Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.04.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 09.04.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2015 styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Stofnuð 1983 EIGN VIKUNNAR Daggarvellir 4A, endaíbúð á efstu hæð. 113 m², glæsileg íbúð, yfirbyggðar svalir. V. 33,9 millj. Úrslita­ veisla Haukar sigruðu FH í fyrsta leik liðanna Það er sannkölluð úrslitaveisla í Hafnarfirði en fjögur lið keppa nú í úrslitakeppnum, FH og Haukar eigast við í undanúrslitum í handbolta karla, Haukar keppa í undanúrslitum kvenna í hand­ bolta við ÍBV, kvennalið Hauka keppir í undanúrslitum við Kefla vík í körfubolta og karlalið Hauka keppir í undanúrslitum við Tindastól í körfubolta. FH - Haukar Haukar sigruðu FH í fyrstu viðureign liðanna í handbolta karla. Haukar náðu mest 8 marka forystu en á spennandi lokakafla náði FH að minnka muninn í 1 mark þegar mínúta var eftir. Haukarnir náðu þá að skora 2 mörk og sigruðu 32­29. Næsti leikur er á Ásvöllum í kvöld, fimmtudag kl. 19.30 og sigri Haukar eru FH úr leik. Annars keppa liðin að nýju í Kaplakrika á sunnudag kl. 19.30. Haukar - ÍBV ÍBV sigraði í fyrstu viðureign leiðanna 30­24 og annar leikur­ inn var í gær miðvikudag eftir að blaðið fór í prentun. Hafi ÍBV sigrað eru Haukar úr leik, annars leika þau oddaleik í Vest­ mannaeyjum á laugardag. Haukar - Tindastóll Tindastóll sigraði Hauka í fyrsta leik liðanna 94­64. Liðin keppa á morgun, föstudag, á Ásvöllum kl. 19.15. Þriðji leikurinn er svo á Sauðárkróki á mánudaginn og fjórði leikurinn er á Ásvöllum á miðvikudag kl. 19.15 en til þess að sá leikur verði þurfa Haukar að hafa unnið a.m.k. einn leik. Haukar - Keflavík Fyrsti leikur liðanna var í Keflavík í gærkvöldi eftir að blaðið fór í prentun. Næsti leikur verður á laugardag kl. 16.30 á Ásvöllum og þriðji leikurinn á á þriðjudag kl. 19.15. Árni Steinn Steinþórsson skorar eitt af 9 mörkum sínum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Bókasafnið Opið til sjö Bæjarráð hafnaði ósk for­ stöðumanns Bókasafns Hafn­ ar fjarðar að loka kl. 17 í stað þess að hafa opið til kl. 19. Hafði forstöðumaðurinn ósk­ að eftir þessu og því að breyta vaktafyrir komulagi. Bæjarráð leggur áherslu á að þjónusta í bókasafninu verði óbreytt.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.