reynslu og ferilskrá. Blár apríl – Lífið er blátt á mismunandi hátt Blár apríl, vitundarvakning um einhverfu, hófst 1. apríl sl. Á Íslandi og um allan heim munu fyrirtæki og stofnanir taka þátt í vitundarvakningunni með því að baða byggingar sínar í bláu ljósi í apríl. Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir vitundar­ vakningunni hér á landi. Styrkt­ arsöfnun félagsins er hafin og geta áhugasamir styrkt málefnið um 1000 kr. með því að hringja í 902 1010. Í ár verður safnað fyrir nám­ skeiðum fyrir foreldra barna með einhverfu sem og félags færni­ námskeiðum fyrir börn með ein­ hverfu. Námskeiðin verða haldin í samvinnu við Greiningar­ og ráðgjafastöð ríkisins. Nánari upplýsingar um söfnunina má finna á Facebook undir ein­ hverfa. Blár apríl nær hámarki á föstudaginn 10. apríl. Þá munu m.a. börn í leikskólum og nem­ endur í grunn­ og framhalds­ skólum taka þátt í vitundar vakn­ ingunni með því að klæðast bláu og sýna afrakstur þemadaga um einhverfu. Einhverfa kemur samfélaginu öllu við. Athyglisverðar stað­ reyndir um einhverfu: • Eitt af hverjum 88 börnum fæð­ ist með röskun á einhverfurófi. • Hjá drengjum eru líkurnar 1 á móti 54 – fimm sinnum meiri en hjá stúlkum. • Einhverfa er fötlun ­ ekki sjúkdómur og því ólæknandi. • Það skiptir sköpum fyrir einhverfa að fá viðeigandi þjálf un eins fljótt og hægt er. Stofnað 1988 Kári Halldórsson lögg. fasteignasali. Fjarðargötu 17, Hfj. Opið virka daga kl. 9-17 Sími: 520 2600 as@as.is www.as.is Eiríkur Svanur Sigfússon löggiltur fasteignasali, sími 862 3377 Norðurbakki 13c, Hfj.– íbúð 0207 Opið hús laugardaginn 11. apríl kl. 16 - 16:30 Við erum í snjallsímum á m.as.is og á facebook.com/asfasteignasala OP IÐ HÚ S Glæsileg 135,3 m² 3ja herbergja endaíbúð (sjávarmegin) á 2. hæð í lyftuhúsi, ásamt sér stæði í bílgeymslu. Íbúðin er austan til í húsinu, þ.e. nær miðbænum. Íbúðin sjálf er 120,3 m², tvær geymslur 7,6 m² og 7,4 m², samtals 135,3 m². Innréttingar og skápar úr hnotu frá AXIS, hvítar sprautulakkaðar hurðir, eikar parket. Yfirbyggðar suður svalir frá borðstofu, frábært útsýni. Innfelld lýsing í loftum, gólfhiti, sér stilling í hverju rými. Verð: 46,5 millj. Eiríkur Svanur Sigfússon löggiltur fasteignasali verður á staðnum, sími 862 3377. Pólitískir hárblásarar Það hefur verið lærdómsríkur tími fyrir réttan og sléttan bæjarbúa að demba sér í bæjar­ málin eins og ég gerði síðastliðið vor og standa núna í stormi pólitískra hár blásara. Þeir gera reyndar lítið fyrir mig þar sem hárið hefur ekki flækst fyrir mér síðan um aldar­ mótin. Reyndur hárgreiðslu­ meistari sagði mér um daginn að í raun tæki hún ekki eftir hávað­ anum í hárblásaranum fyrr en slökkt væri á honum því þá tæki hún eftir þögninni og eðlilegum um ­ hverfis hljóðum. Þessu get ég vel trúað. Við búum í bæ sem hefur verið í mótun allt frá því víkingurinn Hrafna­Flóki Vilgerðarson hafði hér stutta viðdvöl einhvern tím­ ann í kringum árið 860. Á þeim tíma hafa ótal margir tekið þátt í þeirri mótun með stórum og smáum ákvörðunum. Sem nýlegt dæmi má taka 15 ára gamlan saming bæjarins við FM hús um byggingu og rekstur Áslands skóla. Ég verð að taka undir með ritstjóra Fjarðar póstsins í síð asta tölublaði, að fáir ef nokkrir sem nú sitja í bæj arstjórn, telja þenn an samning góð­ an. Einmitt þess vegna hef ur bæjarstjóra verið fal ið að ganga í málið og freista þess að ná betri samningi við það ágæta fyrirtæki sem samning­ urinn var gerður við. Það er auðvelt að horfa í baksýnisspegilinn og lýsa fyrir samfylgdarmönnum hvaða leið er að baki og hvort hún hafi verið happadrjúg eður ei og hverjum það er að kenna ef illa til tekst. Við þessa iðju fást pólitískir hárblásarar. Við munum senni­ lega deila um það, eftir nokkur ár, hvort bæjarstjóranum hafi tekist vel upp í þeim samninga­ viðræðum sem bærinn vill nú hefja við FM hús. Vandamál þeirra sem taka ákvarðanir eru að þær eru gerðar í nútíma, en ekki í fortíð eða framtíð. Ég fullyrði að allir þeir sem hafa komið að ákvörðunum sem mótað hafa bæinn okkar í gegnum tíðina hafa haft gott eitt í huga og með hag bæjarbúa í fyrirrúmi. Í dag skil ég til að mynda ekki hverjum datt í hug að heimila byggingu íbúðahverfis undir rafmagnslínum, Fjörð, Dverg eða útlit bygginganna á Norðurbakkanum. Það skiptir bara ekki máli, allt þetta er þarna í dag og það sem við getum gert er að læra af ákvörðunum okkar til þess að geta tekið góðar ákvarðanir í framtíðinni. Höfundur er bæjarfulltrúi (Æ) Einar Birkir Einarsson • Fögnum fjölbreytileikanum og tökum fólki eins og það er. Nánari upplýsingar um einhverfu má finna á einhverfa. is, greining.is og www.facebook. com/einhverfa Nemendur í Áslandsskóla fræddust um einhverfu í fyrra. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.