Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.04.2015, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 09.04.2015, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2015 Lýsis­ og mjölverksmiðja veldur usla Nýjar tilraunaverksmiðjur Héðins að Óseyrarbraut 5 Húsfélagið Hólabraut 17 hefur kvartað til Heilbrigðis­ eftir lits Hafnarfjarðar­ og Kópa vogssvæðis yfir fnyk frá starfsemi að Óseyrarbraut 5. Þá hafa Heilbrigðiseftirlitinu borist auk þess nokkrar kvartanir símleiðis um ólykt frá starfsemi við Óseyrarbraut. Heilbrigðisnefnd telur fram­ komnar upplýsingar gefa fullt tilefni til úrbóta við prótein­ framleiðslu S. Iceland ehf. að Óseyrarbraut 5 og hefur óskað eftir úrbótaáætlun. Í starfsleyfi sem samþykkt var 2. febrúar sl. og gefið út til 4 ára kemur m.a. fram að aðeins skuli taka við fersku og lyktarlitlu hráefni. Ennfremur að loft frá mjölvinnslu skuli vothreinsað og meðhöndlað með ósoni áður en það er leitt út. Sjálfvirkar, umhverfisvænar verksmiðjur Héðinn hefur þróað sjálfvirkar fiskmjöls­ og lýsisverksmiðjur (HPP og HOP). Verksmiðjurnar eru sjálfvirkar, umhverfisvænar og geta gengið fyrir rafmagni, gufu eða afgangsvarma. Niðurstöður tilrauna sýna að HPP og HOP hefur getu til þess að framleiða fiskmjöl og lýsi úr áður lítið nýttum aukahráefnum. Megin áherslan er á auka­ hráefni sem verður til við fisk­ vinnslu til manneldis, s.s. slóg og bein af hvítfiskum. Einnig hafa prófanir sýnt fram á ágæti verksmiðjunnar til þess að vinna mjöl og lýsi úr aukahrá efn um frá rækjuvinnslu, laxfiska vinnslu og uppsjávarfiskvinnslu, en þessi hráefni hafa verið notuð í framleiðslu á fiskmjöli og lýsi í áratugi og eiginleikar þeirra þekktir. Elsa Eðvaldsdóttir hjá S. Iceland segir að mikil áhersla sé lögð á að hafa starfsemina í samræmi við starfsleyfi en verið sé að stilla inn vélar og hreinsibúnað og ekki eigi að vera nein ólykt frá starfseminni. Verksmiðjan er lítil og framleiðir mjöl og lýsi til útflutnings.FYRIR BYRJENDUR Mættu í næsta tíma að Ásvöllum og vertu með! nánari upplýsingar haukarskokk@gmail.com 10 VIKNA HLAUPANÁMSKEIÐ SKOKKHÓPUR HAUKA ÆFINGATÍMAR mánudagar kl. 17.30 miðvikudagar kl. 17.30 laugardagar kl. 9.00 Hentar öllum getustigum Frábær hreyng Góður félagsskapur Hafnarfj arðarkirkja 100 ára 1914-2014 TÓNLEIKATVENNA Í APRÍL © 1 50 4 H ön nu na rh ús ið e hf . Kaffi sopi eftir tónleika Verið hjartanlega velkomin – Aðgangur ókeypis Þriðjudaginn 28. apríl kl. 12.15-12.45 Haukur Guðlaugsson Þriðjudaginn 14. apríl kl. 12.15-12.45 Douglas A. Brotchie Skrifstofu og verslunarrými til leigu í Firði Upplýsingar í síma 615 0009 eða fjordur@fjordur.is FJÖRÐUR - í miðbæ Hafnarfjarðar! Listin að deyja – ráðstefna um dauðann Listin að deyja er yfirskrift ráðstefnu sem verður haldin í Há tíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 16. apríl í kl. 17­19.30. Að henni standa Land­ spítalinn, Háskólinn og þjóð­ kirkjan auk Ráð gjafaþjónustu Krabba meins félagsins og félaga svo sem; Ný dögun, Hollvina­ samtök líknarþjónustu, Lífið – sam tök um líknarmeðferð, Lækna félagið og Félag íslenskra hjúkrunar fræðinga. „Markmiðið er að efna til umræðu um dauðann til þess að opna frekar á allt samtal um dauð ann sem hluta af okkar veruleika og daglega lífi. Opin umræða um dauðann skilar sér til samfélagsins og okkar sem erum hluti af því þar sem hún hjálpar okkur til að orða það sem erfitt er – og að vera styðj andi við þau sem eru deyjandi eða eru að takast á við ástvina missi. Ennfremur er þessi umræða mikilvæg til þess að styðja hvern og einn til þess að takast á við eigin endanleika og þá dauða,“ segir í tilkynn ingu. Rósa Kristjánsdóttir, djákni og ritari Hollvinasamtaka líknar­ þjónustu setur rástefnuna. The importance of end of life experiences for living and dying. Peter Fenwick, prófessor eme­ ritus í taugasálfræði. Fyrirspurnir. Ævispor. Sveinn Kristjánsson kynnir vefinn aevi.is Pallborðsumræður. Andri Snær Magnason, rithöfundur. Arndís Jónsdóttir, aðstandandi. Jón Ásgeir Kalmansson, heim­ spekingur. Sólveig Birna Ólafs­ dóttir, sálfræðinemi. Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahús­ prestur. Þórhildur Kristinsdóttir, lækn ir.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.